Fjölmiðlar

Fréttamynd

Þrjú mál á hendur Sölva felld niður

Lögregla hefur hætt rannsókn í þremur málum sem jafnmargar konur höfðuðu gegn fjölmiðlamanninum Sölva Tryggvasyni og sökuðu um ofbeldi. Tvö og hálft ár er liðið síðan hann fór í umtalað viðtal í eigin hlaðvarpsþætti eftir útbreidda slúðursögu um að hafa gengið í skrokk á vændiskonu. Sagan átti ekki við rök að styðjast.

Innlent
Fréttamynd

Svar til lög­manns

Á Vísi er í dag, 29. sept., að finna grein eftir Sævar Þór Jónsson lögmann, þar sem hann skrifar um gagnrýni, sem ég birti á fasbókarsíðu minni um daginn. Notar greinarhöfundur fyrirsögnina: „Jón Steinar tekur upp hanskann“. Er svo að skilja á honum að ég hafi verið efnislega fylgjandi niðurstöðu dómarans.

Skoðun
Fréttamynd

RÚV þverneitar að borga og hafnar kröfum BÍ

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, hefur misst þolinmæðina í viðræðum sínum við Ríkisútvarpið. Hún sendi nýverið bréf til starfsmanna RÚV þar sem hún gerir grein fyrir stöðu mála.

Innlent
Fréttamynd

Ekki í stuði til að lýsa íþróttum eftir að hafa fengið fregnirnar

Dr. Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólastjóri Framhaldsskólans á Laugum og einn ástsælasti íþróttalýsandi þjóðarinnar, hefur glímt við sortuæxli síðastliðin ár. Sjálfur telur hann sig ekki gott dæmi um krabbameinssjúkling, vegna þess að hann hefur aldrei upplifað sig neitt sérstaklega veikan.

Lífið
Fréttamynd

Rupert Murdoch sest í helgan stein

Ástralsk-bandaríski fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch hefur ákveðið að setjast í helgan stein og hætta sem formaður stjórna bæði Fox og News Corp. Murdoch, sem er 92 ára gamall, er mjög umdeildur vegna umsvifa hans á fjölmiðalmarkaði.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Blaðamenn ætla ekki að taka þátt í störfum fjölmiðlanefndar

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, hefur sent menningar- og viðskiptaráðuneyti erindi þar sem hún tilkynnir ráðherra að félagið muni ekki tilnefna fulltrúa og varafulltrúa í fjölmiðlanefnd til næstu fjögurra ára. Stjórnin hvetur ráðherra til að ljúka margboðaðri endurskoðun laga um fjölmiðla.

Innlent
Fréttamynd

Egill segir fjöl­skylduna fegna og segist ekki hafa sama á­huga

Egill Helga­son segist skilja sáttur við Silfrið, þar sem hann verður ekki þátta­stjórnandi í haust. Hann kveðst hafa minni á­huga á stjórn­málum nú en áður og segir fjöl­skylduna upp­lifa sig lausa úr prísund. Hann segist nú vinna að undir­búningi nýs sjón­varps­þáttar um pólitík en gefur ekkert upp um hvers eðlis sá þáttur er.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni Fel er látinn

Bjarni Felixson, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta og íþróttafréttamaður, er látinn. Bjarni, sem var þekktur sem Rauða ljónið, var 86 ára gamall og lést í Danmörku, þar sem hann var að sækja jarðarför vinar síns.

Innlent
Fréttamynd

Davíð og Mogginn

Ég hef lesið Moggann daglega frá því ég var 5 ára. Hann er ómissandi í lífi mínu. Ég er alinn upp í íhaldsfjölskyldu og við vorum öll ánægð með Moggann okkar. Svo kom Víetnamstríðið þegar ég var á táningsaldri og síðan beint í kjölfarið létu Kanarnir drepa Allende í Chile og arðrán þeirra í S-Ameríku jókst í sífellu undir herforingjastjórnum, sem létu drepa andstæðinga sína í þúsundatali.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­lendingum sem bregðast ekki við fals­fréttum fjölgar

Rúm 43 prósent Íslendinga gerðu ekkert síðast þegar þeir rákust á frétt á netinu sem þeir töldu falsfrétt. Þetta kemur fram í könnun sem Prósent gerði fyrir Fjölmiðlanefnd. Könnunin var gerð í fyrra, en árið þar á undan voru það tæplega 24 prósent sem gerðu ekkert.

Innlent
Fréttamynd

Káfaði á fréttakonu í beinni

Maður káfaði á spænskri fréttakonu í beinni útsendingu í miðbæ Madrídar í dag. Isa Balado var að fjalla um rán í verslun þegar maður gekk aftan að henni, truflaði hana og snerti svo á henni rassinn.

Erlent
Fréttamynd

Sjálfs­víg og fjöl­miðlar

Nú stendur yfir Gulur september sem er vitundarvakningarverkefni félaga og stofnana sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Í tilefni af því er rétt að skoða hlutverk fjölmiðla í sjálfsvígsforvörnum.

Skoðun
Fréttamynd

Prumpaði í beinni

Neil Lennon, fyrrverandi knattspyrnustjóri Celtic, lenti í óheppilegu atviki þegar hann var að greina leik Celtic og Rangers í sjónvarpi um helgina.

Fótbolti
Fréttamynd

„Erfiðast að viður­kenna að ég þyrfti hjálp“

Páll Magnús­son fyrr­verandi út­varps­stjóri og þing­maður segist með tímanum hafa vanist því að vera þekktur á Ís­landi. Hann segist lengi hafa gert sér grein fyrir því að hann væri alkó­hól­isti áður en hann leitaði sér að­stoðar.

Lífið
Fréttamynd

Bakslagið raungerðist í beinni útsendingu

Hatursorðræða átti sér stað í beinni útsendingu í símatíma í þættinum Félagsheimilið á Rás 2 í gær. Þáttastjórnendurnir Siggi Gunnars og Friðrik Ómar brugðust skjótt við en Siggi segist sleginn vegna atviksins. Friðrik segir það hafa minnt sig á Klaustursmálið. 

Innlent
Fréttamynd

Heimspressan tekur fyrir ákvörðun Svandísar

Margir stærstu fjölmiðlar heims hafa greint frá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að halda hvalveiðum áfram til ársloka. Á meðal miðla sem hafa fjallað um málið eru BBC, The Guardian, Reuters, AP og Fox News.

Innlent
Fréttamynd

Hagnaður Sýnar á fyrri hluta árs eykst

Rekstrarhagnaður Sýnar hf nam 1.002 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins og jókst um 39 prósent á milli ára. Rekstrarhagnaður á öðrum ársfjórðungi var 574 milljónir króna samanborið við 322 milljónir á fyrra ári.

Viðskipti innlent