Þjóðadeild karla í fótbolta

Fréttamynd

Dramatík í Cardiff | Pólverjar niðurlægðir í Belgíu

Walesverjar fögnuðu fyrsta HM sætinu í nærri sjö áratugi í vikunni og það var mögulega enn þá smá þynnka í þeim fyrir leik þeirra í kvöld gegn Hollendingum á heimavelli en gestirnir fóru með 1-2 sigur af hólmi. Belgar svöruðu fyrir tapi í fyrstu umferð með 6-1 sigri á Póllandi. Báðir leikir voru í A-deild Þjóðadeildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Kane: „Ég elska að skora mörk“

Harry Kane varð í kvöld aðeins annar leikmaður enska landsliðsins frá upphafi til að skora 50 mörk fyrir liðið. Hann er nú aðeins þremur mörkum á eftir Wayne Rooney sem er sá markahæsti í sögu liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Dularfull hola myndaðist á vellinum í Austurríki

Margt gekk á afturfótunum er Austurríki og Danmörk áttust við Ernst Happel-vellinum í Austurríki í Þjóðadeildinni í gærkvöld. Leikurinn frestaðist töluvert vegna rafmagnsleysis á vellinum áður en stór hola myndaðist á vellinum í leikslok.

Fótbolti
Fréttamynd

Arnar Þór: Þurfum að stokka það plan upp á nýtt

Arnar Þór Viðarsson sagði íslenska liðið hafa spilað of neðarlega í fyrri hálfleiknum gegn Albaníu í gær. Hann sagði að áætlanir vegna leiksins gegn San Marinó á fimmtudag hefðu breyst vegna breyttrar stöðu í riðli U-21 árs landsliðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þetta er leikur sem við eigum að vinna“

Arnór Sigurðsson var öflugur í liði Íslands er það gerði 1-1 jafntefli við Albaníu í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli í kvöld. Arnór segir Ísland eiga að gera kröfu á sigur í svona leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Einkunnir Íslands: Engar flugeldasýningar

Ísland náði í annað stigið sitt þegar þeir gerðu jafntefli á móti Albönum fyrr í kvöld á Laugardalsvelli. Leikið var í annarri umferð annars riðils B deildar Þjóðardeildarinnar og enduðu leikar 1-1 í kaflaskiptum leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Aftur glutra Frakkar forystu sinni

Liðin sem léku til úrslita á HM 2018, Frakkland og Króatía, endurtóku leikinn í Þjóðadeildinni í kvöld og gerðu 1-1 jafntefli. Leikið var í Split í Króatíu.

Fótbolti
Fréttamynd

Byrjunarlið Íslands: Bræðraskipti í framlínunni

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, hefur tilkynnt um byrjunarlið Íslands fyrir leik liðsins gegn Albaníu sem hefst klukkan 18:45 á Laugardalsvelli í Þjóðadeildinni. Arnar gerir þrjár breytingar frá 2-2 jafntefli liðsins við Ísrael á fimmtudag.

Fótbolti
Fréttamynd

Neitar ásökunum Haalands: „Ég tala ekki einu sinni norsku“

Erling Braut Haaland, nýjasti leikmaður Manchester City, fór mikinn er Noregur og Svíþjóð tókust á í grannaslag í Þjóðadeildinni í gærkvöld. Haaland skoraði bæði mörk Norðmanna í 2-1 sigri í Stokkhólmi og lét svo Alexander Milosevic, varnarmann Svía, heyra það.

Fótbolti
Fréttamynd

Albanía án sinna helstu framherja í kvöld

Armando Broja, framherji Chelsea á Englandi, sem lék á láni hjá Southampton í vetur mun ekki spila með Albaníu á Laugardalsvelli í kvöld. Broja smitaðist af Covid-19 í aðdraganda leiksins.

Fótbolti