Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Åge Hareide, fyrrverandi landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta lést í gær, 72 ára að aldri, eftir snarpa baráttu við krabbamein. Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ syrgir góðan félaga sem átti magnaðan þjálfaraferil en var fyrst og fremst góð manneskja. Fótbolti 19.12.2025 14:46
Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Fyrrverandi NASCAR-ökumaðurinn Greg Biffle og fjölskylda hans voru meðal sjö manns sem létust í flugslysi í Statesville í Norður-Karólínu í gær. Sport 19.12.2025 13:03
„Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Norska fótboltafjölskyldan syrgir góðan mann og missirinn er mikill fyrir þá sem þekktu einn öflugasta þjálfarann í sögu Norðurlanda. Fótbolti 19.12.2025 08:02
Höfundur Kaupalkabókanna látinn Hin breska Sophie Kinsella, höfundur hinna vinsælu Shopaholic-bóka, er látin, 55 ára að aldri. Lífið 10. desember 2025 13:12
Elsti Íslendingurinn er látinn Þórhildur Magnúsdóttir, sem bar titilinn elsti Íslendingurinn í þrjú ár, lést á laugardaginn 107 ára gömul. Hún hefði orðið árinu eldri þann 22. desember. Innlent 8. desember 2025 15:25
Fyrrum eigandi Liverpool látinn Bandaríski fjárfestirinn Tom Hicks, fyrrum eigandi Liverpool á Englandi, er látinn 79 ára að aldri. Enski boltinn 7. desember 2025 11:21
Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Frank Gehry, einn áhrifamesti arkitekt sögunnar, er látinn, 96 ára að aldri. Gehry hannaði byggingar á borð við Guggenheim-safnið í Bilbaó, Dansandi húsið í Prag og Louis Vuitton-listasafnið í París. Tíska og hönnun 6. desember 2025 13:45
Mortal Kombat-stjarna látin Japansk-bandaríski leikarinn Cary-Hiroyuki Tagawa, sem þekktastur er fyrir hlutverk sín í Mortal Kombat-myndunum og James Bond-myndinni Licence to Kill, er látinn. Hann varð 75 ára. Lífið 5. desember 2025 07:43
Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Tom Stoppard, eitt þekktasta leikskáld Bretlands, er látinn 88 ára að aldri. Stoppard vann til bæði Óskarsverðlauna og Golden Globe fyrir handrit kvikmyndarinnar Shakespeare In Love. Erlent 29. nóvember 2025 23:46
Dáður en umdeildur kylfingur látinn Bandaríski kylfingurinn Fuzzy Zoeller, sem tvívegis fagnaði sigri á risamóti í golfi, er látinn, 74 ára að aldri. Rasísk ummæli hans varðandi Tiger Woods vörpuðu skugga á glæstan feril. Golf 28. nóvember 2025 14:03
Kristján Guðmundsson látinn Kristján Guðmundsson myndlistarmaður er látinn, 84 ára að aldri. Hann var sjálflærður myndlistarmaður og einn stofnenda Gallerí SÚM. Hópurinn að baki SÚM olli straumhvörfum í íslenskri myndlistarsenu á sjöunda áratugnum. Lífið 24. nóvember 2025 23:43
Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Jill Freud, sem túlkaði hlutverk ráðskonu í breska forsætisráðuneytinu í kvikmyndinni Love Actually, lést 98 ára að aldri. Hún var einnig innblástur persónunnar Lucy í bókaröðinni um ævintýralandið Narníu. Lífið 24. nóvember 2025 17:43
Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Jamaíska reggígoðsögnin Jimmy Cliff, sem átti stóran þátt í að breiða út reggí til heimsbyggðarinnar, er látinn 81 árs að aldri. Tónlist 24. nóvember 2025 14:15
Udo Kier er látinn Þýski leikarinn Udo Kier, sem lék í meira en 200 kvikmyndum á ferli sínum, er látinn, 81 árs að aldri. Kier var þekktur fyrir stingandi augnaráð sitt og lék gjarnan sérstæða karaktera eða illmenni. Bíó og sjónvarp 24. nóvember 2025 12:02
„Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Kanadíski leikarinn Spencer Lofranco er látinn, 33 ára að aldri. Lofranco var þekktastur fyrir að leika son John Travolta í kvikmyndinni Gotti. Hann lést 18. nóvember í Bresku Kólumbíu í Kanada. Dánarorsök liggur ekki fyrir og er andlát hans til rannsóknar samkvæmt erlendum miðlum. Lífið 20. nóvember 2025 23:17
Magnús Guðmundsson er látinn Magnús Elías Guðmundsson, blaða- og kvikmyndagerðarmaður, er látinn 71 árs að aldri eftir erfið veikindi síðustu ár. Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í dag. Innlent 20. nóvember 2025 10:40
Gulli Reynis látinn Tónlistarmaðurinn Gunnlaugur Reynisson, eða Gulli Reynis, er fallinn frá. Eiginkona hans, Erla Björk Hauksdóttir, tilkynnti um andlát hans í dag. Innlent 19. nóvember 2025 22:58
Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tvíburasysturnar Alice og Ellen Kessler, sem urðu heimsfrægir dansarar á sjötta og sjöunda áratugnum, eru látnar, 89 ára að aldri. Þær tóku sameiginlega ákvörðun um að þiggja dánaraðstoð. Lífið 18. nóvember 2025 11:05
Helgi Pétursson er látinn Helgi Pétursson, tónlistarmaður, fjölmiðlamaður, fyrrverandi borgarfulltrúi og baráttumaður fyrir málefnum eldri borgara, er látinn, 76 ára að aldri. Innlent 14. nóvember 2025 06:27
Þorleifur Kamban er látinn Þorleifur Kamban Þrastarson, hönnuður og listamaður, er látinn, 43 ára að aldri. Innlent 12. nóvember 2025 13:37
Leikkonan Sally Kirkland er látin Bandaríska leikkonan Sally Kirkland, sem vann til Golden Globe-verðlauna fyrir hlutverk sitt í myndinni Anna frá árinu 1987, er látin. Hún varð 84 ára gömul. Lífið 11. nóvember 2025 14:29
NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin NBA-deildin í körfubolta hefur misst eina af goðsögnum sínum. Lenny Wilkens lést í gær 88 ára að aldri en hann var tekinn inn í heiðurshöll körfuboltans bæði sem leikmaður og þjálfari. Körfubolti 10. nóvember 2025 08:25
Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn James Dewey Watson, einn uppgötvenda tvöfaldrar gormbyggingar DNA og Nóbelsverðlaunahafi, er látinn, 97 ára að aldri. Rannsóknir hans á sviði erfðafræði og læknisfræði voru byltingarkenndar og langur ferill hans hafði djúpstæð áhrif á vísindin. Erlent 8. nóvember 2025 09:59
Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Nýsjálenski kvikmyndaleikstjórinn Lee Tamahori er látinn, 75 ára að aldri. Hann leikstýrði meðal annars James Bond-myndinni Die Another Day sem gerðist meðal annars á Íslandi. Lífið 7. nóvember 2025 11:30