Fíkniefnaneysla í fangelsum hefur dregist verulega saman Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. september 2020 19:01 Páll Winkel, fangelsismálastjóri, hefur áhyggjur af mikilli einangrun og iðjuleysi fanga vegna hertra sóttvarnaraðgerða. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Sjaldan hefur verið eins lítið um fíkniefni í fangelsum landsins og síðustu mánuði. Fangelsismálastjóri hefur þó áhyggjur af mikilli einangrun og iðjuleysi fanga vegna hertra sóttvarnaraðgerða. Vegna Covid-19 faraldursins hafa heimsóknir í fangelsi landsins verið verulega takmarkaðar og einnig allar ferðir fanga úr fangelsum. Þar á meðal dagsleyfi, vinna og nám utan fangelsa. Þá er boðið upp á AA fundi með fjárfundabúnaði. „Þannig að þjónustan er minni og iðjuleysið er meira og einangrunin meiri og það er auðvitað vont,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri. Aðgerðirnar séu þó nauðsynlegar til að koma í veg fyrir að veiran komist inn í fangelsin, enda séu fangar viðkvæmur hópur. „Það eru náttúrulega skelfileg tíðindi sem maður heyrir frá Bandaríkjunum þar sem stórir hópar fanga smitast og það sama höfum við séð á Norðurlöndunum þar sem bæði starfsfólk og skjólstæðingar hafa sýkst í stórum stíl og það hefur haft slæmar afleiðingar. Við viljum komast hjá því ef við getum,“ segir Páll. Hingað til hafi það gengið enda hafi allir staðið saman. Fangar hafi sýnt reglunum mikinn skilning. Einangrunin reynist þó mörgum erfið. „Ég veit þetta er erfitt og við kannski sem eru frjálst fólk og höfum farið í sóttkví, við vitum kannski aðeins betur hvað þeir eru að ganga í gegn um í mörg ár,“ segir Páll. Fangelsin nýta nú aðeins helming fangaplássa vegna faraldursins. Rúmlega 600 manns bíða þess að afplána. „Við vorum reyndar byrjuð að gefa í þegar þessi þriðja hrina fór af stað. um leið og þessu linnir getum við sett fangelsin í fulla virkni,“ segir Páll. Góðu fréttirnar séu þær að minna er um fíkniefni í fangelsunum. „Í fyrstu bylgju sáum við varla fíkniefni í fangelsunum. Þá var allt lokað og engar heimsóknir þannig við sáum varla fíkniefni í fangelsunum í marga mánuði,“ segir Páll og bætir við að það hafi þó aðeins breyst á síðustu vikum. „Það er eitthvað um fíkniefni enda erum við ekki alveg með lokað fyrir heimsóknir en staðan er engu að síður betri en í venjulegu árferði,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri. Fangelsismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fíkn Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira
Sjaldan hefur verið eins lítið um fíkniefni í fangelsum landsins og síðustu mánuði. Fangelsismálastjóri hefur þó áhyggjur af mikilli einangrun og iðjuleysi fanga vegna hertra sóttvarnaraðgerða. Vegna Covid-19 faraldursins hafa heimsóknir í fangelsi landsins verið verulega takmarkaðar og einnig allar ferðir fanga úr fangelsum. Þar á meðal dagsleyfi, vinna og nám utan fangelsa. Þá er boðið upp á AA fundi með fjárfundabúnaði. „Þannig að þjónustan er minni og iðjuleysið er meira og einangrunin meiri og það er auðvitað vont,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri. Aðgerðirnar séu þó nauðsynlegar til að koma í veg fyrir að veiran komist inn í fangelsin, enda séu fangar viðkvæmur hópur. „Það eru náttúrulega skelfileg tíðindi sem maður heyrir frá Bandaríkjunum þar sem stórir hópar fanga smitast og það sama höfum við séð á Norðurlöndunum þar sem bæði starfsfólk og skjólstæðingar hafa sýkst í stórum stíl og það hefur haft slæmar afleiðingar. Við viljum komast hjá því ef við getum,“ segir Páll. Hingað til hafi það gengið enda hafi allir staðið saman. Fangar hafi sýnt reglunum mikinn skilning. Einangrunin reynist þó mörgum erfið. „Ég veit þetta er erfitt og við kannski sem eru frjálst fólk og höfum farið í sóttkví, við vitum kannski aðeins betur hvað þeir eru að ganga í gegn um í mörg ár,“ segir Páll. Fangelsin nýta nú aðeins helming fangaplássa vegna faraldursins. Rúmlega 600 manns bíða þess að afplána. „Við vorum reyndar byrjuð að gefa í þegar þessi þriðja hrina fór af stað. um leið og þessu linnir getum við sett fangelsin í fulla virkni,“ segir Páll. Góðu fréttirnar séu þær að minna er um fíkniefni í fangelsunum. „Í fyrstu bylgju sáum við varla fíkniefni í fangelsunum. Þá var allt lokað og engar heimsóknir þannig við sáum varla fíkniefni í fangelsunum í marga mánuði,“ segir Páll og bætir við að það hafi þó aðeins breyst á síðustu vikum. „Það er eitthvað um fíkniefni enda erum við ekki alveg með lokað fyrir heimsóknir en staðan er engu að síður betri en í venjulegu árferði,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri.
Fangelsismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fíkn Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira