Reykjavíkurmaraþon

Fréttamynd

Reykja­víkur­mara­þonið í beinni á Vísi

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram í fertugasta sinn í dag og verður sýnt í beinni útsendingu á Vísi. Aldrei hafa fleiri hlauparar verið skráðir til leiks né jafn mikill peningur safnast til góðgerðarmála.

Sport
Fréttamynd

Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul

„Hún barðist ávallt eins og ljón og mjög hetjulega við öll þau veikindi sem á hana dundu. Það kom berlega í ljós hvað hún bjó yfir miklum styrk og baráttuvilja,“ segir Stella Maris Þorsteinsdóttir en yngri systir hennar, Sandra Þorsteinsdóttir, greindist með hvítblæði árið 1988, þá einungis átta ára gömul. 

Lífið
Fréttamynd

Mikil­vægi fé­laga­sam­taka og magnað mara­þon

Á morgun fer Reykjavíkurmaraþonið fram þar fjölmargir hlauparara safna áheitum til styrktar góðgerðarfélögum, minningasjóðum og einstaklingum sem stuðla að betra samfélagi. Þarna fá góð og þörf málefni kastljósið sem mörg hver eru á hendi félagasamtaka sem augljóslega eru mikils metin vegna jákvæðra áhrifa þeirra á samfélagið.

Skoðun
Fréttamynd

Rigning og rok í methlaupi

Veðurspáin fyrir morgundaginn aftrar ekki metþátttöku í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Nú hafa yfir sextán þúsund skráð sig til þátttöku sem slær fyrra met frá árinu 2014 sem stóð í 15.552.  Siggi stormur segir að það gæti orðið allhvasst og rigning þegar flugeldasýningin fer fram um kvöldið.

Innlent
Fréttamynd

Mamman grét, eigin­maðurinn fraus en Veru var létt

25 ára kona sem greindist með bráðahvítblæði fyrir tveimur árum segir níu mánaða dóttur sína hafa verið sinn allra mest drifkraft í gegnum erfiða lyfjagjöf í lengri tíma. Hún hefur nú lokið meðferð og er orðin tveggja barna móðir eftir að hafa óvænt orðið ófrísk.

Lífið
Fréttamynd

„Bara heilt mara­þon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“

Hlynur Andrésson varð um helgina sá fyrsti til að hlaupa tíu kílómetra hér á landi á minna en hálftíma. Hann segir það hafa verið góðan undirbúning fyrir stóra markmiðið, að setja brautarmet í Reykjavíkurmaraþoninu um næstu helgi. Met sem hefur staðið óhreyft í rúm þrjátíu ár.

Sport
Fréttamynd

„Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“

„Það verður ekkert skafað utan af því að þetta er erfiðasta ár sem ég hef lifað. Ég hef verið að taka einn dag í einu í þessu öllu saman,“ segir félagsráðgjafinn og baráttukonan Þórhildur Gyða Arnarsdóttir. Þórhildur missti bestu vinkonu sína Ólöfu Töru Harðardóttur fyrr á árinu og heldur minningu hennar stöðugt á lofti.

Lífið
Fréttamynd

„Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“

Í ár hefur þéttur og náinn vinahópur frá Borgarnesi skráð sig í Reykjavíkurmaraþonið til að styðja við bakið á Birtu Björk Birgisdóttur sem staðið hefur frammi fyrir alvarlegum veikindum. Birta Björk greindist með beinkrabbamein í nóvember síðastliðnum og hefur síðan þá verið í strangri lyfjameðferð. Hópurinn ætlar að hlaupa til styrktar Ljósinu en þar hefur Birta fengið ómetanlegan stuðning í gegnum veikindaferlið.

Lífið
Fréttamynd

Stutt í að upp­selt verði í heilt og hálft

Alls hafa um 11 þúsund manns skráð sig til leiks í hinum ýmsu vegalengdum Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka sem fram fer laugardaginn 23. ágúst næstkomandi. Af þeim eru tæplega þrjú þúsund erlendir hlauparar frá 97 mismunandi löndum.

Lífið
Fréttamynd

„Mig langar ekki lengur að deyja“

Í meira en áratug barðist Ninna Karla Katrínar við þunglyndi, áföll og geðheilbrigðiskerfi sem virtist ætla að laga hana með lyfseðlum og námskeiðum, en aldrei með raunverulegri hlustun. Þegar hún kynntist Hugarafli breyttist allt og í ár hyggst hún „dansilabba“ tíu kílómetra fyrir samtökin sem björguðu að hennar sögn lífi hennar.

Lífið
Fréttamynd

„Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“

Það er ekkert sérstakt augnablik þar sem Alzheimer sjúkdómurinn lætur vita af sér. Sjúkdómurinn skríður inn hægt og hljóðlega, þangað til ekkert er eftir nema minningarnar. Guðbjörg Jónsdóttir þekkir þetta ferli vel en móðir hennar greindist með Alzheimer árið 2021. Í ár ætlar Guðbjörg að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir Alzheimersamtökin, ekki af því það er auðvelt, heldur af því hún getur það loksins.

