Ný Þjórsárbrú við Árnes sett í salt eins og Hvammsvirkjun Kristján Már Unnarsson skrifar 16. júlí 2023 22:20 Teikning af fyrirhugaðri brú. Horft á brúna til suðurs, úr Árnessýslu yfir í Rangárvallasýslu. Vegagerðin Ný brú yfir Þjórsá á móts við Árnes, sem til stóð að bjóða út í haust, frestast um óákveðinn tíma eftir að virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi. Oddvitar sveitarfélaganna beggja vegna Þjórsár vonast til að brúarsmíðin tefjist ekki of mikið og segja brúna hafa mikla þýðingu fyrir uppsveitir Suðurlands. Þjórsá var fyrst brúuð við Þjótanda árið 1895 og þar var eina brúarstæðið yfir þetta stórfljót allt þar til stíflumannvirki Búrfellsvirkjunar risu við Ísakot á árunum fyrir 1970. En núna er Landsvirkjun farin að huga að enn einni brúnni yfir Þjórsá. Brúin og vegurinn koma beint suður af þorpinu Árnesi og ofan við eyjuna Árnes.GRAFÍK/HAFSTEINN ÞÓRÐARSON Í fréttum Stöðvar 2 kom fram brúin verður rúmlega tvöhundruð metra löng og byggð skammt ofan við eyjuna Árnes og fossinn Búða. Brúarsmíðin er hluti af vegagerð vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar og kemur til með að stytta vegalengdir um tugi kílómetra milli efstu byggða í Árnes- og Rangárvallasýslu. „Við höfum auðvitað hugsað okkur gott til glóðarinnar að fá þessa brú, því þetta tengir uppsveitir Rangárvallasýslu og Árnessýslu saman og opnar á allskonar möguleika hvað varðar ferðaþjónustu og annað,“ segir Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Rangárþings ytra. Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Rangárþings ytra.Einar Árnason „Með því að tengja saman þessi tvö stóru landbúnaðarhéruð, og á sama tíma að fá tengipunkt fyrir afhendingu á rafmagni, þá skapast hér ákveðin tækifæri til uppbyggingar á atvinnu, til dæmis tengt landbúnaðarframleiðslu á stórum skala,“ segir Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Til að tengja brúna við þjóðvegakerfið er ætlunin að leggja sjö og hálfs kílómetra langan veg, sem norðanmegin tengist Þjórsárdalsvegi skammt vestan við þorpið Árnes og sunnanmegin Landvegi skammt frá bænum Minni-Völlum. Gnúpaverjamegin sjá menn fram á að Árnes eflist. Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps.Sigurjón Ólason „Auðvitað mun það hafa gríðarleg áhrif hér á nærsamfélagið og svæðið í heild sinni. Vegtengingin yfir Þjórsá mun miðjusetja Árnes raunverulega í allri ferðaþjónustu á Suðurlandi,“ segir Haraldur Þór. Ógilding virkjunarleyfis Hvammsvirkjunar í síðasta mánuði hefur núna sett vega- og brúargerðina í óvissu en til stóð að bjóða hana út í haust eða vetur. Hætt er við að bið Sunnlendinga eftir brúnni lengist enn. Fyrirhugaður Búðafossvegur mun tengjast Þjórsárdalsvegi á móts við þorpið Árnes lengst til vinstri. Hægra megin mun nýi vegurinn tengjast Landvegi milli bæjanna Minni-Valla og Flagbjarnarholts.Vegagerðin „Það eru um það bil fjórtán ár síðan upphaflega stóð til að byggja tvær brýr hérna í uppsveitunum, aðra milli Flúða og Reykholts, sem sannarlega var byggð af Vegagerðinni á sínum tíma og varð mikil samgöngubót þá. Það var ávallt hengt á Hvammsvirkjun að Landsvirkjun þyrfti að greiða þessa brúarsmíði,“ segir Haraldur Þór, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps. „Ég svo sem veit ekki hvað þetta frestast lengi, þó svo að virkjanaleyfið hafi farið eins og það fór. Ég hef nú ekki trú á að það verði nein svakaleg töf á þessu,“ segir Eggert Valur, oddviti Rangárþings ytra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá fjórtán ára gamla frétt Stöðvar 2 um brúna: Hér má sjá þegar brúin yir Hvítá hjá Flúðum var opnuð umferð árið 2010: Deilur um Hvammsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Vegagerð Samgöngur Landsvirkjun Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Orkumál Tengdar fréttir Segir taka mánuði að skoða nýtt virkjunarleyfi í Þjórsá Orkustofnun og Umhverfisstofnun vinna núna að því að bæta úr þeim ágöllum sem urðu til þess að virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í Þjórsá var fellt úr gildi. Forstjóri Umhverfisstofnunar segir skipta miklu máli að vanda til verka. 