Vísindi

Fréttamynd

Fólk glímir enn við fjöl­þætt ein­kenni mánuðum eftir veikindin

Þótt einkennum fækki og dragi úr styrkleika þá er fólk sem smitaðist af kórónuveirunni engu að síður að glíma við fjölþætt einkenni mánuði eftir veikindin. Hafi þetta áhrif á daglegt líf, sem lýsi sér einkum í þreytu, mæði og verkjum. Fyrstu niðurstöður íslenskrar rannsóknar á Landspítala ogHáskóla Íslands benda til þessa.

Innlent
Fréttamynd

Nóbelinn í efnafræði fyrir framfarir í erfðatækni

Þær Emmanuelle Charpentier og Jennifer Doudna hluti Nóbelsverðlaun í efnafræði í morgun fyrir að þróa aðferð til þess að breyta erfðamengi sem hefur verið kennd við CRISPR/Cas9. Tæknin er sögð byltingarkennd fyrir lífvísindi.

Erlent
Fréttamynd

Gjör­bylting í með­ferð krabba­meina

Gjörbylting hefur orðið síðustu ár í meðferð krabbameinsveikra með nýjum líftæknilyfjum. Maður sem greindist með alvarlegasta stig krabbameins sem hafði dreift sér, læknaðist eftir slíka meðferð.

Innlent
Fréttamynd

Fingraför manna alls staðar á gróðureldunum vestanhafs

Loftslagsbreytingar af völdum manna sköpuðu aðstæðurnar sem hafa gert gróðureldana miklu í vestanverðum Bandaríkjunum enn verri en ella. Fleiri mannanna verk hafa þó stuðlað að alvarleika eldanna, þar á meðal umhirða skóga og skipulag byggðar.

Erlent
Fréttamynd

Fundu mögulegar vísbendingar um líf á Venusi

Gastegund sem gæti verið afurð örvera fannst við rannsóknir á reikistjörnunni Venusi. Vangaveltur hafa lengi verið uppi um að líf gæti mögulega þrifist í efri lögum lofthjúps reikistjörnunnar en þetta er í fyrsta skipti sem mögulegar vísbendingar um líf þar hafa fundist.

Erlent
Fréttamynd

Afríka laus við mænu­sótt

Um er að ræða stærsta sigurinn á sviði lýðheilsu í Afríku frá því að tókst að útrýma bólusótt. Þannig lýsir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) því að nú hafi tekist að útrýma mænusótt í öllum ríkjum Afríku.

Erlent
Fréttamynd

Leita enn að því sem féll í sjóinn

Enn er verið að að athuga hvort hægt sé að endurheimta þá hluta Skylark Micro eldflaugarinnar sem féllu í sjóinn eftir vel heppnað eldflaugaskot á Langanesi um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Vísindamenn segja erfitt að treysta bóluefni Rússa

Vísindamenn eru sumir hverjir undrandi yfir tilkynningu Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um það að heilbrigðisyfirvöld í landinu hafi lagt blessun sína yfir bóluefni gegn kórónuveirunni sem þróað var í Rússlandi.

Erlent
Fréttamynd

Smíða stærsta kjarnasamrunaofn í heimi

Vinna hófst í Frakklandi í dag við byggingu stærsta kjarnasamrunaofn heims. Þessi alþjóðlega vinna mun standa yfir í fimm ár, samkvæmt áætlunum, og munu þá hefjast tilraunir með samruna í lok árs 2025.

Erlent