Þjóðadeild karla í fótbolta

Fréttamynd

Daðrað við elítuna eða hætta á falli?

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta stendur frammi fyrir tveimur afar ólíkum kostum í kvöld þegar það mætir Wales. Sigur myndi skila Íslandi í áttina að elítuhópi landsliða í Evrópu en jafntefli eða tap þýðir að Ísland gæti fallið niður í mun ómerkilegri flokk.

Fótbolti
Fréttamynd

San Marínó vann aftur og komst upp

San Marínó sýndi að sigurinn sögulegi á Liechtenstein í september var enginn tilviljun því San Marinó menn sóttu þrjú stig til Liechtenstein í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Svona var blaða­manna­fundur Ís­lands í Wales

Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, sat ásamt Jóhanni Berg Guðmundssyni fyrir svörum á blaðamannafundi í Cardiff í Wales í dag, fyrir leikinn við heimamenn í Þjóðadeildinni annað kvöld. 

Fótbolti
Fréttamynd

Utan vallar: Til­viljanirnar verða vart ótrú­legri | Ég skammaðist mín

Til­viljanirnar í þessu lífi eru oft á tíðum ansi ótrú­legar. Því komst undir­ritaður meðal annars að eftir leik Ís­lands og Svart­fjalla­lands í Þjóða­deild UEFA í Niksic á laugar­daginn síðastliðinn. Lífslexía segi ég en einnig fallegur vitnisburður um íslenskan fótbolta og tengingarnar sem geta myndast út frá honum.

Fótbolti
Fréttamynd

„Við munum þurfa að finna út úr því vanda­máli á morgun“

Åge Hareide var ánægður með 2-0 sigur Íslands gegn Svartfjallalandi. Leikplanið sem hann lagði upp með var ekki framkvæmanlegt við erfiðar vallaraðstæður en liðið sýndi sótti sigur með dugnaði og baráttu í seinni hálfleik. Hann hefur ekki úr mörgum varnarmönnum að velja í næsta leik en ætlar að finna út úr því vandamáli á morgun. 

Fótbolti
Fréttamynd

„Við vissum að þetta yrði smá hark“

Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi á bragðið í sigurleiknum gegn Svartfellingum í dag þegar hann skoraði á 74. mínútu. Hann var ánægður með mörkin tvö í síðari hálfleik eftir dapran fyrri hálfleik Íslands. 

Fótbolti
Fréttamynd

Ein­kunnir Ís­lands: Inn­koma Ísaks breytti leiknum

Ísland vann 2-0 ytra gegn Svartfjallalandi í næstsíðustu umferð Þjóðadeildarinnar. Skipting sem var gerð um miðjan seinni hálfleik breytti leiknum. Mikael Egill Ellertsson og Ísak Bergmann Jóhannesson stigu þá inn á völl, annar þeirra lagði síðan upp og hinn skoraði. 

Fótbolti