3. júlí 2023 22:11 Talsmaður laxaverndar fagnar og vonar að virkjunin sé úr sögunni Virkjunaráform í neðri Þjórsá eru í algerri óvissu eftir að úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í dag, aðeins sólarhring eftir að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi. 15. júní 2023 20:20 Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar fellt úr gildi Úrskurðarefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi á grundvelli vatnatilskipunar. 15. júní 2023 16:10 Ný Þjórsárbrú við Árnes gæti farið í útboð í haust Ný brú yfir Þjórsá á móts við þorpið Árnes er núna á lokastigi hönnunar og gæti farið í útboð í haust. Brúin styttir vegalengdir um tugi kílómetra milli efstu byggða í Árnes- og Rangárvallasýslu en brúarsmíðin er hluti af vegagerð Landsvirkjunar vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. 1. maí 2023 07:55 Tvær nýjar brýr yfir Þjórsá í bígerð á þessu og næsta ári Tvær nýjar brýr yfir Þjórsá, sem nú eru í bígerð í tengslum við virkjanaframkvæmdir, gætu haft mikla þýðingu fyrir samgöngur og ferðaþjónustu í uppsveitum Suðurlands. Brú á móts við Árnes styttir vegalengdir um tugi kílómetra. 15. maí 2020 22:52 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Innlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Fleiri fréttir Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Sjá meira
Þjórsá var fyrst brúuð við Þjótanda árið 1895 og þar var eina brúarstæðið yfir þetta stórfljót allt þar til stíflumannvirki Búrfellsvirkjunar risu við Ísakot á árunum fyrir 1970. En núna er Landsvirkjun farin að huga að enn einni brúnni yfir Þjórsá. Brúin og vegurinn koma beint suður af þorpinu Árnesi og ofan við eyjuna Árnes.GRAFÍK/HAFSTEINN ÞÓRÐARSON Í fréttum Stöðvar 2 kom fram brúin verður rúmlega tvöhundruð metra löng og byggð skammt ofan við eyjuna Árnes og fossinn Búða. Brúarsmíðin er hluti af vegagerð vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar og kemur til með að stytta vegalengdir um tugi kílómetra milli efstu byggða í Árnes- og Rangárvallasýslu. „Við höfum auðvitað hugsað okkur gott til glóðarinnar að fá þessa brú, því þetta tengir uppsveitir Rangárvallasýslu og Árnessýslu saman og opnar á allskonar möguleika hvað varðar ferðaþjónustu og annað,“ segir Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Rangárþings ytra. Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Rangárþings ytra.Einar Árnason „Með því að tengja saman þessi tvö stóru landbúnaðarhéruð, og á sama tíma að fá tengipunkt fyrir afhendingu á rafmagni, þá skapast hér ákveðin tækifæri til uppbyggingar á atvinnu, til dæmis tengt landbúnaðarframleiðslu á stórum skala,“ segir Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Til að tengja brúna við þjóðvegakerfið er ætlunin að leggja sjö og hálfs kílómetra langan veg, sem norðanmegin tengist Þjórsárdalsvegi skammt vestan við þorpið Árnes og sunnanmegin Landvegi skammt frá bænum Minni-Völlum. Gnúpaverjamegin sjá menn fram á að Árnes eflist. Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps.Sigurjón Ólason „Auðvitað mun það hafa gríðarleg áhrif hér á nærsamfélagið og svæðið í heild sinni. Vegtengingin yfir Þjórsá mun miðjusetja Árnes raunverulega í allri ferðaþjónustu á Suðurlandi,“ segir Haraldur Þór. Ógilding virkjunarleyfis Hvammsvirkjunar í síðasta mánuði hefur núna sett vega- og brúargerðina í óvissu en til stóð að bjóða hana út í haust eða vetur. Hætt er við að bið Sunnlendinga eftir brúnni lengist enn. Fyrirhugaður Búðafossvegur mun tengjast Þjórsárdalsvegi á móts við þorpið Árnes lengst til vinstri. Hægra megin mun nýi vegurinn tengjast Landvegi milli bæjanna Minni-Valla og Flagbjarnarholts.Vegagerðin „Það eru um það bil fjórtán ár síðan upphaflega stóð til að byggja tvær brýr hérna í uppsveitunum, aðra milli Flúða og Reykholts, sem sannarlega var byggð af Vegagerðinni á sínum tíma og varð mikil samgöngubót þá. Það var ávallt hengt á Hvammsvirkjun að Landsvirkjun þyrfti að greiða þessa brúarsmíði,“ segir Haraldur Þór, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps. „Ég svo sem veit ekki hvað þetta frestast lengi, þó svo að virkjanaleyfið hafi farið eins og það fór. Ég hef nú ekki trú á að það verði nein svakaleg töf á þessu,“ segir Eggert Valur, oddviti Rangárþings ytra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá fjórtán ára gamla frétt Stöðvar 2 um brúna: Hér má sjá þegar brúin yir Hvítá hjá Flúðum var opnuð umferð árið 2010:
Deilur um Hvammsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Vegagerð Samgöngur Landsvirkjun Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Orkumál Tengdar fréttir Segir taka mánuði að skoða nýtt virkjunarleyfi í Þjórsá Orkustofnun og Umhverfisstofnun vinna núna að því að bæta úr þeim ágöllum sem urðu til þess að virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í Þjórsá var fellt úr gildi. Forstjóri Umhverfisstofnunar segir skipta miklu máli að vanda til verka. 3. júlí 2023 22:11 Talsmaður laxaverndar fagnar og vonar að virkjunin sé úr sögunni Virkjunaráform í neðri Þjórsá eru í algerri óvissu eftir að úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í dag, aðeins sólarhring eftir að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi. 15. júní 2023 20:20 Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar fellt úr gildi Úrskurðarefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi á grundvelli vatnatilskipunar. 15. júní 2023 16:10 Ný Þjórsárbrú við Árnes gæti farið í útboð í haust Ný brú yfir Þjórsá á móts við þorpið Árnes er núna á lokastigi hönnunar og gæti farið í útboð í haust. Brúin styttir vegalengdir um tugi kílómetra milli efstu byggða í Árnes- og Rangárvallasýslu en brúarsmíðin er hluti af vegagerð Landsvirkjunar vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. 1. maí 2023 07:55 Tvær nýjar brýr yfir Þjórsá í bígerð á þessu og næsta ári Tvær nýjar brýr yfir Þjórsá, sem nú eru í bígerð í tengslum við virkjanaframkvæmdir, gætu haft mikla þýðingu fyrir samgöngur og ferðaþjónustu í uppsveitum Suðurlands. Brú á móts við Árnes styttir vegalengdir um tugi kílómetra. 15. maí 2020 22:52 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Innlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Fleiri fréttir Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Sjá meira
Segir taka mánuði að skoða nýtt virkjunarleyfi í Þjórsá Orkustofnun og Umhverfisstofnun vinna núna að því að bæta úr þeim ágöllum sem urðu til þess að virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í Þjórsá var fellt úr gildi. Forstjóri Umhverfisstofnunar segir skipta miklu máli að vanda til verka. 3. júlí 2023 22:11
Talsmaður laxaverndar fagnar og vonar að virkjunin sé úr sögunni Virkjunaráform í neðri Þjórsá eru í algerri óvissu eftir að úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í dag, aðeins sólarhring eftir að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi. 15. júní 2023 20:20
Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar fellt úr gildi Úrskurðarefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi á grundvelli vatnatilskipunar. 15. júní 2023 16:10
Ný Þjórsárbrú við Árnes gæti farið í útboð í haust Ný brú yfir Þjórsá á móts við þorpið Árnes er núna á lokastigi hönnunar og gæti farið í útboð í haust. Brúin styttir vegalengdir um tugi kílómetra milli efstu byggða í Árnes- og Rangárvallasýslu en brúarsmíðin er hluti af vegagerð Landsvirkjunar vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. 1. maí 2023 07:55
Tvær nýjar brýr yfir Þjórsá í bígerð á þessu og næsta ári Tvær nýjar brýr yfir Þjórsá, sem nú eru í bígerð í tengslum við virkjanaframkvæmdir, gætu haft mikla þýðingu fyrir samgöngur og ferðaþjónustu í uppsveitum Suðurlands. Brú á móts við Árnes styttir vegalengdir um tugi kílómetra. 15. maí 2020 22:52