Fullyrða að losun gróðurhúsalofttegunda sé vantalin Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2017 09:57 Rannsóknastöð í Jungfraujoch í svissnesku Ölpunum hefur mælt meiri losun gróðurhúsalofttegundar í Ítalíu en þarlend stjórnvöld gefa upp. Empa.ch Raunveruleg losun öflugra gróðurhúsalofttegunda er meiri en sum ríki sem eiga aðild að Parísarsamkomulaginu gefa upp í losunarbókhaldi sínu. Breska ríkisútvarpið BBC fullyrðir þetta eftir úttekt sem það gerði. Vitnar BBC til mælinga svissneskra vísindamanna á miklu magni gróðurhúsalofttegunda á norðanverðri Ítalíu. Samkvæmt þeim eru þar losuð á bilinu 60-80 tonn af gróðurhúsalofttegundinni HFC-23. Ítölsk stjórnvöld gefa hins vegar aðeins upp innan við tíu tonn til Kýótó-sáttmálans, undanfara Parísarsamkomulagsins. Ítalska umhverfisstofnunin segir BBC að hún standi við opinberar tölur sínar og hafnar niðurstöðum svissnesku vísindamannanna.Hátt í 15.000 sinnum öflugri en koltvísýringurHFC-23 er svonefnt vetnisflúorkolefni en það er notað við framleiðslu ísskápa og loftræstikerfa. Gastegundin er 14.800 sinnum öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur miðað við hundrað ára líftíma í lofthjúpi jarðar. Losun vetnisflúorkolefna var metin 3% af heildarlosun Evrópusambandsríkja á gróðurhúsalofttegundum árið 2015 samkvæmt opinberu losunarbókhaldi sambandsins. BBC segir að óvissa um nákvæma losun einstakra landa eins og Kína, Indlands og fjölda þróunarríkja sé mikil. Í Kína og Indlandi, tveimur af þremur löndum heims sem losa mest, er óvissan um losun sumra gróðurhúsalofttegunda sögð svo mikil að henni getið skeikað um 100% í hvora áttina sem er.Menn losa nú rúmlega 30 milljarða tonna af koltvísýringsígildum á ári.Vísir/GettyAðferðir og bókhald í sífelldri þróunKári Jónsson, sérfræðingur á sviði náttúru hjá Umhverfisstofnun, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að losunarbókhald ríkja sé mat á losun og því séu oft frávik frá raunverulegri eða mældri losun að finna í því. Töluverð óvissa geti fylgt mati á losun líkt og úttekt BBC leiði í ljós. Losunarbókhöld landa eigi hins vegar að vera í stöðugri þróun og aðferðafræði við útreikninga endurmetin þegar nýjar og betri upplýsingar komi fram. BBC hefur eftir sérfræðingum að óvissan um losun einstakra ríkja geti ógnað Parísarsamkomulaginu. Samkvæmt því eiga ríkin sjálf að meta losun sína í bókhaldi og setja sér markmið um að draga úr henni. „Án góðra upplýsinga til grundvallar fellur París í raun um sjálft sig. Það verður aðeins að málfundarfélagi án mikils árangurs,“ segir Glen Peters frá Alþjóðlegu loftslagsrannsóknamiðstöðinni í Osló.Styrkur koltvísýrings ekki meiri í hundruð þúsunda áraÞó að úttekt BBC bendi til þess að veruleg óvissa gæti verið um hlut einstakra ríkja í losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun á jörðinni hefur það ekki áhrif á mælingar vísindamanna á styrk þeirra í lofthjúpnum. Styrkur koltvísýrings í andrúmslofti er nú yfir 400 hlutum af milljón að jafnaði. Hann hefur ekki verið hærri í að minnsta kosti 400.000 ár. Hlutfall gróðurhúsalofttegundarinnar í lofthjúpnum hefur aukist um um það bil 40% frá því fyrir iðnbyltingu. Bruni manna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi er aðalorsök losunar á gróðurhúsalofttegundum. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Raunveruleg losun öflugra gróðurhúsalofttegunda er meiri en sum ríki sem eiga aðild að Parísarsamkomulaginu gefa upp í losunarbókhaldi sínu. Breska ríkisútvarpið BBC fullyrðir þetta eftir úttekt sem það gerði. Vitnar BBC til mælinga svissneskra vísindamanna á miklu magni gróðurhúsalofttegunda á norðanverðri Ítalíu. Samkvæmt þeim eru þar losuð á bilinu 60-80 tonn af gróðurhúsalofttegundinni HFC-23. Ítölsk stjórnvöld gefa hins vegar aðeins upp innan við tíu tonn til Kýótó-sáttmálans, undanfara Parísarsamkomulagsins. Ítalska umhverfisstofnunin segir BBC að hún standi við opinberar tölur sínar og hafnar niðurstöðum svissnesku vísindamannanna.Hátt í 15.000 sinnum öflugri en koltvísýringurHFC-23 er svonefnt vetnisflúorkolefni en það er notað við framleiðslu ísskápa og loftræstikerfa. Gastegundin er 14.800 sinnum öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur miðað við hundrað ára líftíma í lofthjúpi jarðar. Losun vetnisflúorkolefna var metin 3% af heildarlosun Evrópusambandsríkja á gróðurhúsalofttegundum árið 2015 samkvæmt opinberu losunarbókhaldi sambandsins. BBC segir að óvissa um nákvæma losun einstakra landa eins og Kína, Indlands og fjölda þróunarríkja sé mikil. Í Kína og Indlandi, tveimur af þremur löndum heims sem losa mest, er óvissan um losun sumra gróðurhúsalofttegunda sögð svo mikil að henni getið skeikað um 100% í hvora áttina sem er.Menn losa nú rúmlega 30 milljarða tonna af koltvísýringsígildum á ári.Vísir/GettyAðferðir og bókhald í sífelldri þróunKári Jónsson, sérfræðingur á sviði náttúru hjá Umhverfisstofnun, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að losunarbókhald ríkja sé mat á losun og því séu oft frávik frá raunverulegri eða mældri losun að finna í því. Töluverð óvissa geti fylgt mati á losun líkt og úttekt BBC leiði í ljós. Losunarbókhöld landa eigi hins vegar að vera í stöðugri þróun og aðferðafræði við útreikninga endurmetin þegar nýjar og betri upplýsingar komi fram. BBC hefur eftir sérfræðingum að óvissan um losun einstakra ríkja geti ógnað Parísarsamkomulaginu. Samkvæmt því eiga ríkin sjálf að meta losun sína í bókhaldi og setja sér markmið um að draga úr henni. „Án góðra upplýsinga til grundvallar fellur París í raun um sjálft sig. Það verður aðeins að málfundarfélagi án mikils árangurs,“ segir Glen Peters frá Alþjóðlegu loftslagsrannsóknamiðstöðinni í Osló.Styrkur koltvísýrings ekki meiri í hundruð þúsunda áraÞó að úttekt BBC bendi til þess að veruleg óvissa gæti verið um hlut einstakra ríkja í losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun á jörðinni hefur það ekki áhrif á mælingar vísindamanna á styrk þeirra í lofthjúpnum. Styrkur koltvísýrings í andrúmslofti er nú yfir 400 hlutum af milljón að jafnaði. Hann hefur ekki verið hærri í að minnsta kosti 400.000 ár. Hlutfall gróðurhúsalofttegundarinnar í lofthjúpnum hefur aukist um um það bil 40% frá því fyrir iðnbyltingu. Bruni manna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi er aðalorsök losunar á gróðurhúsalofttegundum.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira