Íslandsvinir

Fréttamynd

Gekk á reipi við eldgosið

Ævintýramaðurinn og áhrifavaldurinn Jay Alvarez var staddur hér á landi í vikunni og heimsótti gosstöðvarnar í Meradölum. Hann setti reipi upp við bíl sinn, gekk yfir það og náði mögnuðu myndbandi af því.

Lífið
Fréttamynd

Patman nýr sendiherra á Íslandi

Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi tillögu Joes Biden um að skipa Carrin F. Patman í embætti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

John Travolta með krakkana á Íslandi

John Travolta virðist einn þeirra sem ferðaðist um okkar fallegu eyju í sumar ef marka má Instagram-færslu sem hann birti í gær. Svo virðist sem hann hafi komið hingað með alla fjölskylduna og vinafólk fyrr í sumar á einni einkaþotunni sinni.

Lífið
Fréttamynd

Ben Stiller í Flatey með Ólafi Darra

Stórleikarinn Ben Stiller virðist vera staddur á landinu og samkvæmt Eiríki Jónssyni sást hann í  Flatey á Breiðarfirði með vini sínum og samstarfsfélaga Ólafi Darra leikara. 

Lífið
Fréttamynd

LeBron skoðaði Drang­ey með fyrir­liða Tinda­stóls

Stórstjarnan LeBron James virðist heldur betur hafa notið lífsins á Ísland ef marka má fréttir og myndir af kappanum hér á landi. Nýjustu myndirnar sýna LeBron og Helga Rafn Viggósson, fyrirliða körfuknattsleiksliðs Tindastóls, í mesta bróðerni.

Körfubolti
Fréttamynd

Rebel Wilson er á Íslandi

Leikkonan Rebel Wilson er stödd á Íslandi ásamt kærustu sinni Ramonu Agruma. Hún birti mynd af sér þar sem hún var í miðnætursundi og af parinu í þyrluferð. Miðað við textann sem fylgir myndunum þykir þeim heldur kalt á landinu. 

Lífið
Fréttamynd

LeBron staddur á Íslandi

Körfuboltastjarnan LeBron James er staddur á Íslandi ef marka má mynd sem birtist af kappanum á Facebook síðdegis. Á myndinni stendur James með Smára Stefánssyni, eiganda The Cave People, fyrir framan Laugarvatnshella.

Lífið
Fréttamynd

Dua Lipa stödd á Íslandi

Breska tónlistarkonan Dua Lipa virðist vera á Íslandi ef marka má Instagram-sögu hennar. Þar birtir hún mynd af manni að dansa á rauðum sandi og í bakgrunn má sjá glitta í bíla frá kvikmyndatækjaleigunni Kukl.

Lífið
Fréttamynd

Lilja heimsótti Pussy Riot

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hitti meðlimi hljómsveitarinnar Pussy Riot á æfingu sveitarinnar í Reykjavík. Hljómsveitin undirbýr tónleikaröð sína um Evrópu hér á landi og hefur verið við æfingar undanfarna daga í Þjóðleikhúsinu. Sveitin flaug af landi brott í morgun.

Innlent
Fréttamynd

„Það er ekkert plan B“

Bandarískur áhrifavaldur segir það hafa verið mikið áfall að vera synjað um dvalarleyfi á Íslandi en henni hefur verið gert að yfirgefa landið innan mánaðar. Hún er þó vongóð um farsæla lausn og segir ekkert annað koma til greina en líf á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Skepta heldur tón­­leika á Ís­landi í sumar

Einn stærsti tón­listar­maður Bret­lands, rapparinn Skepta, er væntan­legur til landsins til að halda sínu fyrstu sól­ótó­leika á Ís­landi. Hann er ein stærsta stjarna rapp­heimsins sem hefur haldið tón­leika á Ís­landi.

Tónlist
Fréttamynd

Elskaði Ís­land en tröllin komu á ó­vart

Leikkonan Kaley Cuoco segist yfir sig hrifin af Íslandi. Hún heimsótti landið ásamt tökuliði í desember síðastliðnum og segir að „tröllaárátta“ Íslendinga hafi komið henni á óvart. Skilti með myndum af tröllum hafi verið út um allt land.

Lífið
Fréttamynd

John B á Íslandi um páskana

Tónlistarmaðurinn John B kemur fram á Húrra miðvikudaginn 13. apríl og mun þeyta skífum á vegum plötusnúðahópsins Hausa sem fagna tíu ára starfsafmæli á þessu ári.

Tónlist
Fréttamynd

Biðu í röð á meðan Louis Tomlinson skellti sér í Sky Lagoon

Louis Tomlinson, fyrrverandi meðlimur strákasveitarinnar frægu One Direction, heldur fjölmenna tónleika í Origo-höllinni í kvöld. Aðdáendur söngvarans höfðu sumir staðið í röð fyrir utan höllina í þrjá daga. Tónlistarmaðurinn ákvað að undirbúa sig fyrir tónleikanna með því að skella sér í Sky Lagoon. 

Lífið
Fréttamynd

Katy Perry kemur til Ís­lands í sumar

Bandaríska söngkonan Kary Perry mun koma til Íslands næsta sumar í tilefni af því að hún verður svokölluð „guðmóðir“ skemmtiferðaskipsins Norwegian Prima sem mun fá formlega nafngift við Skarfabakka í Reykjavík í ágúst næstkomandi.

Lífið
Fréttamynd

Daði Freyr og Tusse í dómnefnd Söngvakeppninnar

Eurovision fararnir Daði Freyr og Tusse eru meðal þeirra sem skipa dómnefndina fyrir úrslit Söngvakeppninnar en dómnefndin var kynnt í morgun. Báðir munu þeir einnig stíga á svið í kvöld en fimm lög keppa í úrslitunum. 

Lífið