Stórar fréttir fyrir Arnór bárust í upphafi undirbúnings Íslands Aron Guðmundsson skrifar 15. nóvember 2023 08:31 Arnór Ingvi Traustason átti góðan leik á miðjunni fyrir íslenska liðið. Vísir/Hulda Margrét Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason hefur verið með landsliðinu í undirbúningi liðsins í Vín fyrir síðustu tvo leiki sína í undankeppni EM, útileiki gegn Slóvakíu og Portúgal. Arnór sneri aftur á gamlar slóðir í Vín en hann spilaði á sínum tíma með liði Rapid Wien þar í borg og í upphafi landsliðsverkefnisins bárust stórar fréttir úr herbúðum félagsliðs hans, IFK Norrköping. „Ég var hérna 2016 og aðeins 2017. Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem hingað til Vínar síðan þá. Ég viðurkenni það alveg að það var smá skrítið fyrst en einnig gaman. Tíminn hér var svolítið upp og niður, skrautlegur, en ég á góðar minningar héðan. Vín er frábær borg.“ Leikirnir framundan fyrir íslenska landsliðið eru mikilvægir. Ekki bara sökum þess að liðið á enn möguleika, veikan möguleika, á því að tryggja sér 2. sæti riðilsins og EM sæti. Heldur einnig sökum þess að líklegri möguleikinn. EM sæti í gegnum umspil Þjóðadeildar Evrópu er einnig til staðar. Arnór segir íslenska landsliðið nálgast þetta tiltekna verkefni eins og öll önnur. „Þetta eru tveir fótboltaleikir sem þurfa að spilast. Við viljum gera okkar besta í þeim leikjum. Við viljum ná í einhver stig, taka skref fram á við. Fókusinn liggur kannski hér núna en ég get alveg að mesti fókusinn liggur á mars verkefninu. Við þurfum bara að taka skref fram á við. Undirbúa okkur undir mögulegt umspil og taka það með í marsverkefnið.“ Slóvakarnir geta tryggt sér EM-sæti með jafntefli eða sigri gegn Íslandi á fimmtudaginn kemur. Við hvernig leik býstu? „Þetta verður erfiður en skemmtilegur leikur. Þeir geta tryggt sér sæti á EM með hagstæðum úrslitum gegn okkur. Er ekki alltaf gaman að skemma partý? Það væri geggjað að fara þangað og taka þrjú stig.“ Arnór Ingvi spilar með IFK Norrköping í efstu deild Svíþjóðar og í upphafi landsliðsverkefnisins bárust stórar fréttir úr herbúðum liðsins er greint var frá því að þjálfarinn Glen Riddersholm hefði verið látinn fara. „Mig var farið að gruna að þetta yrði lendingin,“ segir Arnór aðspurður hvernig hann hefði frétt af þessum breytingum. „Ég vissi ekkert þannig séð af þessu þegar að þetta kom fyrst út. Tímabilið í heild sinni hjá okkur var kaflaskipt. Við áttum góðan fyrri hluta en svo get ég ekki sett puttann á það hvað fór úrskeiðis hjá okkur á seinni hlutanum. Það virkaði ekkert af því sem við vildum gera. Þjálfarinn fær að líða fyrir það, eins og oft á tíðum er. Þetta er frábær maður, frábær þjálfari og ég óska honum alls hins besta.“ Og þessu tengt hefur íslenski miðillinn Fótbolti.net greint frá því að Arnar Gunnlaugsson, núverandi þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings Reykjavíkur, sé í viðræðum við IFK Norrköping um að verða þjálfari liðsins. Klippa: Er ekki alltaf gaman að skemma partý? Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild karla í fótbolta Sænski boltinn Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fleiri fréttir Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Sjá meira
„Ég var hérna 2016 og aðeins 2017. Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem hingað til Vínar síðan þá. Ég viðurkenni það alveg að það var smá skrítið fyrst en einnig gaman. Tíminn hér var svolítið upp og niður, skrautlegur, en ég á góðar minningar héðan. Vín er frábær borg.“ Leikirnir framundan fyrir íslenska landsliðið eru mikilvægir. Ekki bara sökum þess að liðið á enn möguleika, veikan möguleika, á því að tryggja sér 2. sæti riðilsins og EM sæti. Heldur einnig sökum þess að líklegri möguleikinn. EM sæti í gegnum umspil Þjóðadeildar Evrópu er einnig til staðar. Arnór segir íslenska landsliðið nálgast þetta tiltekna verkefni eins og öll önnur. „Þetta eru tveir fótboltaleikir sem þurfa að spilast. Við viljum gera okkar besta í þeim leikjum. Við viljum ná í einhver stig, taka skref fram á við. Fókusinn liggur kannski hér núna en ég get alveg að mesti fókusinn liggur á mars verkefninu. Við þurfum bara að taka skref fram á við. Undirbúa okkur undir mögulegt umspil og taka það með í marsverkefnið.“ Slóvakarnir geta tryggt sér EM-sæti með jafntefli eða sigri gegn Íslandi á fimmtudaginn kemur. Við hvernig leik býstu? „Þetta verður erfiður en skemmtilegur leikur. Þeir geta tryggt sér sæti á EM með hagstæðum úrslitum gegn okkur. Er ekki alltaf gaman að skemma partý? Það væri geggjað að fara þangað og taka þrjú stig.“ Arnór Ingvi spilar með IFK Norrköping í efstu deild Svíþjóðar og í upphafi landsliðsverkefnisins bárust stórar fréttir úr herbúðum liðsins er greint var frá því að þjálfarinn Glen Riddersholm hefði verið látinn fara. „Mig var farið að gruna að þetta yrði lendingin,“ segir Arnór aðspurður hvernig hann hefði frétt af þessum breytingum. „Ég vissi ekkert þannig séð af þessu þegar að þetta kom fyrst út. Tímabilið í heild sinni hjá okkur var kaflaskipt. Við áttum góðan fyrri hluta en svo get ég ekki sett puttann á það hvað fór úrskeiðis hjá okkur á seinni hlutanum. Það virkaði ekkert af því sem við vildum gera. Þjálfarinn fær að líða fyrir það, eins og oft á tíðum er. Þetta er frábær maður, frábær þjálfari og ég óska honum alls hins besta.“ Og þessu tengt hefur íslenski miðillinn Fótbolti.net greint frá því að Arnar Gunnlaugsson, núverandi þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings Reykjavíkur, sé í viðræðum við IFK Norrköping um að verða þjálfari liðsins. Klippa: Er ekki alltaf gaman að skemma partý?
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild karla í fótbolta Sænski boltinn Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fleiri fréttir Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Sjá meira