Börn og uppeldi Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Útitónleikar bæjarhátíðar Mosfellsbæjar hafa verið færðir yfir á sunnudag, einhverjum bæjarbúum til ama. Verkefnastjóri segir núllstillingu mikilvæga eftir erfiða atburði í kringum hátíð síðasta árs. Innlent 19.8.2025 21:01 Þúsundir barna bætast við umferðina Haustin eru tími eftirvæntingar og nýs upphafs. Brátt hefja skólarnir göngu sína og göturnar fyllast af léttfættum skólabörnum með litla bakpoka. Þúsundir barna fara nú daglega út í umferðina – ýmist gangandi, hjólandi eða í bíl. Skoðun 19.8.2025 08:00 „Það er hetja á Múlaborg“ Faðir barns á leikskólanum Múlaborg er sleginn vegna meints kynferðisbrots gegn barni í skólanum. Hann gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir seinagang í upplýsingagjöf og biður fjölmiðla um að vanda sig í umfjöllun um málið. Samkvæmt heimildum fréttastofu var starfsmaðurinn sem grunaður er um kynferðisbrotið undir sérstöku eftirliti í skólanum á síðasta ári vegna hegðunar sinnar. Innlent 18.8.2025 20:45 Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Menningarnótt verður með breyttu sniði í ár í kjölfar þess að stúlka var myrt á hátíðinni á síðasta ári. Dagskrá Menningarnætur lýkur klukkutíma fyrr en fyrir ári og þá verður aukið við gæslu lögreglu og fleiri fulltrúar frístundamiðstöðva verða á svæðinu. Innlent 18.8.2025 13:38 Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Foreldrar barna, sem eru nemendur á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík, hafa verið boðaðir á fund í skrifstofum borgarinnar í Borgartúni á morgun. Innlent 16.8.2025 15:44 Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín af yfirvegun um kynferðisbrot og útskýri fyrir ungum börnum hvað megi og hvað ekki. Hún skilur vel að foreldrum sé brugðið yfir fregnum af því að starfsmaður leikskóla sé grunaður um kynferðisbrot gegn barni. Innlent 15.8.2025 18:45 Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Barn, sem varð fyrir meintu kynferðisbroti af hendi starfsmanns á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík, greindi foreldrum sínum sjálft frá atvikinu. Til rannsóknar er hvort brotið hafi verið á fleiri börnum. Innlent 15.8.2025 13:25 Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Á þessum tíma ársins má segja að yfir standi sannkölluð fótboltaveisla. Skoðun 13.8.2025 18:01 Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ „Langflestar fjölskyldur sem eru stofnaðar í dag eru samsettar fjölskyldur, þar sem eru börn frá ólíkum framleiðendum. Í mörgum tilfellum gengur þetta vel en því miður eru alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel.“ Lífið 13.8.2025 11:00 Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Hinn ellefu ára Hafþór Freyr Jóhannsson kastaði sér í sjóinn þegar tveggja ára systir hans, Snæbjörg Lóa, féll af bryggju í Neskaupstað um verslunarmannahelgina. Hafþór bjargaði þannig systur sinni frá drukknun en hann hafði nýlega sótt skyndihjálparnámskeið, sem skipti sköpum. Innlent 12.8.2025 13:18 B sé ekki best Foreldri grunnskólabarna segir einkunnakerfi byggt á bókstöfum draga úr hvata nemenda til að gera betur og sé skalinn of víður. Hann segir kennara viðurkenna að kerfið veiti þeim ekki nægar upplýsingar til að sinna starfi sínu og gagnrýnir harðlega „yfirborðskennda“ aðgerðaáætlun menntamálaráðuneytisins. Innlent 12.8.2025 11:25 Nám í skugga óöryggis Hún er ósýnileg en þung þögnin sem verður eftir þegar loforð breytast í tómar orðarunur og röddin sem þú þráðir að heyra hljóðnar. Fyrir barn er hún eins og lag utanum hjartað, verður óskrifuð kennslubók í því að treysta ekki of mikið. Dag eftir dag lætur hún þig hugsa „Er ég nóg?“ Skoðun 12.8.2025 08:02 Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Sérfræðingur í ytra mati segir metnaðarleysi og meðvirkni ríkja hjá skólastjórnendum hér á landi. Kostnaður vegna ytra mats hefur gjörminnkað á síðustu árum. Hann segir að börn fái ekki þá þjónustu sem þeim er ætlað í skólum, sem séu reknir með hag stjórnenda í fyrirrúmi. Innlent 7.8.2025 09:31 Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Flest okkar eru sammála um að við viljum börnunum okkar allt það besta, að þeim líði vel og vegni vel í lífinu. Við viljum veita þeim gott uppeldi, öruggt umhverfi og tækifæri til að blómstra. Við höfum áhyggjur af vanlíðan, erfiðri hegðun, auknu ofbeldi meðal ungmenna og félagslegri einangrun. Við viljum grípa inn í, bregðast við, bjóða úrræði og stuðning. En við megum ekki gleyma því sem leggur grunn að farsæld barna, foreldrum þeirra. Skoðun 4.8.2025 14:01 Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Rannsókn sem var upprunalega meistaraverkefni Kristínar Rós Sigurðardóttir endaði sem grein í virta tímaritinu Lancet. Niðurstöður rannsóknarinnar, sem fjallar um einhverf börn og börn með ADHD og, eru einstakar á heimsvísu vegna nákvæmni þeirra. Innlent 3.8.2025 10:02 Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Fannar Máni Halldórsson, sem er níu ára strákur í Innri Njarðvík í Reykjanesbæ deyr ekki ráðalaus því hann hefur komið sér upp sölubás við heimili fjölskyldunnar þar sem hann selur nýsteiktar kleinur, Muffins og skúffukökur. Íbúar fagna framtakinu og hrósa Fannari fyrir framtakið en hann er að safna sér peningum til að komast á Ferrari bílasýningu á Ítalíu. Innlent 31.7.2025 20:03 Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans „Þetta var auðvitað rosalega mikil truflun, partí og mikil læti. Þess vegna ætlum við ekki að gera þetta aftur. En í raun og veru voru engin vandræði, engin slagsmál og ekki neitt.” Þessi orð lét eigandi tjaldsvæðisins að Hraunborgum falla í samtali við blaðamann Vísis í kjölfar árlegrar útilegu nemenda við Verzlunarskóla Íslands, sem haldin var á svæðinu. Skoðun 29.7.2025 22:01 Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna „Það kom mér á óvart þegar ég fór að grúska í þessum vísindum hvað við erum stutt á veg komin. Rannsóknirnar eru svolítið yfirborðskenndar í rauninni, þannig að við höfum eiginlega ekki hugmynd um hvað þetta gerir við heilann.“ Innlent 29.7.2025 11:07 Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Stjórnvöld í Kína munu á næsta ári greiða fjölskyldum 60 þúsund krónur á ári fyrir hvert barn undir þriggja ára aldri. Greiðslurnar verða undanþegnar skatti og telja ekki þegar kemur að útreikningi annarra bóta. Erlent 29.7.2025 10:13 Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Jafningjafræðari segir grunnskólabörn einangra sig meira og að því fylgi mörg vandamál. Foreldrar þurfi að leggja frá sér símann og reyna að eiga í dýpra samtali við börnin sín. Innlent 27.7.2025 23:29 „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Ingveldur Bachmann Ægisdóttir hefur eytt níu árum í að berjast fyrir dóttur sína innan heilbrigðis- og velferðarkerfis sem oft virðist hvorki vilja hlusta né skilja. Lovísa Lind fæddist með sjaldgæfan litningagalla en um er að ræða eina tilfellið sem greinst hefur hér á landi. Lífið 26.7.2025 07:32 Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Barnakór Hallgrímskirkju verður stofnaður í haust undir stjórn Fjólu Kristínar Nikulásdóttur. Kórinn er ætlaður börnum í þriðja til fimmta bekk og tekur þátt í helgihaldi kirkjunnar tvisvar á önn og heldur einnig sína eigin tónleika. Menning 24.7.2025 11:59 Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Starfsfólk kvennadeildar Landspítalans kannast ekki við frásagnir þess efnis að uppi sé ástand á deildinni vegna yfirgangs hóps manna sem líti niður á konur. Innlent 22.7.2025 22:30 Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Garðabær og Jónsvegur ehf. hafa undirritað viljayfirlýsingu um að stofnaður verði nýr sérhæfður grunnskóli í sveitarfélaginu fyrir einhverf börn. Fyrstu börnin ættu að hefja nám haustið 2026. Innlent 21.7.2025 15:56 Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi „Ég trúi því að það séu ekki neinar tilviljanir í þessu lífi, og það er ástæða fyrir því að þessa unga dama er hérna hjá okkur en ekki einhvers staðar annars staðar. Hún valdi það sjálf,“ segir Hákon Örn Hafþórsson, faðir hinnar níu mánaða gömlu Ídu Máneyjar. Hún er yngsti einstaklingurinn með Downs heilkenni hér á landi. Lífið 19.7.2025 08:02 Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Tilraunaverkefni hjá ÍR býður börnum með skerta hreyfigetu upp á tækifæri til að prófa ýmsa leiki sem þau hafa kannski aldrei tekið þátt í. Verkefnastjóri segir of fá úrræði fyrir börn með hreyfihömlun á sumrin sem sitji of oft á hakanum á meðan önnur börn sækja námskeiði. Innlent 18.7.2025 22:31 Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Doktor í sálfræði segir aukningu í svefnvanda meðal ungs fólks hér á landi. Til að mynda nái minna en helmingur framhaldsskólanema ráðlögðum svefni. Skjánotkun spili þar inn í og sé vandamál hjá ungum sem öldnum. Tónlistarmaðurinn Mugison lýsir í leið gjörbreytingu á líðan sinni eftir að hann skildi símann eftir utan svefnherbergisins. Lífið 18.7.2025 11:02 Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina, dagana 31. júlí til 3. ágúst. Þetta árlega íþrótta- og fjölskylduhátíðarmót sem er ætlað börnum og ungmennum á aldrinum 11–18 ára, sameinar íþróttir, sköpun, útivist og menningu í einstöku umhverfi hér á Austurlandi. Mótið er ekki aðeins keppni heldur einnig vettvangur til að mynda vináttu, efla sjálfstraust og skapa ógleymanlegar minningar fyrir utan forvarnagildi þess. Skoðun 17.7.2025 10:03 Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Þriggja ára barn fór í gær af leikskólanum Urriðabóli í Garðabæ og gekk inn í Bónus í Kauptúni. Þar var hringt á lögreglu eftir að nágranni barnsins varð þess var og lét bæði móður og lögreglu vita. Starfsfólk leikskólans vissi ekki að barnið væri týnt þegar lögregla ræddi við þau. Leikskólastjóri harmar atvikið og segist hafa farið yfir verklag með starfsfólki í morgun. Innlent 15.7.2025 11:03 „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir hefndarhegðun vaxandi ógn og hættulegan vítahring. Skaðleg hegðun ungmenna hafi aukist. Það þurfi að auka forvarnir og bregðast við fyrr. Slæmar hugmyndir og hegðun dreifist hratt á samfélagsmiðlum en það sé hægt að nota þá líka til að dreifa góðum hugmyndum hratt. Innlent 15.7.2025 09:05 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 100 ›
Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Útitónleikar bæjarhátíðar Mosfellsbæjar hafa verið færðir yfir á sunnudag, einhverjum bæjarbúum til ama. Verkefnastjóri segir núllstillingu mikilvæga eftir erfiða atburði í kringum hátíð síðasta árs. Innlent 19.8.2025 21:01
Þúsundir barna bætast við umferðina Haustin eru tími eftirvæntingar og nýs upphafs. Brátt hefja skólarnir göngu sína og göturnar fyllast af léttfættum skólabörnum með litla bakpoka. Þúsundir barna fara nú daglega út í umferðina – ýmist gangandi, hjólandi eða í bíl. Skoðun 19.8.2025 08:00
„Það er hetja á Múlaborg“ Faðir barns á leikskólanum Múlaborg er sleginn vegna meints kynferðisbrots gegn barni í skólanum. Hann gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir seinagang í upplýsingagjöf og biður fjölmiðla um að vanda sig í umfjöllun um málið. Samkvæmt heimildum fréttastofu var starfsmaðurinn sem grunaður er um kynferðisbrotið undir sérstöku eftirliti í skólanum á síðasta ári vegna hegðunar sinnar. Innlent 18.8.2025 20:45
Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Menningarnótt verður með breyttu sniði í ár í kjölfar þess að stúlka var myrt á hátíðinni á síðasta ári. Dagskrá Menningarnætur lýkur klukkutíma fyrr en fyrir ári og þá verður aukið við gæslu lögreglu og fleiri fulltrúar frístundamiðstöðva verða á svæðinu. Innlent 18.8.2025 13:38
Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Foreldrar barna, sem eru nemendur á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík, hafa verið boðaðir á fund í skrifstofum borgarinnar í Borgartúni á morgun. Innlent 16.8.2025 15:44
Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín af yfirvegun um kynferðisbrot og útskýri fyrir ungum börnum hvað megi og hvað ekki. Hún skilur vel að foreldrum sé brugðið yfir fregnum af því að starfsmaður leikskóla sé grunaður um kynferðisbrot gegn barni. Innlent 15.8.2025 18:45
Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Barn, sem varð fyrir meintu kynferðisbroti af hendi starfsmanns á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík, greindi foreldrum sínum sjálft frá atvikinu. Til rannsóknar er hvort brotið hafi verið á fleiri börnum. Innlent 15.8.2025 13:25
Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Á þessum tíma ársins má segja að yfir standi sannkölluð fótboltaveisla. Skoðun 13.8.2025 18:01
Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ „Langflestar fjölskyldur sem eru stofnaðar í dag eru samsettar fjölskyldur, þar sem eru börn frá ólíkum framleiðendum. Í mörgum tilfellum gengur þetta vel en því miður eru alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel.“ Lífið 13.8.2025 11:00
Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Hinn ellefu ára Hafþór Freyr Jóhannsson kastaði sér í sjóinn þegar tveggja ára systir hans, Snæbjörg Lóa, féll af bryggju í Neskaupstað um verslunarmannahelgina. Hafþór bjargaði þannig systur sinni frá drukknun en hann hafði nýlega sótt skyndihjálparnámskeið, sem skipti sköpum. Innlent 12.8.2025 13:18
B sé ekki best Foreldri grunnskólabarna segir einkunnakerfi byggt á bókstöfum draga úr hvata nemenda til að gera betur og sé skalinn of víður. Hann segir kennara viðurkenna að kerfið veiti þeim ekki nægar upplýsingar til að sinna starfi sínu og gagnrýnir harðlega „yfirborðskennda“ aðgerðaáætlun menntamálaráðuneytisins. Innlent 12.8.2025 11:25
Nám í skugga óöryggis Hún er ósýnileg en þung þögnin sem verður eftir þegar loforð breytast í tómar orðarunur og röddin sem þú þráðir að heyra hljóðnar. Fyrir barn er hún eins og lag utanum hjartað, verður óskrifuð kennslubók í því að treysta ekki of mikið. Dag eftir dag lætur hún þig hugsa „Er ég nóg?“ Skoðun 12.8.2025 08:02
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Sérfræðingur í ytra mati segir metnaðarleysi og meðvirkni ríkja hjá skólastjórnendum hér á landi. Kostnaður vegna ytra mats hefur gjörminnkað á síðustu árum. Hann segir að börn fái ekki þá þjónustu sem þeim er ætlað í skólum, sem séu reknir með hag stjórnenda í fyrirrúmi. Innlent 7.8.2025 09:31
Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Flest okkar eru sammála um að við viljum börnunum okkar allt það besta, að þeim líði vel og vegni vel í lífinu. Við viljum veita þeim gott uppeldi, öruggt umhverfi og tækifæri til að blómstra. Við höfum áhyggjur af vanlíðan, erfiðri hegðun, auknu ofbeldi meðal ungmenna og félagslegri einangrun. Við viljum grípa inn í, bregðast við, bjóða úrræði og stuðning. En við megum ekki gleyma því sem leggur grunn að farsæld barna, foreldrum þeirra. Skoðun 4.8.2025 14:01
Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Rannsókn sem var upprunalega meistaraverkefni Kristínar Rós Sigurðardóttir endaði sem grein í virta tímaritinu Lancet. Niðurstöður rannsóknarinnar, sem fjallar um einhverf börn og börn með ADHD og, eru einstakar á heimsvísu vegna nákvæmni þeirra. Innlent 3.8.2025 10:02
Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Fannar Máni Halldórsson, sem er níu ára strákur í Innri Njarðvík í Reykjanesbæ deyr ekki ráðalaus því hann hefur komið sér upp sölubás við heimili fjölskyldunnar þar sem hann selur nýsteiktar kleinur, Muffins og skúffukökur. Íbúar fagna framtakinu og hrósa Fannari fyrir framtakið en hann er að safna sér peningum til að komast á Ferrari bílasýningu á Ítalíu. Innlent 31.7.2025 20:03
Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans „Þetta var auðvitað rosalega mikil truflun, partí og mikil læti. Þess vegna ætlum við ekki að gera þetta aftur. En í raun og veru voru engin vandræði, engin slagsmál og ekki neitt.” Þessi orð lét eigandi tjaldsvæðisins að Hraunborgum falla í samtali við blaðamann Vísis í kjölfar árlegrar útilegu nemenda við Verzlunarskóla Íslands, sem haldin var á svæðinu. Skoðun 29.7.2025 22:01
Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna „Það kom mér á óvart þegar ég fór að grúska í þessum vísindum hvað við erum stutt á veg komin. Rannsóknirnar eru svolítið yfirborðskenndar í rauninni, þannig að við höfum eiginlega ekki hugmynd um hvað þetta gerir við heilann.“ Innlent 29.7.2025 11:07
Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Stjórnvöld í Kína munu á næsta ári greiða fjölskyldum 60 þúsund krónur á ári fyrir hvert barn undir þriggja ára aldri. Greiðslurnar verða undanþegnar skatti og telja ekki þegar kemur að útreikningi annarra bóta. Erlent 29.7.2025 10:13
Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Jafningjafræðari segir grunnskólabörn einangra sig meira og að því fylgi mörg vandamál. Foreldrar þurfi að leggja frá sér símann og reyna að eiga í dýpra samtali við börnin sín. Innlent 27.7.2025 23:29
„Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Ingveldur Bachmann Ægisdóttir hefur eytt níu árum í að berjast fyrir dóttur sína innan heilbrigðis- og velferðarkerfis sem oft virðist hvorki vilja hlusta né skilja. Lovísa Lind fæddist með sjaldgæfan litningagalla en um er að ræða eina tilfellið sem greinst hefur hér á landi. Lífið 26.7.2025 07:32
Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Barnakór Hallgrímskirkju verður stofnaður í haust undir stjórn Fjólu Kristínar Nikulásdóttur. Kórinn er ætlaður börnum í þriðja til fimmta bekk og tekur þátt í helgihaldi kirkjunnar tvisvar á önn og heldur einnig sína eigin tónleika. Menning 24.7.2025 11:59
Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Starfsfólk kvennadeildar Landspítalans kannast ekki við frásagnir þess efnis að uppi sé ástand á deildinni vegna yfirgangs hóps manna sem líti niður á konur. Innlent 22.7.2025 22:30
Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Garðabær og Jónsvegur ehf. hafa undirritað viljayfirlýsingu um að stofnaður verði nýr sérhæfður grunnskóli í sveitarfélaginu fyrir einhverf börn. Fyrstu börnin ættu að hefja nám haustið 2026. Innlent 21.7.2025 15:56
Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi „Ég trúi því að það séu ekki neinar tilviljanir í þessu lífi, og það er ástæða fyrir því að þessa unga dama er hérna hjá okkur en ekki einhvers staðar annars staðar. Hún valdi það sjálf,“ segir Hákon Örn Hafþórsson, faðir hinnar níu mánaða gömlu Ídu Máneyjar. Hún er yngsti einstaklingurinn með Downs heilkenni hér á landi. Lífið 19.7.2025 08:02
Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Tilraunaverkefni hjá ÍR býður börnum með skerta hreyfigetu upp á tækifæri til að prófa ýmsa leiki sem þau hafa kannski aldrei tekið þátt í. Verkefnastjóri segir of fá úrræði fyrir börn með hreyfihömlun á sumrin sem sitji of oft á hakanum á meðan önnur börn sækja námskeiði. Innlent 18.7.2025 22:31
Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Doktor í sálfræði segir aukningu í svefnvanda meðal ungs fólks hér á landi. Til að mynda nái minna en helmingur framhaldsskólanema ráðlögðum svefni. Skjánotkun spili þar inn í og sé vandamál hjá ungum sem öldnum. Tónlistarmaðurinn Mugison lýsir í leið gjörbreytingu á líðan sinni eftir að hann skildi símann eftir utan svefnherbergisins. Lífið 18.7.2025 11:02
Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina, dagana 31. júlí til 3. ágúst. Þetta árlega íþrótta- og fjölskylduhátíðarmót sem er ætlað börnum og ungmennum á aldrinum 11–18 ára, sameinar íþróttir, sköpun, útivist og menningu í einstöku umhverfi hér á Austurlandi. Mótið er ekki aðeins keppni heldur einnig vettvangur til að mynda vináttu, efla sjálfstraust og skapa ógleymanlegar minningar fyrir utan forvarnagildi þess. Skoðun 17.7.2025 10:03
Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Þriggja ára barn fór í gær af leikskólanum Urriðabóli í Garðabæ og gekk inn í Bónus í Kauptúni. Þar var hringt á lögreglu eftir að nágranni barnsins varð þess var og lét bæði móður og lögreglu vita. Starfsfólk leikskólans vissi ekki að barnið væri týnt þegar lögregla ræddi við þau. Leikskólastjóri harmar atvikið og segist hafa farið yfir verklag með starfsfólki í morgun. Innlent 15.7.2025 11:03
„Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir hefndarhegðun vaxandi ógn og hættulegan vítahring. Skaðleg hegðun ungmenna hafi aukist. Það þurfi að auka forvarnir og bregðast við fyrr. Slæmar hugmyndir og hegðun dreifist hratt á samfélagsmiðlum en það sé hægt að nota þá líka til að dreifa góðum hugmyndum hratt. Innlent 15.7.2025 09:05