Fangelsismál

Fréttamynd

Rangfærslur dómsmálaráðherra

Sjaldgæft er að fangar setjist saman fyrir framan sjónvarpið til þess eins að hlýða á umræður kjörinna fulltrúa á Alþingi. Snemma í marsmánuði var þó slík stund þegar fram fór sérstök umræða um stöðu fanga.

Skoðun
Fréttamynd

Faraldurinn fær líka frelsi

Vímuefnaneysla í Fangelsinu Litla-Hrauni er með því mesta sem sést hefur, efnin eru verri en áður og afleiðingarnar fyrir fanga eftir því.

Skoðun
Fréttamynd

Sporin hræða

Börn voru svipt frelsi sínu og þau voru pyntuð á Kópavogshæli. Eftirlitsaðilar vanræktu að grípa til kerfisbundinna og skipulagðra ráðstafana eða annarra viðbragða til að bregðast við viðvarandi gagnrýni og ábendingum sem fram komu í úttektum, áætlunum og með margvíslegum öðrum hætti.

Skoðun
Fréttamynd

Fangar á Kvíabryggju hlaupa maraþon á laugardaginn

Tíu fangar á Kvíabryggju ætla að hlaupa maraþon á Menningarnótt. Misjafnt hvað hver fangi hleypur langt. Safnað er fyrir Afstöðu, félagi fanga. Fangaverðir keyra á eftir föngunum sem hlaupa eingöngu innan Kvíabryggjusvæðisins.

Innlent
Fréttamynd

Hvað er betrun?

Ýmsir hafa tjáð sig á undanförnum misserum um betrun og mikilvægi þess að hún sé innleidd í íslenskan rétt. Í undirbúningi við gerð nýrra laga um fullnustu refsinga gagnrýndi Afstaða harðlega að hugtakið betrun kæmi hvergi fyrir í frumvarpi innanríkisráðherra sem lagt var fyrir Alþingi.

Skoðun
Fréttamynd

Glórulaus hagfræði Gunnars Alexanders!

Betur má ef duga skal! segir Gunnar Alexander Ólafsson hagfræðingur í grein sinni í Fréttablaðinu 24. júní sl. Þar hrósar hann yfirvöldum fyrir nýtt fangelsi á Hólmsheiði og hvetur stjórnvöld til þess að ganga enn lengra í refsikerfinu

Skoðun
Fréttamynd

Jákvæð reynsla af rafrænu eftirliti

Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur fór mikinn í Ríkisútvarpinu í gær og hélt því fram að breytingar á lögum um fullnustu refsinga hafi verið sérhönnuð að hvítflibbaglæpamönnum. Slíkt er fjarri sanni.

Skoðun
Fréttamynd

Leitað sátta

Að leita sátta í refsimálum getur verið mjög erfitt skref og í sumum tilfellum er nánast útilokað að biðja um slíkt, þrátt fyrir einlægan vilja á báða bóga.

Skoðun
Fréttamynd

Glæpavæðing í boði stjórnvalda

Nýtt frumvarp um fullnustu refsinga sem innanríkisráðherra hefur lagt fram á Alþingi er engin framför á núverandi refsistefnu. Betrun kemur ekki einu sinni fram í frumvarpinu, sem er því miður illa unnið og vanhugsað. Það frumvarp sem nú hefur verið lagt fram byggir á úreltri refsistefnu.

Skoðun
Fréttamynd

Hvar á að vista fanga?

Fyrir skemmstu var forstjóri fangelsismálastofnunar spurður að því hvort það væri ekki hagkvæmt að senda fanga til afplánunar í Hollandi. Hollensk fangelsi hafa verið að tæmast (sem hefði auðvitað átt að vera umfjöllunarefnið)

Skoðun
Fréttamynd

Verknám mikilvægur þáttur í betrun

Undanfarið hefur Fréttablaðið fjallað ítarlega um nám í fangelsum landsins. Allir viðmælendur blaðsins virðast sömu skoðunar um að nám sé besta leiðin til betrunar, minnki kostnað við fangelsiskerfið og fækki endurkomum í fangelsin. Þrátt fyrir það hefur staða námsráðgjafa við fangelsin nú verið skert úr því að vera 100% staða í að vera 50% starf.

Skoðun
Fréttamynd

"Ég öskraði og fangaverðirnir komu“

"Reiðin í andliti hans er mér minnistæðust,“ segir starfsmaður Litla-Hrauns sem í dag bar vitni í máli Matthíasar Mána Erlingssonar sem varð fyrir fólskulegri líkamsárás samfanga sinna í samnefndu fangelsi á síðasta ári.

Innlent
Fréttamynd

Ráðist á Matthías Mána á Litla-Hrauni

Refsifanginn Matthías Máni Erlingsson, sem var í fréttum um jólin í fyrra þegar hann strauk af Litla-Hrauni, var fluttur á sjúkrahús á Selfossi í gær eftir að hafa orðið fyrir árás tveggja samfanga sinna í útivistartíma.

Innlent
Fréttamynd

Skipt um hluta girðingarinnar á næsta ári

Fangelsismálastjóri segir að skipt verið um hluta girðingarinnar við Litla-Hraun á næsta ári. Bilun í tækjabúnaði hafi orðið til þess að Matthías Máni náði að strjúka úr fangelsinu en hann var yfirheyrður í morgun.

Innlent