Segir ekkert samráð hafa átt sér stað við ákvörðun um að loka fangelsinu á Akureyri Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júlí 2020 18:14 Fangelsið á Akureyri er í sama húsnæði og embætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Vísir/Vilhelm Bæjarstjórn Akureyrar mótmælir harðlega ákvörðun Fangelsismálastofnunar að loka fangelsinu á Akureyri. Í tilkynningu frá bæjarstjórn kemur fram að ekkert samráð hafi átt sér stað við bæjaryfirvöld eða aðrar sveitastjórnir á svæðinu. Tilkynnt var um lokun fangelsisins á mánudaginn og segir þar að með lokun fangelsisins verði hægt að nýta betur þá fjármuni sem renna til fangelsismála. Þá segir að kostnaður við hvert fangapláss á Litla-Hrauni og Hólmsheiði sé mun lægri en á Akureyri vegna samlegðaráhrifa við önnur fangelsi. Dómsmálaráðuneytið telur ávinninginn af lokun fangelsisins margþættan: boðunarlisti og fyrningar refsinga geti lækkað auk þess sem nýting á afpánunarrýmum verði betri. Um átta til tíu fangar eru vistaðir að jafnan í fangelsinu Á Akureyri sem er í sama húsnæði og embætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Fimm starfsmenn eru fastráðnir í fangelsinu á Akureyri en að sögn Fangelsismálastofnunar verður þeim boðið starf í fangelsum ríkisins. Bæjarstjórn Akureyrar telur alvarlegt að leggja eigi niður fimm störf í bænum en jafnan muni lögreglumenn á vakt nú þurfa að sinna fangavörslu þegar ákvörðunin tekur gildi. Frá og með næstu mánaðamótum þurfi því tveir til fimm lögreglumenn á vakt að sinna fangavörslu. „Þessi ákvörðun mun því að óbreyttu kalla á stóraukið fjármagn til löggæslu á Norðurlandi eystra en að öðrum kosti skerðist löggæsla á svæðinu svo um munar,“ segir í tilkynningu frá bæjarstjórn Akureyrar. Þá kemur jafnan fram að fangaverðir á vegum Fangelsismálastofnunar hafi hingað til einnig sinnt föngum sem gista í fangageymslum lögreglunnar vegna rannsóknar mála, ölvunar eða af ýmsum öðrum ástæðum. „Bæjarstjórn Akureyrar telur með öllu ólíðandi að Fangelsismálastofnun geti í trássi við yfirlýsta stefnu stjórnvalda í byggðamálum og án samráðs við sveitarstjórnir á svæðinu tekið slíka ákvörðun um að flytja fimm störf af landsbyggðinni á höfuðborgarsvæðið og þar með sett löggæslu á stóru svæði landsins í algjört uppnám.“ Fangelsismál Akureyri Tengdar fréttir Loka fangelsinu á Akureyri Fangelsinu á Akureyri, minnstu rekstrareiningu Fangelsismálastofnunar, verður lokað. 6. júlí 2020 15:23 Logi harmar lokun fangelsis á Akureyri Formaður Samfylkingarinnar segir lokunina hörmuleg tíðindi. Hann vill fara í þveröfuga átt og hefja markvissa uppbyggingu fyrir norðan. 6. júlí 2020 20:19 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Bæjarstjórn Akureyrar mótmælir harðlega ákvörðun Fangelsismálastofnunar að loka fangelsinu á Akureyri. Í tilkynningu frá bæjarstjórn kemur fram að ekkert samráð hafi átt sér stað við bæjaryfirvöld eða aðrar sveitastjórnir á svæðinu. Tilkynnt var um lokun fangelsisins á mánudaginn og segir þar að með lokun fangelsisins verði hægt að nýta betur þá fjármuni sem renna til fangelsismála. Þá segir að kostnaður við hvert fangapláss á Litla-Hrauni og Hólmsheiði sé mun lægri en á Akureyri vegna samlegðaráhrifa við önnur fangelsi. Dómsmálaráðuneytið telur ávinninginn af lokun fangelsisins margþættan: boðunarlisti og fyrningar refsinga geti lækkað auk þess sem nýting á afpánunarrýmum verði betri. Um átta til tíu fangar eru vistaðir að jafnan í fangelsinu Á Akureyri sem er í sama húsnæði og embætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Fimm starfsmenn eru fastráðnir í fangelsinu á Akureyri en að sögn Fangelsismálastofnunar verður þeim boðið starf í fangelsum ríkisins. Bæjarstjórn Akureyrar telur alvarlegt að leggja eigi niður fimm störf í bænum en jafnan muni lögreglumenn á vakt nú þurfa að sinna fangavörslu þegar ákvörðunin tekur gildi. Frá og með næstu mánaðamótum þurfi því tveir til fimm lögreglumenn á vakt að sinna fangavörslu. „Þessi ákvörðun mun því að óbreyttu kalla á stóraukið fjármagn til löggæslu á Norðurlandi eystra en að öðrum kosti skerðist löggæsla á svæðinu svo um munar,“ segir í tilkynningu frá bæjarstjórn Akureyrar. Þá kemur jafnan fram að fangaverðir á vegum Fangelsismálastofnunar hafi hingað til einnig sinnt föngum sem gista í fangageymslum lögreglunnar vegna rannsóknar mála, ölvunar eða af ýmsum öðrum ástæðum. „Bæjarstjórn Akureyrar telur með öllu ólíðandi að Fangelsismálastofnun geti í trássi við yfirlýsta stefnu stjórnvalda í byggðamálum og án samráðs við sveitarstjórnir á svæðinu tekið slíka ákvörðun um að flytja fimm störf af landsbyggðinni á höfuðborgarsvæðið og þar með sett löggæslu á stóru svæði landsins í algjört uppnám.“
Fangelsismál Akureyri Tengdar fréttir Loka fangelsinu á Akureyri Fangelsinu á Akureyri, minnstu rekstrareiningu Fangelsismálastofnunar, verður lokað. 6. júlí 2020 15:23 Logi harmar lokun fangelsis á Akureyri Formaður Samfylkingarinnar segir lokunina hörmuleg tíðindi. Hann vill fara í þveröfuga átt og hefja markvissa uppbyggingu fyrir norðan. 6. júlí 2020 20:19 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Loka fangelsinu á Akureyri Fangelsinu á Akureyri, minnstu rekstrareiningu Fangelsismálastofnunar, verður lokað. 6. júlí 2020 15:23
Logi harmar lokun fangelsis á Akureyri Formaður Samfylkingarinnar segir lokunina hörmuleg tíðindi. Hann vill fara í þveröfuga átt og hefja markvissa uppbyggingu fyrir norðan. 6. júlí 2020 20:19