Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. ágúst 2025 15:05 Fólk á hliðarlínunni náði myndum af Guðmundi hlaupa berfættur á malbikinu. Hann birti síðan myndir af blóðugum tám sínum eftir hlaupið. Einkaþjálfarinn Guðmundur Emil Jóhannsson, betur þekktur sem Gummi Emil, hljóp berfættur heilt maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu í gær og kom í mark á tæplega sjö klukkutímum með illa farnar tær. Guðmundur hafði lýst því yfir fyrr í ár að hann hygðist hlaupa heilt maraþon á tánum ef honum tækist að safna milljón fyrir Barnaspítala Hringsins og myndi í öllu falli hlaupa 21 kílómetra á tánum og 21 kílómetra á skóm. Fyrir hlaupið náði Guðmundur að safna rúmlega 283 þúsund krónum, eða um 28 prósent af markmiði sínu, en ákvað þrátt fyrir það að hlaupa allt hlaupið á tánum. Guðmundur, sem starfar sem einkaþjálfari hjá World Class, hefur vakið mikla athygli síðustu ár vegna þess að hann ferðast gjarnan um bæinn ber að ofan og fer reglulega fáklæddur í fjallgöngur. Sindri Sindrason fór í morgunkaffi til Gumma fyrir rétt rúmu ári síðan þar sem þeir ræddu um steranotkun, klæðaburð Gumma og lífið almennt. Síðustu vikur hefur Guðmundur verið í ströngu hlaupaprógrammi til að æfa sig fyrir Reykjavíkurmaraþonið en langhlaup eru töluvert frábrugðnari þeim lyftingum sem Gummi stundar vanalega. Fjöldi fólks var því spenntur að sjá hvernig Gumma myndi ganga. Veðmálafyrirtækið Coolbet gekk meira að segja svo langt að setja stuðla á það hvort Guðmundur myndi klára hlaupið undir eða yfir fimm og hálfum klukkutíma. View this post on Instagram A post shared by COOLBET ÍSLAND (@coolbetisland) Á hlaupasíðunni Corsa er Guðmundur skráður eins og hann hafi verið dæmdur úr leik en síðasti skráði tími hans er sex klukkutímar og þrjár eftir 38 kílómetra. Ástæðan fyrir því er að þátttakendur í maraþoninu hafa sex klukkustundir og hálftíma til að ljúka keppni og fá engan skráðan tíma eftir það. Eftir klukkan þrjú hefst sömuleiðis undirbúningur fyrir tónleikana á Arnarhóli, sem hefjast seinna um kvöldið, með tilheyrandi grindverkum og hindrunum á brautinni. Guðmundur nýtti sér grasið óspart enda mun þægilegra að hlaupa berfættur á því en malbiki. Samkvæmt heimildum fréttastofu lét Guðmundar það ekkert á sig fá að skipuleggjendur væru búnir að reisa grindverk á brautinni og fór hringinn í kringum Arnarhól áður en hann kom á endanum í mark eftir sex klukkutíma og fimmtíu mínútur. Hann birti síðan mynd af blóðugum tám sínum á Instagram og skrifaði: „Þekki ég einhvern hjúkrunarfræðing? Sem gæti tékkað á þessu“ Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Hlaup Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Sjá meira
Guðmundur hafði lýst því yfir fyrr í ár að hann hygðist hlaupa heilt maraþon á tánum ef honum tækist að safna milljón fyrir Barnaspítala Hringsins og myndi í öllu falli hlaupa 21 kílómetra á tánum og 21 kílómetra á skóm. Fyrir hlaupið náði Guðmundur að safna rúmlega 283 þúsund krónum, eða um 28 prósent af markmiði sínu, en ákvað þrátt fyrir það að hlaupa allt hlaupið á tánum. Guðmundur, sem starfar sem einkaþjálfari hjá World Class, hefur vakið mikla athygli síðustu ár vegna þess að hann ferðast gjarnan um bæinn ber að ofan og fer reglulega fáklæddur í fjallgöngur. Sindri Sindrason fór í morgunkaffi til Gumma fyrir rétt rúmu ári síðan þar sem þeir ræddu um steranotkun, klæðaburð Gumma og lífið almennt. Síðustu vikur hefur Guðmundur verið í ströngu hlaupaprógrammi til að æfa sig fyrir Reykjavíkurmaraþonið en langhlaup eru töluvert frábrugðnari þeim lyftingum sem Gummi stundar vanalega. Fjöldi fólks var því spenntur að sjá hvernig Gumma myndi ganga. Veðmálafyrirtækið Coolbet gekk meira að segja svo langt að setja stuðla á það hvort Guðmundur myndi klára hlaupið undir eða yfir fimm og hálfum klukkutíma. View this post on Instagram A post shared by COOLBET ÍSLAND (@coolbetisland) Á hlaupasíðunni Corsa er Guðmundur skráður eins og hann hafi verið dæmdur úr leik en síðasti skráði tími hans er sex klukkutímar og þrjár eftir 38 kílómetra. Ástæðan fyrir því er að þátttakendur í maraþoninu hafa sex klukkustundir og hálftíma til að ljúka keppni og fá engan skráðan tíma eftir það. Eftir klukkan þrjú hefst sömuleiðis undirbúningur fyrir tónleikana á Arnarhóli, sem hefjast seinna um kvöldið, með tilheyrandi grindverkum og hindrunum á brautinni. Guðmundur nýtti sér grasið óspart enda mun þægilegra að hlaupa berfættur á því en malbiki. Samkvæmt heimildum fréttastofu lét Guðmundar það ekkert á sig fá að skipuleggjendur væru búnir að reisa grindverk á brautinni og fór hringinn í kringum Arnarhól áður en hann kom á endanum í mark eftir sex klukkutíma og fimmtíu mínútur. Hann birti síðan mynd af blóðugum tám sínum á Instagram og skrifaði: „Þekki ég einhvern hjúkrunarfræðing? Sem gæti tékkað á þessu“
Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Hlaup Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Sjá meira