Spila íslensku fótboltalandsliðin heimaleiki sína á Tene? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2023 09:32 Sveindís Jane Jónsdóttir og félagar hennar í íslenska landsliðinu gætu þurft að spila heimaleik í febrúar á næsta ári. Samsett/Vilhelm/Getty Íslensku landsliðin í fótboltanum gætu þurft að spila heimaleiki sína yfir vetrarmánuðina utan Íslands. Þetta segir framkvæmdastjóri KSÍ en hún segir jafnframt að mögulega fari leikirnir fram á Tenerife eða annars staðar í Evrópu. Laugardalsvöllurinn er ekki nothæfur yfir vetrarmánuðina og með tilkomu Þjóðadeildarinnar þurfa bæði A-landsliðin okkar að geta spilað heimaleiki sína yfir veturinn. Það er eitthvað sem er ekki hægt í dag eins og staðan er á Þjóðarleikvanginum. „Það var dregið í Þjóðadeild kvenna í vikunni og þar eru tvö lið af fjórum í riðlinum sem halda áfram keppni og myndu þá spila spila í febrúar. Það eru því sæmilegar líkur að við þurfum að spila með A-landslið kvenna í febrúar og þessi völlur, þótt að hann sé fagurgrænn í dag í byrjun maí, þá erum við ekki að spila þar í febrúar,“ sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. „Við erum að skoða velli erlendis en við fáum ekki ákveðin svör frá UEFA strax af því að við vitum ekki við hvern við gætum mögulega verið að spila. Það er mál sem við erum að vinna í rólegheitunum. Við erum að skoða hvaða vellir koma til greina,“ sagði Klara. „Við myndum kannski ekki taka sama völl fyrir A-landslið karla og A-landslið kvenna. Það eru því ýmsir vinklar sem þarf að velta upp,“ sagði Klara. Stefán Árni Pálsson tók viðtalið við Klöru og sagðist hafa heyrt af því að Alicante, Portúgal eða Tenerife komi til greina sem leikstaðir fyrir íslenska landsliðið. „Er það rétt,“ spurði Stefán Árni. „Það er alveg rétt. Þessir staðir eru allir undir. Við erum fyrst og fremst að skoða völl sem hefur reynslu af því að vera með UEFA-leiki. Við vitum þá að þeir hafa alla innviði til staðar. Aðbúnað leikmanna, fjölmiðla, sjónvarpsupptökur og annað slíkt,“ sagði Klara. „Þessi lönd eru undir sem og Færeyjar, Svíþjóð og Danmörk. Ef við erum að fara að spila í febrúar þá myndum við frekar horfa til suður Evrópu. Þetta fer líka allt eftir því hverjir mögulegir mótherjar okkar verða,“ sagði Klara. Knattspyrnusambandið er meðvitað um það að staðir eins og Alicante, Tenerife og Algarve gætu hjálpað landsliðunum okkar að fá inn töluvert af áhorfendum. Það er oft nóg af Íslendingum þar í heimsókn. „Það myndi líka hjálpa okkur að halda leikinn, af því að halda heimaleik erlendis er eitthvað sem við höfum ekki gert mikið af. Það kallar á svolítinn mannafla til að framkvæma leikinn og það væri gott að eiga Íslendinga í bakhöndinni þar,“ sagði Klara. En er einhver möguleiki á því að það verði hægt að spila í janúar, febrúar eða mars á Laugardalsvellinum? „Eins og flestir vita þá er ekki mikill hraði í að sjá hvert það mál stefnir. Við gerum okkur grein fyrir því að það er ekki að fara að leysast á næstu árum og verkefnum landsliðanna, utan þessa sumarglugga, er alltaf að fjölga. Við þurfum að fara að skoða málin til lengri tíma, bæði að leysa þá stöðu sem við erum í núna en líka hvað við ætlum að gera í framtíðinni,“ sagði Klara. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan. Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild UEFA Nýr þjóðarleikvangur Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Fleiri fréttir Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira
Laugardalsvöllurinn er ekki nothæfur yfir vetrarmánuðina og með tilkomu Þjóðadeildarinnar þurfa bæði A-landsliðin okkar að geta spilað heimaleiki sína yfir veturinn. Það er eitthvað sem er ekki hægt í dag eins og staðan er á Þjóðarleikvanginum. „Það var dregið í Þjóðadeild kvenna í vikunni og þar eru tvö lið af fjórum í riðlinum sem halda áfram keppni og myndu þá spila spila í febrúar. Það eru því sæmilegar líkur að við þurfum að spila með A-landslið kvenna í febrúar og þessi völlur, þótt að hann sé fagurgrænn í dag í byrjun maí, þá erum við ekki að spila þar í febrúar,“ sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. „Við erum að skoða velli erlendis en við fáum ekki ákveðin svör frá UEFA strax af því að við vitum ekki við hvern við gætum mögulega verið að spila. Það er mál sem við erum að vinna í rólegheitunum. Við erum að skoða hvaða vellir koma til greina,“ sagði Klara. „Við myndum kannski ekki taka sama völl fyrir A-landslið karla og A-landslið kvenna. Það eru því ýmsir vinklar sem þarf að velta upp,“ sagði Klara. Stefán Árni Pálsson tók viðtalið við Klöru og sagðist hafa heyrt af því að Alicante, Portúgal eða Tenerife komi til greina sem leikstaðir fyrir íslenska landsliðið. „Er það rétt,“ spurði Stefán Árni. „Það er alveg rétt. Þessir staðir eru allir undir. Við erum fyrst og fremst að skoða völl sem hefur reynslu af því að vera með UEFA-leiki. Við vitum þá að þeir hafa alla innviði til staðar. Aðbúnað leikmanna, fjölmiðla, sjónvarpsupptökur og annað slíkt,“ sagði Klara. „Þessi lönd eru undir sem og Færeyjar, Svíþjóð og Danmörk. Ef við erum að fara að spila í febrúar þá myndum við frekar horfa til suður Evrópu. Þetta fer líka allt eftir því hverjir mögulegir mótherjar okkar verða,“ sagði Klara. Knattspyrnusambandið er meðvitað um það að staðir eins og Alicante, Tenerife og Algarve gætu hjálpað landsliðunum okkar að fá inn töluvert af áhorfendum. Það er oft nóg af Íslendingum þar í heimsókn. „Það myndi líka hjálpa okkur að halda leikinn, af því að halda heimaleik erlendis er eitthvað sem við höfum ekki gert mikið af. Það kallar á svolítinn mannafla til að framkvæma leikinn og það væri gott að eiga Íslendinga í bakhöndinni þar,“ sagði Klara. En er einhver möguleiki á því að það verði hægt að spila í janúar, febrúar eða mars á Laugardalsvellinum? „Eins og flestir vita þá er ekki mikill hraði í að sjá hvert það mál stefnir. Við gerum okkur grein fyrir því að það er ekki að fara að leysast á næstu árum og verkefnum landsliðanna, utan þessa sumarglugga, er alltaf að fjölga. Við þurfum að fara að skoða málin til lengri tíma, bæði að leysa þá stöðu sem við erum í núna en líka hvað við ætlum að gera í framtíðinni,“ sagði Klara. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan.
Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild UEFA Nýr þjóðarleikvangur Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Fleiri fréttir Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira