Logi harmar lokun fangelsis á Akureyri Jakob Bjarnar skrifar 6. júlí 2020 20:19 Logi, sem er einmitt frá Akureyri, segir að sér skiljist að fangelsið fyrir norðan sé til fyrirmyndar og starfsfólk hafi á sér sérstaklega gott orð. visir/vilhelm „Þetta eru hörmuleg tíðindi og ákvörðunin verður vonandi endurskoðuð,“ segir Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar á Facebooksíðu sinni nú rétt í þessu. En eins og Vísir greindi frá verður fangelsinu á Akureyri verður lokað. Hugmyndin er sú að með lokun fangelsisins verður hægt að nýta betur þá fjármuni sem renna til fangelsismála. Um átta til tíu fangar eru vistaðir að jafnaði í fangelsinu á Akureyri, sem er í sama húsnæði og embætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Kostnaður við hvert fangapláss á Litla-Hrauni og Hólmsheiði sé mun lægri en á Akureyri vegna samlegðaráhrifa við önnur fangelsi. Logi, sem er einmitt frá Akureyri, segir að sér skiljist að fangelsið fyrir norðan sé til fyrirmyndar og starfsfólk hafi á sér sérstaklega gott orð. „Það verður varla auðveldara fyrir það að flytjast suður með fjölskyldur sínar, þó það sé í boði, en starfsmenn þaðan að flytjast á starfstöðvar út á land. En það hefur iðulega verið gagnrýnt harðlega þegar slíkar hugmyndir skjóta upp kollinum.“ Logi segir að svo virðist sem ákvörðunin sé fyrst og rekstrarlegs eðlis en ekki fagleg. „Ef peningaleg sjónarmið fá ævinlega að ráða er sjálfsagt hægt að reikna út að hagkvæmt sé að skella í lás víða um land og reka eina stóra sjoppu á suðvestur horninu. Það sparar eflaust ýmsan aurinn en landið okkar verður þeim mun fátæklegra,“ segir formaður Samfylkingarinnar sem vill fara í þveröfuga átt og taka ákvörðun um markvissa uppbyggingu á Akureyri. Til að fjölga íbúum á norðausturhorninu til mótvægis, til dæmis að fyrirmynd Norðmanna. Fangelsismál Akureyri Byggðamál Reykjavík Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
„Þetta eru hörmuleg tíðindi og ákvörðunin verður vonandi endurskoðuð,“ segir Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar á Facebooksíðu sinni nú rétt í þessu. En eins og Vísir greindi frá verður fangelsinu á Akureyri verður lokað. Hugmyndin er sú að með lokun fangelsisins verður hægt að nýta betur þá fjármuni sem renna til fangelsismála. Um átta til tíu fangar eru vistaðir að jafnaði í fangelsinu á Akureyri, sem er í sama húsnæði og embætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Kostnaður við hvert fangapláss á Litla-Hrauni og Hólmsheiði sé mun lægri en á Akureyri vegna samlegðaráhrifa við önnur fangelsi. Logi, sem er einmitt frá Akureyri, segir að sér skiljist að fangelsið fyrir norðan sé til fyrirmyndar og starfsfólk hafi á sér sérstaklega gott orð. „Það verður varla auðveldara fyrir það að flytjast suður með fjölskyldur sínar, þó það sé í boði, en starfsmenn þaðan að flytjast á starfstöðvar út á land. En það hefur iðulega verið gagnrýnt harðlega þegar slíkar hugmyndir skjóta upp kollinum.“ Logi segir að svo virðist sem ákvörðunin sé fyrst og rekstrarlegs eðlis en ekki fagleg. „Ef peningaleg sjónarmið fá ævinlega að ráða er sjálfsagt hægt að reikna út að hagkvæmt sé að skella í lás víða um land og reka eina stóra sjoppu á suðvestur horninu. Það sparar eflaust ýmsan aurinn en landið okkar verður þeim mun fátæklegra,“ segir formaður Samfylkingarinnar sem vill fara í þveröfuga átt og taka ákvörðun um markvissa uppbyggingu á Akureyri. Til að fjölga íbúum á norðausturhorninu til mótvægis, til dæmis að fyrirmynd Norðmanna.
Fangelsismál Akureyri Byggðamál Reykjavík Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira