Landbúnaður

Fréttamynd

Spinnur garn af rokki eins og land­náms­konurnar gerðu

Marianne Guckelsberger í Hveragerði gerir mikið af því að spinna úr íslenskri ull og búa þannig til band en þá spinnir hún garn af rokki, eins og landnámskonurnar gerðu til að klæða fólkið sitt, enda var ullin það sé hélt lífi í fólkinu. Víkingar kunnu hins vegar ekki að prjóna.

Innlent
Fréttamynd

Fá meira fyrir ullina en kjötið af fé sínu

Ullarviku Suðurlands lýkur formlega í dag með ullarmarkaði í félagsheimilinu í Þingborg í Flóahreppi. Vikan hefur tekið einstaklega vel þar sem áhugafólk um íslenska ull hefur fræðst um góðan eiginleika hennar við ýmiskonar handverk. Margir sauðfjárbændur fá nú meira fyrir ullina en kjötið af fé sínu.

Innlent
Fréttamynd

Kanna sameiningu NTÍ og Bjargráðasjóðs

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur farið þess á leit við stjórn Bjargráðasjóðs að hún kanni möguleikann á því að sameinast Náttúruhamfaratryggingum Íslands, NTÍ.

Innlent
Fréttamynd

Tugmilljóna tjón á ótryggðri kornrækt

Áætlað tjón á kornuppskeru í Eyjafirði vegna einnar helgar hvassviðris í september er áætlað á bilinu 25 til 30 milljónir króna. Þá er áætlað að frostskemmdir, sem urðu sums staðar í ágúst, hafi eyðilagt uppskeru fyrir 10 til 12 milljónir.

Innlent
Fréttamynd

Sauðfjárrækt er lífsstíll

Það var mikil stemning á Hellu í gær þegar Dagur sauðkindarinnar var haldin hátíðlegur í Rangárhöllinni. Mikill drifkraftur er í sauðfjárrækt í Rangárvallasýslu og mikill metingur á meðal bænda hver ræktar besta féð.

Innlent
Fréttamynd

Hrútadagur á Raufarhöfn í dag

Fegurðarsamkeppni gimbra, hrútaþukl og stígvélakast er meðal þess, sem fer fram á Hrútadeginum, sem haldin er hátíðlegur á Raufarhöfn í dag.

Innlent
Fréttamynd

Um 300 hross í Laufskálarétt í dag

Um þrjú þúsund manns eru nú í Laufskálarétt í Hjaltadal í Skagafirði en hrossin í réttinni eru þó ekki nema um þrjú hundruð. Dagurinn endar á réttarballi í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Kúabændur eru brattir með sig og kýrnar sínar

Kúabændur landsins hafa náð að auka meðalframleiðslu á hverja kú um 50% á síðustu 30 árum. Á sama tíma hefur mjólkurkúm fækkað um 20% á meðan framleiðslan hefur aukist um 43%. Færri kýr þarf því til að framleiða meiri mjólk og þannig hefur bæði orðið gríðarleg hagræðing og minni losun kolefnis í greininni.

Innlent
Fréttamynd

„Kallar eftir frelsun bænda“

Daði Már Kristófersson prófessor í umhverfis- og auðlindafræði setti fram áhugaverða kenningu í kvöldfréttum Stöðvar 2 föstudaginn 16. september sl. Á honum var að skilja að bændur ættu í stórum stíl að hverfa frá þeim búgreinum sem þeir stunda í dag og hefja ræktun á jurtapróteini til manneldis.

Skoðun
Fréttamynd

Góð kartöfluuppskera í Krakkaborg í Flóahreppi

Börnin í leikskólanum Krakkaborg í Flóahreppi og starfsfólk hoppa hæð sína af gleði þessa dagana því leikskólinn hefur fengið splunkunýtt gróðurhús og þá er kartöfluuppskeran með besta móti í útigarði skólans.

Innlent
Fréttamynd

Kallar eftir frelsun bænda

Daði Már Kristófersson prófessor í umhverfis- og auðlindafræði segir að aukin jarðrækt, grænmetis og annarra afurða, geti skipt sköpum í loftslagsmálum í framtíðinni en þá þurfi að frelsa bændur undan regluverki. Enginn mælanlegur árangur er af loftslagsaðgerðum stjórnvalda þrátt fyrir metnaðarfull áform þeirra að mati Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings.

Innlent
Fréttamynd

Rækta eitt óvenjulegasta afbrigði íslenska hestsins

Litförótt heitir eitt óvenjulegasta litaafbrigði íslenska hestsins en í því felst að hesturinn skiptir litum fjórum sinnum á ári. Litaafbrigðið var talið í hættu á að deyja út þegar hrossabændur hófu að reyna að bjarga því.

Innlent
Fréttamynd

Bjóða fólki heim til sín að tína hamp

Hjónin á bænum Hrúti í Ásahreppi hafa tekið upp á þeirri nýjung að bjóða fólki að koma heim til sín og tína sinn eigin hamp, sem hægt er að nýta í te, olíur og margt fleira.

Innlent
Fréttamynd

Matvælaráðherra borðar mikið af lambakjöti

Það eru stórir réttardagar á Suðurlandi þessa dagana því réttað var í Hrunaréttum og Skafholtsréttum í dag og í Skeiðaréttum og Tungnaréttum á morgun. Matvælaráðherra, sem segist borða mikið af lambakjöti dró í dilka í Skaftholtsréttum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Innlent
Fréttamynd

Sauðfjárbændur segjast þurfa meira en 35% hækkun

Sauðfjárbændur segja ekki nærri nóg að fá 35 prósent hækkun á dilkakjöti í haust og að sú hækkun nái aldrei að dekka þá aukningu á framleiðslukostnaði, sem dunið hefur á bændum. Sauðfjárslátrun hófst á Selfossi í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Dansað og sungið við upptöku á rófum

Það á ekki að vera leiðinlegt að taka upp rófur og þannig er það alls ekki hjá rófubónda í Árborg því þar er dansað og sungið um leið og unnið er með rófurnar.

Innlent
Fréttamynd

Leið til að lækka mat­væla­verð

Miklar hækkanir hafa orðið á útboðsgjaldi, sem matvöruinnflytjendur þurfa að greiða til að fá að flytja inn matvæli frá ríkjum Evrópusambandsins án tolla. Þetta kemur fram í yfirliti sem matvælaráðuneytið hefur birt um niðurstöður síðasta útboðs á tollkvóta fyrir búvörur frá ESB, en tollkvóti er heimild til að flytja inn tiltekið magn vöru án tolla.

Skoðun
Fréttamynd

Fimmhyrnd kind í réttunum á Stokkseyri

Eins og vera ber var íslenska fánanum flaggað á réttardaginn á Stokkseyri laugardaginn 27. ágúst, en þetta voru með fyrstu, ef ekki fyrstu fjárréttir haustsins 2022. Búnaðarfélag Stokkseyrarhrepps hins forna var stofnað 1888 en sauðfjárbúskapur hefur alltaf verið stundaður á svæðinu

Innlent
Fréttamynd

Kjötsúpa og heimagerður ís úr sauðamjólk

Ann Marie í Fljótsdal dó ekki ráðalaus þegar hún fór að spá í hvernig hún gæti aukið tekjur sínar með því að þjóna ferðamönnum á svæðinu. Jú, hún opnaði matarvagn við Hengifoss þar sem hún selur meðal annars kjötsúpu og heimagerðan ís úr sauðamjólk af bænum sínum.

Innlent