Leitar að náttúrulegum rannsóknarstöðvum við strendur Íslands Kjartan Kjartansson skrifar 26. júlí 2017 11:04 Súrnun sjávar er hraðari á norðurslóðum því kaldari sjór drekkur í sig meiri koltvísýring en hlýrri. Áhrifin á lífverur eru enn lítt þekkt. Vísir/Valli Vísindamenn reyna nú að finna uppsprettur koltvísýrings á hafsbotni við strendur á Íslandi. Þær geta verið náttúrulegar rannsóknarstöðvar til að kanna áhrif súrnunar sjávar á lífríki, að sögn Hrannar Egilsdóttur, sjávarlíffræðings. Súrnun sjávar er fylgifiskur gríðarlegrar losunar manna á koltvísýringi sem veldur einnig hnattrænni hlýnun. Hafið hefur tekið upp um þriðjung koltvísýringsins sem menn hafa losað og hefur það valdið súrnun þess. Um leið og hafið súrnar lækkar kalkmettun þess en það getur haft áhrif á kalkmyndandi lífverur eins og kórala og skeldýr sem oft eru undirstöður vistkerfa.Heimamenn segja frá gasuppsprettum í BreiðafirðiÍ Bítinu í morgun lýsti Hrönn því hversu lítið væri í raun vitað um áhrif súrnunar sjávar. Það sé erfitt rannsóknarefni því margir umhverfisþættir séu að verki í hafinu og þeir séu einnig að breytast á hlýnandi jörðu. „Þar í ofanálag vitum við bara svo ofboðslega lítið um vistfræði sjávar. Grunnsævi á Íslandi hafa til dæmis ekki verið mikið rannsökuð. Hafró hefur náttúrulega lagt mesta áherslu á djúpsævi þar sem fiskurinn er,“ sagði Hrönn. Vettvangsvinna er nú að hefjast við Breiðafjörð þar sem Hrönn og fleiri vísindamenn leita að náttúrulegum uppsprettum koltvísýrings á hafsbotninum og kanna lífríkið í kringum þær. Slíkar uppsprettur eru algengar á jarðhitasvæðum eins og ísland er.Hrönn Egilsdóttir hefur verið leiðandi í rannsóknum á súrnun sjávar á Íslandi. Hún er nýdoktor í sjávarlíffræði við Háskóla Íslands.Vísir„Þetta verkefni felst í að finna og athuga hvort að það séu til svona náttúrulegar rannsóknarstöðvar í hafinu við Ísland þar sem CO2-gas kemur af hafsbotni. Til samanburðar þá eru ölkeldur á landi álíka svæði. Spurningin er: er þetta til einhvers staðar í sjónum?“ segir Hrönn. Upplýsingasöfnunin fyrir verkefnið hefur að miklu leyti falist í að ræða við heimafólk við Breiðafjörð og á Vestfjörðum. Þar segir Hrönn að fólk kannist við uppstreymi gass í norðanverðum Breiðafirði. Hún vonast til að kafa eftir tveimur slíkum stöðum á næstunni.Mikilvægt að kortleggja búsvæði og umhverfisþættiHrönn telur að súrnun sjávar geti aðallega haft áhrif á íslenska fiskistofna í gegnum fæðukeðjuna. Hins vegar þurfi að kortleggja búsvæði og hvaða umhverfisþættir séu mikilvægir fyrir tilteknar lífverur. „Ef við áttum okkur á hvaða umhverfisþættir eru mikilvægir fyrir hvaða lífverur þá fyrst gætum við mögulega farið að sjá hvernig umhverfisbreytingar til framtíðar gætu haft áhrif á vistkerfin við Ísland,“ segir hún.Sjá einnig:Súrnun sjávar: Ísland á versta mögulega stað Hyggst Hrönn hefja kortlagningu á búsvæðum við Reykjaneshrygg og skoða hvaða umhverfisþættir eru mikilvægir fyrir hvaða samfélög lífvera þegar hún hefur störf hjá Hafró í haust. Leggur hún mikla áherslu á að eina leiðin til að vinna gegn súrnun sjávar sé að menn dragi úr losun sinni á koltvísýringi sem veldur einnig breytingum á loftslagi jarðar.Hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið við Hrönn Egilsdóttur, sjávarlíffræðing, í Bítinu í heild sinni. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Erlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Vísindamenn reyna nú að finna uppsprettur koltvísýrings á hafsbotni við strendur á Íslandi. Þær geta verið náttúrulegar rannsóknarstöðvar til að kanna áhrif súrnunar sjávar á lífríki, að sögn Hrannar Egilsdóttur, sjávarlíffræðings. Súrnun sjávar er fylgifiskur gríðarlegrar losunar manna á koltvísýringi sem veldur einnig hnattrænni hlýnun. Hafið hefur tekið upp um þriðjung koltvísýringsins sem menn hafa losað og hefur það valdið súrnun þess. Um leið og hafið súrnar lækkar kalkmettun þess en það getur haft áhrif á kalkmyndandi lífverur eins og kórala og skeldýr sem oft eru undirstöður vistkerfa.Heimamenn segja frá gasuppsprettum í BreiðafirðiÍ Bítinu í morgun lýsti Hrönn því hversu lítið væri í raun vitað um áhrif súrnunar sjávar. Það sé erfitt rannsóknarefni því margir umhverfisþættir séu að verki í hafinu og þeir séu einnig að breytast á hlýnandi jörðu. „Þar í ofanálag vitum við bara svo ofboðslega lítið um vistfræði sjávar. Grunnsævi á Íslandi hafa til dæmis ekki verið mikið rannsökuð. Hafró hefur náttúrulega lagt mesta áherslu á djúpsævi þar sem fiskurinn er,“ sagði Hrönn. Vettvangsvinna er nú að hefjast við Breiðafjörð þar sem Hrönn og fleiri vísindamenn leita að náttúrulegum uppsprettum koltvísýrings á hafsbotninum og kanna lífríkið í kringum þær. Slíkar uppsprettur eru algengar á jarðhitasvæðum eins og ísland er.Hrönn Egilsdóttir hefur verið leiðandi í rannsóknum á súrnun sjávar á Íslandi. Hún er nýdoktor í sjávarlíffræði við Háskóla Íslands.Vísir„Þetta verkefni felst í að finna og athuga hvort að það séu til svona náttúrulegar rannsóknarstöðvar í hafinu við Ísland þar sem CO2-gas kemur af hafsbotni. Til samanburðar þá eru ölkeldur á landi álíka svæði. Spurningin er: er þetta til einhvers staðar í sjónum?“ segir Hrönn. Upplýsingasöfnunin fyrir verkefnið hefur að miklu leyti falist í að ræða við heimafólk við Breiðafjörð og á Vestfjörðum. Þar segir Hrönn að fólk kannist við uppstreymi gass í norðanverðum Breiðafirði. Hún vonast til að kafa eftir tveimur slíkum stöðum á næstunni.Mikilvægt að kortleggja búsvæði og umhverfisþættiHrönn telur að súrnun sjávar geti aðallega haft áhrif á íslenska fiskistofna í gegnum fæðukeðjuna. Hins vegar þurfi að kortleggja búsvæði og hvaða umhverfisþættir séu mikilvægir fyrir tilteknar lífverur. „Ef við áttum okkur á hvaða umhverfisþættir eru mikilvægir fyrir hvaða lífverur þá fyrst gætum við mögulega farið að sjá hvernig umhverfisbreytingar til framtíðar gætu haft áhrif á vistkerfin við Ísland,“ segir hún.Sjá einnig:Súrnun sjávar: Ísland á versta mögulega stað Hyggst Hrönn hefja kortlagningu á búsvæðum við Reykjaneshrygg og skoða hvaða umhverfisþættir eru mikilvægir fyrir hvaða samfélög lífvera þegar hún hefur störf hjá Hafró í haust. Leggur hún mikla áherslu á að eina leiðin til að vinna gegn súrnun sjávar sé að menn dragi úr losun sinni á koltvísýringi sem veldur einnig breytingum á loftslagi jarðar.Hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið við Hrönn Egilsdóttur, sjávarlíffræðing, í Bítinu í heild sinni.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Erlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira