Einkunnir Íslands: Martraðarinnkoma og fall úr B-deild Íþróttadeild Vísis skrifar 23. mars 2025 19:09 Aron Einar Gunnarsson rökræðir við dómara leiksins eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið. EPA-EFE/Marcial Guillen Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 1-3 tap er liðið tók á móti Kósovó á óhefðbundnum heimavelli Íslands í umspili Þjóðadeildar UEFA í kvöld. Leikur kvöldsins, sem var heimaleikur Íslands, fór fram í Murcia á Spáni sökum þess að enginn völlur hér heima uppfyllir kröfur UEFA á þessum árstíma. Íslenska liðið var 2-1 undir í einvíginu eftir fyrri leikinn og þurfti því á sigri að halda til að eiga möguleika á því að halda sæti sínu í B-deild. Útlitið var gott fyrir íslenska liðið sem komst yfir strax á 2. mínútu eftir mark frá Orra Steini Óskarssyni, en gestirnir frá Kósovó snéru taflinu við og unnu 3-1 sigur. Íslenska liðið spilaði síðustu tuttugu mínúturnar manni færri eftir að Aron Einar Gunnarsson fékk að líta sitt annað gula spjald og heilt yfir var frammistaða Íslands langt undir pari. Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður [5] Átti í það minnsta tvær fínar vörslur í kvöld. Þurfti hins vegar að sækja boltann í þrígang í netið, en kannski erfitt að skrifa mörkin á Hákon. Valgeir Lunddal Friðriksson, hægri bakvörður [5] Fór meiddur af velli eftir rétt rúmlega tuttugu mínútna leik. Í raun lítið hægt að segja um hans frammistöðu. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður [5] Átti frábæra tæklingu um miðbik fyrri hálfleiks þar sem hann kom líklega í veg fyrir mark. Þess utan átti einn okkar reynslumesti maður oft og tíðum í erfiðleikum með óreyndari menn sér við hlið í varnarlínunni. Stefán Teitur Þórðarson, miðvörður [4] Of passívur í aðdraganda jöfnunarmarks Kósovó og aftur þegar Kósovó komst yfir. Átti í erfiðleikum með að leysa stöðu sem hann er ekki vanur að spila. Ísak Bergmann Jóhannesson, vinstri bakvörður [4] Einn af mörgum sem spiluðu annars staðar en í sinni náttúrulegu stöðu í kvöld. Ísak hefur átt góðu gengi að fagna undanfarið með félagsliði sínu, en var ekki upp á sitt besta í bakverðinum og var tekinn af velli í hálfleik. Willum Þór Willumsson, hægri kantmaður [5] Fékk hörkufæri til að jafna metin fyrir Ísland snemma í síðari hálfleik en fór illa að ráði sínu. Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður [6] Tekinn af velli í hálfleik. Hefur oft verið líflegri, en gerði fá mistök þegar hann komst í boltann. Þórir Jóhann Helgason, miðjumaður [6] Átti hörkuskot á 53. mínútu sem þvingaði út góða vörslu. Engin flugeldasýning frá Þóri, en heldur ekkert yfir að kvarta. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantmaður [6] Hefur oft verið sýnilegri í leikjum íslenska liðsins. Er oftast mesti baráttuhundur liðsins, en fékk lítið að sýna þá hlið á sér í kvöld. Albert Guðmundsson, framherji [6] Lagði upp markið fyrir Orra í upphafi leiks. Hnitmiðuð hornspyrna sem fann vinstri fótinn á fyrirliðanum. Annars var Albert ekki upp á sitt besta. Föst leikatriði sem hann hefur oft skapað hættu með voru ekki að finna rétt svæði og ólíkt því sem við erum vön að sjá þá átti hann það of oft til að missa boltann langt frá sér. Orri Steinn Óskarsson, framherji, fyrirliði [7] Kom Íslandi í forystu strax á annarri mínútu eftir hornspyrnu frá Alberti. Snyrtileg afgreiðsla og nýkrýndur fyrirliði heldur áfram að mjatla inn mörkum fyrir íslenska landsliðið. Fékk annars úr litlu að moða. Varamenn: Bjarki Steinn Bjarkason, kom inn á fyrir Valgeir Lunddal Friðriksson á 21. mínútu [5] Líkt og Stefán Teitur hefði Bjarki líklega átt að mæta boltamanninum betur í aðdraganda jöfnunarmarks Kósovó. Logi Tómasson kom inn á fyrir Ísak Bergmann Jóhannesson á 46. mínútu [6] Átti ágætis innkomu fyrir Ísak Bergmann sem átti í brasi í bakverðinum. Aron Einar Gunnarsson kom inn á fyrir Arnór Ingva Traustason á 46. mínútu [1] Það er óhætt að segja að þetta hafi ekki verið draumainnkoma hjá Aroni. Nældi sér í gult spjald eftir rúmlega tveggja mínútna veru á vellinum, rann nokkrum sinnum til á grasinu og skipti um skó, en rann aftur til. Kórónaði svo innkomuna með því að næla sér í annað gult, og þar með rautt, á 69. mínútu. Kristian Hlynsson kom inn á fyrir Willum Þór Willumsson á 65. mínútu [5] Kom inn á í erfiðri stöðu, sem bara versnaði þegar Aron Einar lét reka sig af velli stuttu síðar. Fór lítið fyrir honum inni á miðsvæðinu. Andri Lucas Guðjohnsen kom inn á fyrir Orra Stein Óskarsson á 65. mínútu [4] Reyndi að láta finna fyrir sér og tókst það þegar hann nældi sér í gult spjald stuttu eftir að hann kom inn á. Fékk þó úr litlu að moða í fremstu víglínu. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Sjá meira
Leikur kvöldsins, sem var heimaleikur Íslands, fór fram í Murcia á Spáni sökum þess að enginn völlur hér heima uppfyllir kröfur UEFA á þessum árstíma. Íslenska liðið var 2-1 undir í einvíginu eftir fyrri leikinn og þurfti því á sigri að halda til að eiga möguleika á því að halda sæti sínu í B-deild. Útlitið var gott fyrir íslenska liðið sem komst yfir strax á 2. mínútu eftir mark frá Orra Steini Óskarssyni, en gestirnir frá Kósovó snéru taflinu við og unnu 3-1 sigur. Íslenska liðið spilaði síðustu tuttugu mínúturnar manni færri eftir að Aron Einar Gunnarsson fékk að líta sitt annað gula spjald og heilt yfir var frammistaða Íslands langt undir pari. Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður [5] Átti í það minnsta tvær fínar vörslur í kvöld. Þurfti hins vegar að sækja boltann í þrígang í netið, en kannski erfitt að skrifa mörkin á Hákon. Valgeir Lunddal Friðriksson, hægri bakvörður [5] Fór meiddur af velli eftir rétt rúmlega tuttugu mínútna leik. Í raun lítið hægt að segja um hans frammistöðu. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður [5] Átti frábæra tæklingu um miðbik fyrri hálfleiks þar sem hann kom líklega í veg fyrir mark. Þess utan átti einn okkar reynslumesti maður oft og tíðum í erfiðleikum með óreyndari menn sér við hlið í varnarlínunni. Stefán Teitur Þórðarson, miðvörður [4] Of passívur í aðdraganda jöfnunarmarks Kósovó og aftur þegar Kósovó komst yfir. Átti í erfiðleikum með að leysa stöðu sem hann er ekki vanur að spila. Ísak Bergmann Jóhannesson, vinstri bakvörður [4] Einn af mörgum sem spiluðu annars staðar en í sinni náttúrulegu stöðu í kvöld. Ísak hefur átt góðu gengi að fagna undanfarið með félagsliði sínu, en var ekki upp á sitt besta í bakverðinum og var tekinn af velli í hálfleik. Willum Þór Willumsson, hægri kantmaður [5] Fékk hörkufæri til að jafna metin fyrir Ísland snemma í síðari hálfleik en fór illa að ráði sínu. Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður [6] Tekinn af velli í hálfleik. Hefur oft verið líflegri, en gerði fá mistök þegar hann komst í boltann. Þórir Jóhann Helgason, miðjumaður [6] Átti hörkuskot á 53. mínútu sem þvingaði út góða vörslu. Engin flugeldasýning frá Þóri, en heldur ekkert yfir að kvarta. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantmaður [6] Hefur oft verið sýnilegri í leikjum íslenska liðsins. Er oftast mesti baráttuhundur liðsins, en fékk lítið að sýna þá hlið á sér í kvöld. Albert Guðmundsson, framherji [6] Lagði upp markið fyrir Orra í upphafi leiks. Hnitmiðuð hornspyrna sem fann vinstri fótinn á fyrirliðanum. Annars var Albert ekki upp á sitt besta. Föst leikatriði sem hann hefur oft skapað hættu með voru ekki að finna rétt svæði og ólíkt því sem við erum vön að sjá þá átti hann það of oft til að missa boltann langt frá sér. Orri Steinn Óskarsson, framherji, fyrirliði [7] Kom Íslandi í forystu strax á annarri mínútu eftir hornspyrnu frá Alberti. Snyrtileg afgreiðsla og nýkrýndur fyrirliði heldur áfram að mjatla inn mörkum fyrir íslenska landsliðið. Fékk annars úr litlu að moða. Varamenn: Bjarki Steinn Bjarkason, kom inn á fyrir Valgeir Lunddal Friðriksson á 21. mínútu [5] Líkt og Stefán Teitur hefði Bjarki líklega átt að mæta boltamanninum betur í aðdraganda jöfnunarmarks Kósovó. Logi Tómasson kom inn á fyrir Ísak Bergmann Jóhannesson á 46. mínútu [6] Átti ágætis innkomu fyrir Ísak Bergmann sem átti í brasi í bakverðinum. Aron Einar Gunnarsson kom inn á fyrir Arnór Ingva Traustason á 46. mínútu [1] Það er óhætt að segja að þetta hafi ekki verið draumainnkoma hjá Aroni. Nældi sér í gult spjald eftir rúmlega tveggja mínútna veru á vellinum, rann nokkrum sinnum til á grasinu og skipti um skó, en rann aftur til. Kórónaði svo innkomuna með því að næla sér í annað gult, og þar með rautt, á 69. mínútu. Kristian Hlynsson kom inn á fyrir Willum Þór Willumsson á 65. mínútu [5] Kom inn á í erfiðri stöðu, sem bara versnaði þegar Aron Einar lét reka sig af velli stuttu síðar. Fór lítið fyrir honum inni á miðsvæðinu. Andri Lucas Guðjohnsen kom inn á fyrir Orra Stein Óskarsson á 65. mínútu [4] Reyndi að láta finna fyrir sér og tókst það þegar hann nældi sér í gult spjald stuttu eftir að hann kom inn á. Fékk þó úr litlu að moða í fremstu víglínu.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Sjá meira