Þörungar gætu hraðað bráðnun Grænlandsjökuls Kjartan Kjartansson skrifar 25. júlí 2017 13:54 Grænlandsjökull bráðnar nú hratt vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Vísir/AFP Vísindamenn hafa áhyggjur af því að aukinn vöxtur þörunga á Grænlandsjökli geti hraðað bráðnun hans og þar af leiðandi hækkað yfirborð sjávar meira en spár hafa gert ráð fyrir. Hlýnandi loftslags hefur hleypt kappi í þörungagróðurinn. Þörungarnir dekkja yfirborð ísþekjunnar sem veldur því að hún drekkur í sig meiri sólargeislun og bráðnar meira en ella. Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC kemur fram að vísindamenn hafi aðeins nýlega beint sjónum sínum að áhrifum þörunganna á bráðnun íssins á Grænlandi þó að öld sé liðin frá því að þeirra varð fyrst vart þar. Ekki er þannig gert ráð fyrir áhrifum þörunga í spám loftslagsvísindamanna um hækkun yfirborðs sjávar í síðustu skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) árið 2013.Reyna að átta sig á umfangi bráðnunarinnarBráðnun Grænlandsjökuls hækkar nú yfirborð sjávar á heimsvísu um allt að millímetra á ári. Bráðnaði jökullinn allur myndi hann hækka sjávarstöðuna um sjö metra. „Fólk hefur miklar áhyggjur af möguleikanum á því að íshellan gæti bráðnað hraðar og hraðar í framtíðinni,“ segir Martyn Tranter frá Háskólanum í Bristol sem rannsakar nú þörungana við BBC. Tranter segist telja að hlýnun jarðar valdi því að þörungarnir sölsi undir sig æ stærri svæði á íshellunni. Það geti hraðað bráðnuninni og hækkun yfirborðs sjávar. „Verkefni okkar er að reyna að skilja hversu mikli bráðnun gæti átt sér stað,“ segir hann. Markmiðið er að hægt verði að taka áhrif þörunganna með í reikninginn í tölvulíkönum sem spá fyrir um bráðnun og hækkun yfirborðs sjávar. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Bráðnun á Grænlandi gæti valdið þurrki í Afríku Ferskvatn úr bráðnandi Grænlandsjökli gæti raksað hafstraumum og breytt veðurfari á viðkvæmu svæði í Afríku. Þurrkur og uppskerubrestur gæti valdið hörmungum fyrir milljónir manna þar samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. 6. júní 2017 22:02 Yfirborð sjávar hækkar hraðar Bráðnun Grænlandsjökuls og annarra jökla á landi vegna hnattrænnar hlýnunar hefur stuðlað að því að yfirborð sjávar hækkar nú hraðar en fyrir rúmum tveimur áratugum. 27. júní 2017 11:44 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Sjá meira
Vísindamenn hafa áhyggjur af því að aukinn vöxtur þörunga á Grænlandsjökli geti hraðað bráðnun hans og þar af leiðandi hækkað yfirborð sjávar meira en spár hafa gert ráð fyrir. Hlýnandi loftslags hefur hleypt kappi í þörungagróðurinn. Þörungarnir dekkja yfirborð ísþekjunnar sem veldur því að hún drekkur í sig meiri sólargeislun og bráðnar meira en ella. Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC kemur fram að vísindamenn hafi aðeins nýlega beint sjónum sínum að áhrifum þörunganna á bráðnun íssins á Grænlandi þó að öld sé liðin frá því að þeirra varð fyrst vart þar. Ekki er þannig gert ráð fyrir áhrifum þörunga í spám loftslagsvísindamanna um hækkun yfirborðs sjávar í síðustu skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) árið 2013.Reyna að átta sig á umfangi bráðnunarinnarBráðnun Grænlandsjökuls hækkar nú yfirborð sjávar á heimsvísu um allt að millímetra á ári. Bráðnaði jökullinn allur myndi hann hækka sjávarstöðuna um sjö metra. „Fólk hefur miklar áhyggjur af möguleikanum á því að íshellan gæti bráðnað hraðar og hraðar í framtíðinni,“ segir Martyn Tranter frá Háskólanum í Bristol sem rannsakar nú þörungana við BBC. Tranter segist telja að hlýnun jarðar valdi því að þörungarnir sölsi undir sig æ stærri svæði á íshellunni. Það geti hraðað bráðnuninni og hækkun yfirborðs sjávar. „Verkefni okkar er að reyna að skilja hversu mikli bráðnun gæti átt sér stað,“ segir hann. Markmiðið er að hægt verði að taka áhrif þörunganna með í reikninginn í tölvulíkönum sem spá fyrir um bráðnun og hækkun yfirborðs sjávar.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Bráðnun á Grænlandi gæti valdið þurrki í Afríku Ferskvatn úr bráðnandi Grænlandsjökli gæti raksað hafstraumum og breytt veðurfari á viðkvæmu svæði í Afríku. Þurrkur og uppskerubrestur gæti valdið hörmungum fyrir milljónir manna þar samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. 6. júní 2017 22:02 Yfirborð sjávar hækkar hraðar Bráðnun Grænlandsjökuls og annarra jökla á landi vegna hnattrænnar hlýnunar hefur stuðlað að því að yfirborð sjávar hækkar nú hraðar en fyrir rúmum tveimur áratugum. 27. júní 2017 11:44 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Sjá meira
Bráðnun á Grænlandi gæti valdið þurrki í Afríku Ferskvatn úr bráðnandi Grænlandsjökli gæti raksað hafstraumum og breytt veðurfari á viðkvæmu svæði í Afríku. Þurrkur og uppskerubrestur gæti valdið hörmungum fyrir milljónir manna þar samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. 6. júní 2017 22:02
Yfirborð sjávar hækkar hraðar Bráðnun Grænlandsjökuls og annarra jökla á landi vegna hnattrænnar hlýnunar hefur stuðlað að því að yfirborð sjávar hækkar nú hraðar en fyrir rúmum tveimur áratugum. 27. júní 2017 11:44
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent