Börn og uppeldi

Fréttamynd

Jól, há­tíð kær­leikar og friðar - eða hvað?

Í lífum margra er einn besti tími ársins að renna í garð, jólin, hátíð kærleika og friðar líkt og okkar ástkæri Laddi sagði í sínu geysivinsæla jólalagi, Snjókorn falla. Það væri auðvitað óskandi ef að upplifun okkar allra á jólunum væri með sama hætti og lýst er hér fyrir ofan en því miður er það ekki þannig, síður en svo.

Skoðun
Fréttamynd

Er snjallsími jóla­gjöf barnsins í ár?

Jólin nálgast, skórinn er kominn út í glugga og jólagjafalisti barnsins tilbúinn. Eftir svartar vikur og daga er nú kominn tími til að hvílast um jólin með snjöllum lausnum sem höfða bæði til barna og foreldra.

Skoðun
Fréttamynd

Fimm barna móðir aldrei séð nokkurt barna sinna jafnveikt

Fimm barna móðir segir ekkert barna sinna nokkurn tímann hafa orðið jafn veikt og tveggja ára dóttir hennar þegar hún smitaðist af RS-veirunni fyrir um viku síðan. Hún segir sorglegt að Ísland sé eftirbátur Evrópuríkja, sem þegar hafa byrjað að nota byltingarkennt mótefni.

Innlent
Fréttamynd

Um 360 nem­endur sem tala 25 tungu­mál

Fellaskóli hlaut nýlega íslensku menntaverðlaunin fyrir verkefnið Draumaskólinn okkar. Verkefnið hófst árið 2020 sem tilraunaverkefni til fimm ára. Árangurinn af verkefninu hefur verið góður. Fleiri börn ná markmiðum um læsi en áður og fjöldi þeirra sem eru í tónlistarnámi hefur margfaldast.

Innlent
Fréttamynd

Komin út í skurð

Það er alltaf að verða skýrara að ,,hinsegin réttindabarátta" er algjörlega komin út í skurð.

Skoðun
Fréttamynd

Erfitt að skikka fólk til að vera til­lits­samt

Máni Pétursson eigandi og stofnandi Paxal umboðsskrifstofu vonar að gestir á Iceguys-tónleikunum í dag taki tillit til annarra gesta og fari til hliðar, ætli það að vera með börn sín á háhesti. Í dag fara fram þrennir tónleikar í Laugardalshöll með hljómsveitinni vinsælu, þar af tvennir fjölskyldutónleikar. Paxal sér um skipuleggja tónleikana. 

Lífið
Fréttamynd

Börn og for­eldrar að bugast vegna jólaviðburða

Þriggja barna móðir segir álagið í desember verða sífellt meira fyrir börn og foreldra. Hún segir streituna óbærilega og hvetur yfirmenn skóla og frístundasviða til að beina tilmælum til skipuleggjenda tómstunda um að dreifa úr viðburðum og færa þá fram í janúar og febrúar og skapa þannig rólegri hefðir í desember.

Lífið
Fréttamynd

For­varnir og fyrir­myndir er á á­byrgð okkar allra

Ég má til með að skrifa þennan pistil, hreinlega miður mín að nú berast fréttir nánast daglega frá hræðilega sorglegum atburðum þar sem fólk er beitt hrottalegu ofbeldi, það lætur lífið í átökum og mannleg samskipti eru engan vegin ekki í lagi.

Skoðun
Fréttamynd

Hundruð sækja um að­stoð í að­draganda jóla

Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, segir jólin erfið mörgum fjölskyldum. Í fyrra hafi samtökin aðstoðað um 1.700 fjölskyldur. Hún segist ekki eiga von á fjölgun í ár en það komi í ljós eftir jól. Fjöldinn geti verið svipaður. Hún segir Íslendinga sem leiti til þeirra oft þá sömu ár eftir ár en að hópur útlendinga taki breytingum. Á morgun byrja samtökin að úthluta jólagjöfum til fjölskyldna sem hafa sótt um til þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Tíma­skekkja í vel­ferðarríki

Að starfa sem sálfræðingur eru í mínum huga mikil forréttindi. Í þeim störfum sinni ég börnum og foreldrum þeirra þar sem markmiðið er finna árangursríkar lausnir við þeim vanda sem um ræðir. Það er mér því afar dýrmætt að sjá skjólstæðinga ná góðum tökum á vanda sínum því lausnin þarf ekki í öllum tilfellum að vera flókin, sérstaklega ef viðkomandi er gripinn nógu snemma.

Skoðun
Fréttamynd

Meiri­hluti barna á Ís­landi hefur heyrt um Barnasáttmálann

Meirihluti barna á Íslandi hefur heyrt um Barnasáttmálann en vita ekki öll að réttindin eiga við um þau. Með markvissri fræðslu landsnefndar UNICEF hefur hlutfallið aukist úr 53 prósentum í 81 prósent, meðal barna í Réttindaskóla þeirra, sem þekkja rétt sinn. 

Innlent
Fréttamynd

Fá engin svör og í­huga réttar­stöðu sína

Foreldrar barna á Leikskóla Seltjarnarness íhuga réttarstöðu sína vegna útfærslu verkfalls kennara á fáum útvöldum leikskólum. Foreldrar séu í mikilli óvissu varðandi hvað taki við eftir áramót og hafa sent fyrirspurnir á Kennarasambandið en engin svör fengið. 

Innlent
Fréttamynd

Er lausnin í leik­skóla­málum að grafa undan at­vinnu­þátt­töku og jafn­rétti?

Talsverð þróun hefur átt sér stað í leikskólamálum á landsvísu undanfarin misseri. Svo virðist sem að með hverjum deginum kynni fleiri sveitarfélög breyttar áherslur í starfsemi leikskóla sinna en rauði þráðurinn í öllum þessum breytingum er sá sami. Aukning í gjaldtöku, skertur vistunartími og takmörkun á þjónustu sem viðbrögð við mönnunarvanda.

Skoðun
Fréttamynd

„Maður er ein­hvern veginn í spennufalli“

Móðir tæplega þriggja ára stúlku á leikskólanum Drafnarsteini segir dóttur sína hafa mætt alsæla aftur í leikskólann í morgun eftir fimm vikna verkfall kennara. Hún vonar að setið sé við samningaborðið dag og nótt til að samningar náist áður en verkfallsaðgerðir hefjast á ný.

Innlent
Fréttamynd

Í skýjunum með sigurinn og stefnir á út­gáfu í vor

Jónas Björn Sævarsson fór með sigur af hólmi í tónlistarkeppninni Rímnaflæði sem fór fram í síðustu viku. Jónas, eða Jonni eins og hann er kallaður, segir það mikinn heiður að hafa unnið keppnina. Hann stefnir á útgáfu með hljómsveitinni sinni, Þrívídd, í vor.

Lífið
Fréttamynd

Lög­festum félags­miðstöðvar

Við sem höfum starfað í félagsmiðstöðvum vitum hvað þær geta umbreytt lífi ungs fólks og einnig þeirra sem fá tækifæri til að starfa með unga fólkinu í því uppbyggilega umhverfi sem félagsmiðstöðvar eru.

Skoðun
Fréttamynd

Ungum Áströlum bannað að nota sam­félags­miðla

Áströlsk börn yngri en sextán ára mega brátt ekki nota samfélagsmiðla eftir að umdeilt frumvarp ríkisstjórnar landsins varð að lögum í gær. Bannið nýtur almenns stuðnings en samfélagsmiðlafyrirtæki og nokkur samtök sem berjast fyrir réttindum barna eru á móti.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Alls 70 prósent grunn­skóla í Reykja­vík símalausir

Alls eru 26 skólar í Reykjavík símalausir, eða alls 70 prósent þeirra. Tólf skólar eru það ekki, eða 30 prósent. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks sem lagt var fyrir fund skóla- og frístundaráðs í borginni. Skóla- og frístundasvið sendi spurningalista til allra skólastjóra borgarinnar um málið. 

Innlent
Fréttamynd

Róluvallaráðherra

Börn læra snemma að betra er að vera stór en lítill, að með stærð fylgja áhrif og völd. Við tölum um stórkostleg afrek, smálegan árangur, barnalega hegðun og sandkassaleik.

Skoðun