Þingmaður spurði NASA út í siðmenningu á Mars fyrir þúsundum ára Kjartan Kjartansson skrifar 19. júlí 2017 14:49 Svona gæti Mars hafa litið út fyrir milljörðum ára. Reikistjarnan tapaði hins vegar lofthjúpi sínum og síðan nær öllu vatninu. NASA/GSFC Fundur hjá vísinda- og geimnefnd Bandaríkjaþings tók óvænta stefnu í gær þegar einn nefndarmanna spurði vísindamenn NASA hvort að hugsanlegt sé að geimverur hafi búið á reikistjörnunni Mars fyrir þúsundum ára. Mars eins og við þekkjum hann í dag er ísköld eyðimörk með örþunnan lofthjúp. Vísindamenn telja hins vegar að aðstæður á þessari nágrannareikistjörnu okkar hafi verið mun skaplegri í fyrndinni. Á þeim tíma hafi fljótandi vatn líklega myndað höf, vötn og ár sem hafa mótað yfirborð rauðu reikistjörnunnar. Fljótandi vatn er talin grunnforsenda lífs og því hafa vísindamenn leitt líkum að því að hugsanlega hafi líf haft tíma til að kvikna á Mars áður en reikistjarnan glataði lofthjúpi sínum og fljótandi vatn á yfirborðinu fraus.„Útilokar þú það?“ Hugmyndin um framþróaða siðmenningu Marsbúa hefur hins vegar eingöngu birst í kvikmyndum og bókum dreyminna jarðarbúa. Það stöðvaði þó ekki repúblikanann Dana Rohrabacher, þingmann frá Kaliforníu og fulltrúa í vísinda-, geim- og tækninefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í að spyrja vísindamenn NASA hvort mögulegt sé að geimverur hafi þróað siðmenningu á Mars fyrir „þúsundum ára“. „Það eru engar vísbendingar um slíkt sem ég veit um,“ svaraði Ken Farley, prófessor í jarðefnafræði við Tækniháskóla Kaliforníu (Caltech). Hann benti Rohrabacher einnig á að gögn frá Mars bendi til þess að aðstæður þar hafi verið aðrar og betri fyrir milljörðum ára en ekki þúsundum ára. Í raun telja vísindamenn að ef vatn flaut í raun um yfirborð Mars þá hafi það verið fyrir um 3,6 milljörðum ára.Repúblikaninn Dana Rohrabacher virðist hafa sérstakar hugmyndir um sólkerfið okkar.Vísir/EPARohrabacher var þó ekki alveg af baki dottinn og spurði Farley hvort að hann myndi útiloka að geimverur hafi verið á Mars. Sumir teldu það. „Ég myndi segja að það væri gríðarlega ósennilegt,“ svaraði Farley stuttlega, að því er kemur fram í frétt Space.com.Vildi vita hvenær koltvísýringur yrði hættulegur heilsu fólks Það er þó ekki aðeins um eðli og tímasetningu mögulegs lífs á Mars sem Rohrabacher hefur verið úti á túni með. Hann er á meðal fjölda flokksbræðra sinna í Repúblikanaflokknum sem neitar að samþykkja niðurstöður vísindamanna um allan heim að loftslagsbreytingar eigi sér stað á jörðinni og að þær séu af völdum manna. Spurði hann meðal annars John Holdren, þáverandi vísindaráðgjafa Baracks Obama, þegar hann kom fyrir þingnefndina við hvaða mörk gróðurhúsalofttegundin koltvísýringur yrði hættulegur heilsu manna. Vísindamenn vara við auknum styrki koltvísýrings, og annarra gróðurhúsalofttegunda, í lofthjúpi jarðar vegna þess að hann veldur hlýnun loftslags, ekki vegna þess að hann hafi bein heilsufarsleg áhrif á menn við núverandi styrk í lofthjúpnum.Í myndbandinu hér fyrir neðan má heyra spurningar Rohrabacher og svör Farley um siðmenningu á Mars. Vísindi Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Fundur hjá vísinda- og geimnefnd Bandaríkjaþings tók óvænta stefnu í gær þegar einn nefndarmanna spurði vísindamenn NASA hvort að hugsanlegt sé að geimverur hafi búið á reikistjörnunni Mars fyrir þúsundum ára. Mars eins og við þekkjum hann í dag er ísköld eyðimörk með örþunnan lofthjúp. Vísindamenn telja hins vegar að aðstæður á þessari nágrannareikistjörnu okkar hafi verið mun skaplegri í fyrndinni. Á þeim tíma hafi fljótandi vatn líklega myndað höf, vötn og ár sem hafa mótað yfirborð rauðu reikistjörnunnar. Fljótandi vatn er talin grunnforsenda lífs og því hafa vísindamenn leitt líkum að því að hugsanlega hafi líf haft tíma til að kvikna á Mars áður en reikistjarnan glataði lofthjúpi sínum og fljótandi vatn á yfirborðinu fraus.„Útilokar þú það?“ Hugmyndin um framþróaða siðmenningu Marsbúa hefur hins vegar eingöngu birst í kvikmyndum og bókum dreyminna jarðarbúa. Það stöðvaði þó ekki repúblikanann Dana Rohrabacher, þingmann frá Kaliforníu og fulltrúa í vísinda-, geim- og tækninefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í að spyrja vísindamenn NASA hvort mögulegt sé að geimverur hafi þróað siðmenningu á Mars fyrir „þúsundum ára“. „Það eru engar vísbendingar um slíkt sem ég veit um,“ svaraði Ken Farley, prófessor í jarðefnafræði við Tækniháskóla Kaliforníu (Caltech). Hann benti Rohrabacher einnig á að gögn frá Mars bendi til þess að aðstæður þar hafi verið aðrar og betri fyrir milljörðum ára en ekki þúsundum ára. Í raun telja vísindamenn að ef vatn flaut í raun um yfirborð Mars þá hafi það verið fyrir um 3,6 milljörðum ára.Repúblikaninn Dana Rohrabacher virðist hafa sérstakar hugmyndir um sólkerfið okkar.Vísir/EPARohrabacher var þó ekki alveg af baki dottinn og spurði Farley hvort að hann myndi útiloka að geimverur hafi verið á Mars. Sumir teldu það. „Ég myndi segja að það væri gríðarlega ósennilegt,“ svaraði Farley stuttlega, að því er kemur fram í frétt Space.com.Vildi vita hvenær koltvísýringur yrði hættulegur heilsu fólks Það er þó ekki aðeins um eðli og tímasetningu mögulegs lífs á Mars sem Rohrabacher hefur verið úti á túni með. Hann er á meðal fjölda flokksbræðra sinna í Repúblikanaflokknum sem neitar að samþykkja niðurstöður vísindamanna um allan heim að loftslagsbreytingar eigi sér stað á jörðinni og að þær séu af völdum manna. Spurði hann meðal annars John Holdren, þáverandi vísindaráðgjafa Baracks Obama, þegar hann kom fyrir þingnefndina við hvaða mörk gróðurhúsalofttegundin koltvísýringur yrði hættulegur heilsu manna. Vísindamenn vara við auknum styrki koltvísýrings, og annarra gróðurhúsalofttegunda, í lofthjúpi jarðar vegna þess að hann veldur hlýnun loftslags, ekki vegna þess að hann hafi bein heilsufarsleg áhrif á menn við núverandi styrk í lofthjúpnum.Í myndbandinu hér fyrir neðan má heyra spurningar Rohrabacher og svör Farley um siðmenningu á Mars.
Vísindi Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira