Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. ágúst 2025 12:31 Íslandsmethafinn Hlynur Andrésson gefur hlaupurum heilráð. vísir Rúmlega fimmtán þúsund manns munu reima á sig hlaupaskóna og taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun. Vísir ræddi við Íslandsmethafann í maraþoni um það helsta sem hlauparar þurfa að hafa í huga á morgun. Hlynur Andrésson á Íslandsmetið í maraþoni og stefnir á að setja brautarmet í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun með því að hlaupa maraþon á minna en tveimur klukkutímum og sautján mínútum. En hvað er mikilvægast fyrir hinn almenna hlaupara að hafa í huga? Ekki gera neitt nýtt „Mikilvægast er að gera ekkert nýtt á hlaupadeginum“ segir Hlynur og nefnir þar nokkur dæmi. „Notaðu sömu skó og þú hefur notað, ekki fara í glænýja skó. Borðaðu eitthvað sem þú veist að fer vel í magann, eitthvað sem þú hefur verið að vinna með áður. Ef þú lendir í erfiðleikum, vertu í mómentinu og ekki hugsa: Æ, ég á svo langt eftir. Bara hugsa um eitt skref í einu og einn kílómeter í einu.“ Hlynur segir ekkert heilagt í matarmálum fyrir hlaup, mikilvægast sé bara að borða mat sem maður er vanur að borða og fer vel í magann, en hann mælir með að borða kolvetnisríkan mat og minnka trefjainntöku svo maturinn sé auðmeltur. Sjá einnig: Veðrið sem hlaupararnir geta búist við Metfjöldi mun taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ár. vísir Gelin nauðsynleg í lengri hlaupum Þá segir Hlynur að orkugel geti komið að góðum notum og séu í raun nauðsynleg í lengri hlaupum. „Um leið og hlaupið er orðið lengra en klukkutími þá þarf að huga að næringu í hlaupi. Það getur hjálpað og sérstaklega í maraþoni. Það getur skipt sköpum að hafa eitt eða tvö gel með, ef maður verður orkulaus.“ Aðalmálið að klára hlaupið Hlauparar í Reykjavíkurmaraþoninu leggja oft af stað með háleit markmið, en þau ganga ekki endilega alltaf upp. „Ef hlutirnir eru ekki að ganga upp, ekki hugsa að dagurinn sé ónýtur. Vertu með þrjú markmið og þriðja markmiðið er þá bara að klára. Þú getur verið með háleitt markmið, raunhæft markmið og svo bara markmið að klára. Það hjálpar fólki að komast í gegnum daginn. Þú ert alltaf sáttari ef þú klárar en ef þú hættir“ segir Hlynur. Gleðin er alltaf mikil þegar í mark er komið.vísir Almenn ráð Að lokum var Hlynur spurður um almenn heilráð fyrir hlaupara, það getur verið gott að setja vaselín á geirvörturnar og hvað fleira? „Já, vaselínið getur hjálpað, sérstaklega í lengri vegalengdunum“ segir Hlynur og hlær. „En svona almennt er mikilvægast að vera jákvæður og reyna að hafa gaman“ segir Hlynur. Klippa: Heilráð Hlyns Andréssonar fyrir Reykjavíkurmaraþonið Hlaup Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Hlynur Andrésson varð um helgina sá fyrsti til að hlaupa tíu kílómetra hér á landi á minna en hálftíma. Hann segir það hafa verið góðan undirbúning fyrir stóra markmiðið, að setja brautarmet í Reykjavíkurmaraþoninu um næstu helgi. Met sem hefur staðið óhreyft í rúm þrjátíu ár. 20. ágúst 2025 11:01 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Fleiri fréttir Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Sjá meira
Hlynur Andrésson á Íslandsmetið í maraþoni og stefnir á að setja brautarmet í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun með því að hlaupa maraþon á minna en tveimur klukkutímum og sautján mínútum. En hvað er mikilvægast fyrir hinn almenna hlaupara að hafa í huga? Ekki gera neitt nýtt „Mikilvægast er að gera ekkert nýtt á hlaupadeginum“ segir Hlynur og nefnir þar nokkur dæmi. „Notaðu sömu skó og þú hefur notað, ekki fara í glænýja skó. Borðaðu eitthvað sem þú veist að fer vel í magann, eitthvað sem þú hefur verið að vinna með áður. Ef þú lendir í erfiðleikum, vertu í mómentinu og ekki hugsa: Æ, ég á svo langt eftir. Bara hugsa um eitt skref í einu og einn kílómeter í einu.“ Hlynur segir ekkert heilagt í matarmálum fyrir hlaup, mikilvægast sé bara að borða mat sem maður er vanur að borða og fer vel í magann, en hann mælir með að borða kolvetnisríkan mat og minnka trefjainntöku svo maturinn sé auðmeltur. Sjá einnig: Veðrið sem hlaupararnir geta búist við Metfjöldi mun taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ár. vísir Gelin nauðsynleg í lengri hlaupum Þá segir Hlynur að orkugel geti komið að góðum notum og séu í raun nauðsynleg í lengri hlaupum. „Um leið og hlaupið er orðið lengra en klukkutími þá þarf að huga að næringu í hlaupi. Það getur hjálpað og sérstaklega í maraþoni. Það getur skipt sköpum að hafa eitt eða tvö gel með, ef maður verður orkulaus.“ Aðalmálið að klára hlaupið Hlauparar í Reykjavíkurmaraþoninu leggja oft af stað með háleit markmið, en þau ganga ekki endilega alltaf upp. „Ef hlutirnir eru ekki að ganga upp, ekki hugsa að dagurinn sé ónýtur. Vertu með þrjú markmið og þriðja markmiðið er þá bara að klára. Þú getur verið með háleitt markmið, raunhæft markmið og svo bara markmið að klára. Það hjálpar fólki að komast í gegnum daginn. Þú ert alltaf sáttari ef þú klárar en ef þú hættir“ segir Hlynur. Gleðin er alltaf mikil þegar í mark er komið.vísir Almenn ráð Að lokum var Hlynur spurður um almenn heilráð fyrir hlaupara, það getur verið gott að setja vaselín á geirvörturnar og hvað fleira? „Já, vaselínið getur hjálpað, sérstaklega í lengri vegalengdunum“ segir Hlynur og hlær. „En svona almennt er mikilvægast að vera jákvæður og reyna að hafa gaman“ segir Hlynur. Klippa: Heilráð Hlyns Andréssonar fyrir Reykjavíkurmaraþonið
Hlaup Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Hlynur Andrésson varð um helgina sá fyrsti til að hlaupa tíu kílómetra hér á landi á minna en hálftíma. Hann segir það hafa verið góðan undirbúning fyrir stóra markmiðið, að setja brautarmet í Reykjavíkurmaraþoninu um næstu helgi. Met sem hefur staðið óhreyft í rúm þrjátíu ár. 20. ágúst 2025 11:01 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Fleiri fréttir Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Sjá meira
„Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Hlynur Andrésson varð um helgina sá fyrsti til að hlaupa tíu kílómetra hér á landi á minna en hálftíma. Hann segir það hafa verið góðan undirbúning fyrir stóra markmiðið, að setja brautarmet í Reykjavíkurmaraþoninu um næstu helgi. Met sem hefur staðið óhreyft í rúm þrjátíu ár. 20. ágúst 2025 11:01