Vísindi

Fréttamynd

Nýfundið smástirni snýst á methraða

Nýfundið smástirni sýnst á methraða eða hringinn kringum sjálft sig á aðeins 42,7 sekúndum. Smástirnið sem ber nafnið 2008 HJ, sveif framhjá jörðinni í apríl s.l. og var þá á 162.000 km hraða.

Erlent
Fréttamynd

Gangsetja vélmennisarm geimfarins á Mars

Vísindamenn bandarísku Geimferðastofnunarinnar, NASA, eru nú að gangsetja vélmenisarm geimfarins Phoenix á Mars. Verk þetta hefur tafist um einn dag sökum vandræða í fjarskiptum við geimfarið.

Erlent
Fréttamynd

Fann 2.500 ára gamlan gullbikar undir rúminu

John Webber sjötugur Englendingur fann nýlega 2.500 ára gamlan gullbikar sem verið hafði undir rúmi hans í ein 60 ár. Bikarinn fékk Webber að gjöf frá afa sínum sem var brotajárnsali.

Erlent
Fréttamynd

Stærsta nagdýr sögunnar skreppur saman

Stærsta nagdýr sögunnar var ekki eins stórt og vísindamenn töldu áður. Er fyrstu fregnir bárust af fundi á steingerðri hauskúpu þess í Úrúgvæ var talið að það hefði verið á stærð við nautgrip og vegið eitt tonn. Nánari rannsóknir hafa leitt í ljós að þyngd þess og stærð var um þrefalt minni en það.

Erlent
Fréttamynd

Hlýnun jarðar ógnar fuglastofnum heimsins

Ný könnun á vegum BirdLife International sýnir að hlýnun jarðar ógnar nú fuglastofnum heimsins. Talið er að um áttundi hluti fuglastofna heimsins sé nú í útrýmingarhættu eða samtals 1.226 tegundir.

Erlent
Fréttamynd

Rannsaka dráp á sex bláum risastórum iguana-eðlum

Lögreglan á Cayman-eyjum rannsakar nú dráp á sex bláum risastórum iguana-eðlum á eyjunum. Eðlurnar voru drepnar í sérstakri útungunar- og uppeldisstöð fyrir þær en eðlurnar eru í mikilli útrýmingarhættu og algerlega friðaðar.

Erlent
Fréttamynd

Nýjar upplýsingar um svarthol í geimnum

Hópur vísindamanna við háskólann í Boston hefur sent frá sér nýjar upplýsingar um svarthol í geimnum. Þar kemur meðal annars fram að holur þessar senda frá sér straum af ögnum á næstum því ljóshraða.

Erlent