Lífið
Fréttamynd

„Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“

„Pabbi var ekki týpan sem talaði um tilfinningar. Það var alltaf þetta stolt sem hindraði hann í að leita sér hjálpar,“ segir Hafdís Sól Björnsdóttir sem missti föður sinn, Björn Jónsson – tölvunarfræðing, fjölskyldumann og íþróttaunnanda árið 2020. Faðir Hafdísar féll fyrir eigin hendi. Í dag vill Hafdís rjúfa þögnina og segja söguna – ekki til að vekja vorkunn, heldur vitund.

Lífið
Fréttamynd

„Það er í raun krafta­verk að hún sé á lífi í dag“

Ingveldur Bachmann Ægisdóttir hefur eytt níu árum í að berjast fyrir dóttur sína innan heilbrigðis- og velferðarkerfis sem oft virðist hvorki vilja hlusta né skilja. Lovísa Lind fæddist með sjaldgæfan litningagalla en um er að ræða eina tilfellið sem greinst hefur hér á landi.

Lífið
Fréttamynd

Skot­held og skemmti­leg hlauparáð

Útihlaup eru gríðarlega vinsæl og eru sífellt fleiri farnir að stunda hlaup af miklu kappi. Eflaust eru ófáir að stefna á Reykjavíkurmaraþonið sem er haldið eftir mánuð en við undirbúning er margt sem er mikilvægt að hafa í huga. Lífið á Vísi ræddi við Björn Þór Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Bjöddi, sem lumar á ýmsum góðum ráðum í undirbúningnum fyrir hlaup.

Lífið
Fréttamynd

„Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“

Þann 3. nóvember síðastliðinn lést Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson, formaður Björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, á sameiginlegri straumvatnsæfingu á vegum Landsbjargar. Eftirlifandi unnusta hans, Hrefna Ingibjörg Jónsdóttir, segir að með Sigurði hafi hún ekki aðeins kynnst ástinni, heldur einnig starfi björgunarsveitanna. Í dag, nokkrum mánuðum síðar, stendur hún sjálf á barmi þess að verða fullgildur meðlimur í sömu sveit — og undirbýr sig nú fyrir hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoninu, þar sem hún safnar áheitum fyrir Landsbjörg.

Lífið
Fréttamynd

Ó­skandi að það væru fleiri börn með Downs á Ís­landi

„Ég trúi því að það séu ekki neinar tilviljanir í þessu lífi, og það er ástæða fyrir því að þessa unga dama er hérna hjá okkur en ekki einhvers staðar annars staðar. Hún valdi það sjálf,“ segir Hákon Örn Hafþórsson, faðir hinnar níu mánaða gömlu Ídu Máneyjar. Hún er yngsti einstaklingurinn með Downs heilkenni hér á landi.

Lífið
Fréttamynd

„Það verður erfitt að trúa því að lífið muni ein­hvern tímann leiða eitt­hvað gott af sér”

Berglind Arnardóttir upplifði mesta harm allra foreldra þegar sonur hennar Jökull Frosti Sæberg lést af slysförum árið 2021, einungis fjögurra ára gamall.Í kjölfarið hófst langt og erfitt sorgarferli sem leiddi meðal annars til þess að Berglind byrjaði að taka þátt í starfi Sorgarmiðstöðvar og fann þannig leið til að vinna úr eigin sorg, vaxa og hjálpa öðrum. Málefni syrgjenda eru Berglindi afar kær og telur hún mikilvægt að efla samfélagsumræðu um mikilvægi sorgarúrvinnslu.

Lífið
Fréttamynd

„Strákar verða að sýna til­finningar“

Táningur sem hleypur hálfmaraþon til styrktar Píeta samtakanna hvetur aðra stráka á sínum og aldri og raunar alla til að tala um tilfiningar sínar og leita sér hjálpar í auknum mæli. Alltof margir séu hræddir við að sýna tilfinningar.

Lífið
Fréttamynd

„Ég varð stjörf af hræðslu“

„Ég hélt lengi að þetta væri eitthvað sem ég þyrfti bara að „komast yfir“ en sannleikurinn er sá að þetta hefur haft miklu dýpri áhrif á mig en fólk sér. Ég hef burðast með óöryggi, kvíða og sár sem ekki sjást,“ segir Klaudia Pétursdóttir. Tíu ára gömul flutti Klaudia frá Póllandi til Íslands til að búa hjá föður sínum. Þar varð hún fyrir ítrekuðu ofbeldi sem hafði djúp áhrif á líf hennar. Í dag stígur hún fram og segir sína sögu – í von um að styðja aðra og vekja athygli á mikilvægi úrræða fyrir þolendur.

Lífið