Lýsir loftlagsskýrslu sem rauðri viðvörun fyrir mannkynið Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2021 09:55 António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Vísir/EPA Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að ný skýrslu loftslagsnefndar þeirra sé „rauð viðvörun“ fyrir mannkynið. Í skýrslunni kemur fram að metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins gæti verið fyrir bí snemma á næsta áratug. „Hringingar viðvörunarbjallnanna eru ærandi og sönnunargögnin eru óhrekjanleg: gróðurhúsalofttegundir frá brennslu jarðefnaeldsneytis og eyðing skóga eru að kæfa plánetuna okkar og setja líf milljarða manna í hættu,” segir António Guterres, aðalframkvæmdastjóri SÞ, í yfirlýsingu eftir að sjötta úttektarskýrsla loftslagsnefndarinnar (IPCC) birtist í morgun. Nú er reiknað með að hnattræn hlýnun fari umfram 1,5°C strax snemma á fjórða áratug þessarar aldar. Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hlýnun innan við 1,5-2°C á þessari öld. Varað er við því að veðuröfgar verði tíðari og alvarlegri samhliða aukinni hlýnun. Nær beint samband er á milli aukins styrks gróðurhúsalofttegunda vegna losunar manna á koltvísýringi og hlýnunar jarðar. Því segir Guterres að skýrslan eigi að vera „rothögg fyrir kola- og jarðefnaeldsneyti áður en þau ganga af plánetunni dauðri“. Ríkjum beri að hætta allri nýrri olíuleit og vinnslu og frá og með 2030 þurfi að ferfalda sólar- og vindorkuvinnslu og þrefalda fjárfestingar í endurnýjanlegri orku. „Þetta er nauðsynlegt til þess að ná því marki að nettólosun gróðurhúsalofttegunda verði engin um miðja öldina,“ segir Guterres. Í skýrslunni kemur fram að ef dregið verður hratt úr losun gæti hnattræn hlýnun náð hámarki þegar hún er komin nokkuð yfir 1,5°C og síðan lækkað niður fyrir það mark fyrir lok aldarinnar. „Ef við leggjumst öll á eitt núna getum við afstýrt loftslagshamförum. En eins og skýrslan sem kom út í dag sýnir fram á megum við engan tíma missa og það er ekkert rými fyrir afsakanir. Ég treysti því að leiðtogar ríkja og aðrir sem hlut eiga að máli tryggi að COP26-loftslagsráðstefnan verði árangursrík,“ segir Guterres og vísar til ráðstefnunnar sem haldin verður í Glasgow í haust. Sameinuðu þjóðirnar Loftslagsmál Vísindi COP26 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira
„Hringingar viðvörunarbjallnanna eru ærandi og sönnunargögnin eru óhrekjanleg: gróðurhúsalofttegundir frá brennslu jarðefnaeldsneytis og eyðing skóga eru að kæfa plánetuna okkar og setja líf milljarða manna í hættu,” segir António Guterres, aðalframkvæmdastjóri SÞ, í yfirlýsingu eftir að sjötta úttektarskýrsla loftslagsnefndarinnar (IPCC) birtist í morgun. Nú er reiknað með að hnattræn hlýnun fari umfram 1,5°C strax snemma á fjórða áratug þessarar aldar. Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hlýnun innan við 1,5-2°C á þessari öld. Varað er við því að veðuröfgar verði tíðari og alvarlegri samhliða aukinni hlýnun. Nær beint samband er á milli aukins styrks gróðurhúsalofttegunda vegna losunar manna á koltvísýringi og hlýnunar jarðar. Því segir Guterres að skýrslan eigi að vera „rothögg fyrir kola- og jarðefnaeldsneyti áður en þau ganga af plánetunni dauðri“. Ríkjum beri að hætta allri nýrri olíuleit og vinnslu og frá og með 2030 þurfi að ferfalda sólar- og vindorkuvinnslu og þrefalda fjárfestingar í endurnýjanlegri orku. „Þetta er nauðsynlegt til þess að ná því marki að nettólosun gróðurhúsalofttegunda verði engin um miðja öldina,“ segir Guterres. Í skýrslunni kemur fram að ef dregið verður hratt úr losun gæti hnattræn hlýnun náð hámarki þegar hún er komin nokkuð yfir 1,5°C og síðan lækkað niður fyrir það mark fyrir lok aldarinnar. „Ef við leggjumst öll á eitt núna getum við afstýrt loftslagshamförum. En eins og skýrslan sem kom út í dag sýnir fram á megum við engan tíma missa og það er ekkert rými fyrir afsakanir. Ég treysti því að leiðtogar ríkja og aðrir sem hlut eiga að máli tryggi að COP26-loftslagsráðstefnan verði árangursrík,“ segir Guterres og vísar til ráðstefnunnar sem haldin verður í Glasgow í haust.
Sameinuðu þjóðirnar Loftslagsmál Vísindi COP26 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira