Kuldakast ekki yfirvofandi á Íslandi Kjartan Kjartansson skrifar 3. ágúst 2017 22:56 Ísland hefur ekki farið varhluta af þeirri hnattrænu hlýnun sem á sér nú stað á jörðinni af völdum manna. Vísir/Vilhelm Ekkert bendir til þess að Ísland sé að sigla inn í mikið kuldakast þessa stundina þrátt fyrir vísbendingar um að veiking hafstrauma valdi kuldapolli nærri landinu. Loftslagsfræðingur segir pollinn ekki ná til Íslands. Loftslagsvísindamenn hafa klórað sér í kollinum yfir áberandi kuldapolli sem hefur sést í hafinu suður af Íslandi og Grænlandi bæði í hitastigsmælingum og loftslagslíkönum til lengri tíma. Vísir greindi frá nýrri rannsókn í gær sem virðist renna stoðum undir kenningar um að þetta kuldafrávik á annars hlýnandi jörðu starfi mögulega að bráðnun íss á norðurskautinu.Minni kólnun og á smærra svæði en á hafísárunumÍ viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag sagði Halldór Björnsson, loftslagsfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, að kuldapollurinn sem um ræðir nái ekki að ströndum Íslands. „Það er kannski dálítið langt sagt að þetta sé við Ísland. Þetta er í raun og veru aðallega suðvestur eða suður af Grænlandi,“ sagði Halldór.Sjá einnig:Telja sig hafa skýringu á kuldapollinum við Ísland Pollurinn hafi verið greinilegur í gögnum um hnattrænan hita fyrir tveimur árum en stafaði þá af óvenjusvölum vetrarvindum frá Kanada sem kældu Atlantshafið á þessum slóðum. Hann er enn til staðar þar. Halldór rifjar upp kuldatímabil á Íslandi á 6. og 7. áratug síðustu aldar en það hafi verið nefnt hafísárin. Þá hafi verið frekar kalt á þessu hafsvæði. Kólnunin sem sjáist nú sunnan af Grænlandi séu mun minni og svæðið sömuleiðis.Kaldur blettur er greinilegur á grafi NASA og NOAA yfir miðgildishita á jörðinni metárið 2015.NASA/NOAAPollurinn hluti af stærri sögu um breytingar á hafstraumumRannsóknin sem Vísir fjallaði um segir Halldór tengjast vangaveltum um að kuldapollurinn sé hluti af stærri sögu um að kólnun muni mögulega eiga sér stað á norðanverðu Atlantshafi þegar hægir á hringrás í hafinu. Halldór segir að töluvert hafi verið skrifað um þessa hugmynd síðustu árin. Hún sé þó ekki enn viðtekin skýring á kuldafrávikinu í Norður-Atlantshafi. Ástæðan er meðal annars sú að kuldann þar síðustu ár megi skýra með tímabundinni sveiflunni í vetrarkulda frá Kanada. Loftslagslíkön bendi hins vegar til að mikil innspýting ferskvatns í hafið líkt og gerist með bráðnun íss á norðurskautinu um þessar mundir valdi kólnunarpolli af því tagi sem fjallað er um í rannsókninni.Halldór Björnsson er hópstjóri veðurs og loftslags á Veðurstofu Íslands.VísirGæti snúið við hlýnun hér tímabundiðHalldór hafnar því hins vegar að Ísland sé að sigla inn í kuldaskeið. Mun meiri ummerki séu um hlýnun á landinu þó að sveiflur séu á milli ára. Þannig sveiflur, eins og hafíssárin og skemmri hlýindaskeið, geti magnað upp og dregið úr hlýnuninni sem á sér nú stað á heimsvísu. Jafnvel geti komið tímabil þar sem tímabundin kólnun snúi hnattrænni hlýnun við hér á landi. Engin merki séu þó um það síðarnefnda nú. „Það er ekkert sem bendir til að akkúrat núna séum við að fara inn í mikið kuldakast,“ segir Halldór.Hér fyrir neðan má hlusta á viðtal Reykjavíkur síðdegis við Halldór Björnsson, loftslagsvísindamann Veðurstofu Íslands. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Ekkert bendir til þess að Ísland sé að sigla inn í mikið kuldakast þessa stundina þrátt fyrir vísbendingar um að veiking hafstrauma valdi kuldapolli nærri landinu. Loftslagsfræðingur segir pollinn ekki ná til Íslands. Loftslagsvísindamenn hafa klórað sér í kollinum yfir áberandi kuldapolli sem hefur sést í hafinu suður af Íslandi og Grænlandi bæði í hitastigsmælingum og loftslagslíkönum til lengri tíma. Vísir greindi frá nýrri rannsókn í gær sem virðist renna stoðum undir kenningar um að þetta kuldafrávik á annars hlýnandi jörðu starfi mögulega að bráðnun íss á norðurskautinu.Minni kólnun og á smærra svæði en á hafísárunumÍ viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag sagði Halldór Björnsson, loftslagsfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, að kuldapollurinn sem um ræðir nái ekki að ströndum Íslands. „Það er kannski dálítið langt sagt að þetta sé við Ísland. Þetta er í raun og veru aðallega suðvestur eða suður af Grænlandi,“ sagði Halldór.Sjá einnig:Telja sig hafa skýringu á kuldapollinum við Ísland Pollurinn hafi verið greinilegur í gögnum um hnattrænan hita fyrir tveimur árum en stafaði þá af óvenjusvölum vetrarvindum frá Kanada sem kældu Atlantshafið á þessum slóðum. Hann er enn til staðar þar. Halldór rifjar upp kuldatímabil á Íslandi á 6. og 7. áratug síðustu aldar en það hafi verið nefnt hafísárin. Þá hafi verið frekar kalt á þessu hafsvæði. Kólnunin sem sjáist nú sunnan af Grænlandi séu mun minni og svæðið sömuleiðis.Kaldur blettur er greinilegur á grafi NASA og NOAA yfir miðgildishita á jörðinni metárið 2015.NASA/NOAAPollurinn hluti af stærri sögu um breytingar á hafstraumumRannsóknin sem Vísir fjallaði um segir Halldór tengjast vangaveltum um að kuldapollurinn sé hluti af stærri sögu um að kólnun muni mögulega eiga sér stað á norðanverðu Atlantshafi þegar hægir á hringrás í hafinu. Halldór segir að töluvert hafi verið skrifað um þessa hugmynd síðustu árin. Hún sé þó ekki enn viðtekin skýring á kuldafrávikinu í Norður-Atlantshafi. Ástæðan er meðal annars sú að kuldann þar síðustu ár megi skýra með tímabundinni sveiflunni í vetrarkulda frá Kanada. Loftslagslíkön bendi hins vegar til að mikil innspýting ferskvatns í hafið líkt og gerist með bráðnun íss á norðurskautinu um þessar mundir valdi kólnunarpolli af því tagi sem fjallað er um í rannsókninni.Halldór Björnsson er hópstjóri veðurs og loftslags á Veðurstofu Íslands.VísirGæti snúið við hlýnun hér tímabundiðHalldór hafnar því hins vegar að Ísland sé að sigla inn í kuldaskeið. Mun meiri ummerki séu um hlýnun á landinu þó að sveiflur séu á milli ára. Þannig sveiflur, eins og hafíssárin og skemmri hlýindaskeið, geti magnað upp og dregið úr hlýnuninni sem á sér nú stað á heimsvísu. Jafnvel geti komið tímabil þar sem tímabundin kólnun snúi hnattrænni hlýnun við hér á landi. Engin merki séu þó um það síðarnefnda nú. „Það er ekkert sem bendir til að akkúrat núna séum við að fara inn í mikið kuldakast,“ segir Halldór.Hér fyrir neðan má hlusta á viðtal Reykjavíkur síðdegis við Halldór Björnsson, loftslagsvísindamann Veðurstofu Íslands.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira