Myndaveisla frá heimsókn Pele: Reif í einn ljóshærðan hnokka fyrir myndatöku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. desember 2022 12:25 Einar Jónsson umkringdur kempum. Frá vinstri: Ásgeir Elíasson, Pele, Hrannar Már Hallkellsson, Ásgeir Sigurvinsson, Pétur Ormslev, Ríkharður Daðason, Þorvaldur Örlygsson og Guðmundur Páll Gíslason. Myndasafn JGK „Þetta er mjög eftirminnilegt. Það átti að fara að loka dyrunum að einhverjum sal þar sem eðalmenni áttu að fá að vera í friði. Þá rífur hann í mig,“ segir Einar Jónsson um kynni sín af knattspyrnugoðsögninni Pele. Svarta perlan kvaddi þennan heim 82 ára að aldri í gær eftir glímu við krabbamein. Knattspyrnugoðsögnin heimsótti Ísland í ágúst 1991 en hann var þá á flakki um heiminn í tilefni útgáfu ævisögu hans. Háttvísi var þó boðskapurinn sem var áberandi við heimsókn Pele sem áritaði spjöld þar sem minnt var á þann ágæta boðskap. Pele flaug fyrst til Akureyrar þangað sem fólk flykktist á Akureyrarvöll til að bera stjörnuna augum. Þar kom í ljós að smá babb var komið í bátinn með ferðatöskur þess brasilíska. Pelé reddað á Akureyri Nefnd tók á móti Pelé og lögfræðingi hans á Keflavíkurflugvelli. Þar beið hópsins lítil flugvél sem flaug með hann beint til Akureyrar. En vesen með ferðatöskur fer greinilega ekki í manngreinarálit. Í Keflavík kom nefnilega í ljós að ferðatöskur Pelés og lögfræðings hans höfðu orðið eftir í Brasilíu. Þá voru nú góð ráð dýr. Akureyringar brugðust hratt við. Þegar komið var á Hótel KEA var búið að útvega allar helstu nauðsynjar fyrir töskulausa ferðalanga. Þar á meðal voru náttföt, náttsloppur, rakáhöld og annað nauðsynlegt fyrir ferðalag um landið. Þar á meðal hljóta að hafa verið spariföt því tekið er fram í frásögninni á öðrum stað að önnur föt hafi passað betur. Úr umfjöllun á heimasíðu UMFÍ þar sem vísað er í greinar í Lemúrnum og Íslenskri knattspyrnu Þaðan fór hann til Egilsstaða þar sem nýr grasvöllur knattspyrnudeildar Hattar var vígður. Í bók Víðis Sigurðssonar, Íslensk knattspyrnu, segir að Hermann Níelsson, formaður deildarinnar, hafi fylgst forviða með snillingnum. „Pelé og Ásgeir Sigurvinsson tóku miðju, og síðan dansaði Pelé upp völlinn með boltannn og skoraði með pottþéttu skoti frá vítateig í bláhornið. Ég hef aldrei séð aðra eins líkamsbeitingu við markskot, það var hrein list. Þó þarna væri fimmtugur maður á ferð, fór ekki á milli mála að um hreinan snilling var að ræða,“ sagði Hermann. Heimsókn Pele er rifjuð upp á heimasíðu Ungmennafélags Íslands sem gefið hefur út tímarit sitt Skinfaxa. Að sjálfsögðu var tekin mynd af Pele glugga í blaðið. Lemúrinn rifjaði upp heimsóknina fyrir nokkrum árum með sínum einstaka hætti. Pele með eintak af Skinfaxa á Egilsstöðum.Skinfaxi Í Vestmannaeyjum afhenti Pele svo verðlaun á Norðurlandamóti drengja. Englendingar unnu sigur á mótinu, já Norðurlandamótinu. Þá fór Pele í þyrlu frá Reykjavík til Akraness og snæddi þar hádegisverð með ýmsum gömlum kempum, svo sem knattspyrnuhetjunni og Skagamanninum Ríkharði Jónssyni, sem þá var 62 ára. Pelé fékk að gjöf handprjónaða ullapeysu sem gömul kona á Akranesi prjónaði, eins og segir í bók Víðis. Pele fylgdist svo með Pele-móti fyrir 6. flokk karla á Laugardalsvelli þar sem hann afhenti verðlaun. Fjölmargar myndir frá verðlaunaafhendingunni má sjá að neðan. Pele snæddi svo með stjórn KSÍ og borgarstjóra í Höfða og var við hátíðarkvöldverð á Hótel Sögu. Ásgeir Sigurvinsson og Pele ræða við unga aðdáendur. Pétur Ormslev, fyrirliði Fram á þeim tíma, fylgist með í bakgrunni.Myndasafn JGK Jóhann Gunnar Kristinsson, lengi vallarstjóri á Laugardalsvelli og ljósmyndari með meiru, tók fjölmargar myndir við heimsókn Pele. Þeirra á meðal mynd sem Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram í handbolta, birti á Facebook í tilefni tímamótanna. Myndin er tekin í gamla félagsheimili Fram í Safamýri. „Það voru alls konar fyrirmenni úr knattspyrnuheiminum mætt til að hitta hann,“ segir Einar auk þess sem allt var morandi í krökkum úr hverfinu. Fulltrúar ýmissa félaga, þeirra á meðal Edda Garðarsdóttir landsliðskona og KR-ingur, Kristinn V. Jóhannsson Framari, Guðmundur Þorkelsson úr Breiðabliki, Elfa Björk Erlingsdóttir Stjörnukona, Berglind Rafnsdóttir úr Val, Davíð Þór Viðarsson FH-ingur og Bjarni Bjarnason heitinn Víkingur.Myndasafn JGK „Það vissu allir að hann væri að koma. Svo var hann að árita hluti og svona, var í myndatökum. Svo stóðum við þarna nokkrir krakkar og þá rífur hann í mig,“ segir Einar hlæjandi. Þá hafi átt að funda með Pele, svipað og þegar karlmenn í gamla daga fóru afsíðis til að ræða alvöru mál og reykja vindla, án skarkalans. Einar er ekki viss hvers vegna Pele hafi rifið í sig. „Kannski hafði hann aldrei séð svona ljóshærðan strák áður,“ segir Einar sem skartaði ljósum lokkum á þessum tíma. Og gerir reyndar enn. Krakkarnir voru ekkert lítið spenntir fyrir komu goðsagnarinnar til Íslands.Myndasafn JGK Að neðan má sjá ýmsar myndir sem Jóhann Gunnar tók frá heimsókn Pele frá 11. til 14. ágúst. Þar bregður ýmsu góðu fólki fyrir og óhætt að segja að það borgi sig að vera með myndavélina á lofti til að skrá söguna. Eitthvað sem Framarar hafa getað treyst á svo áratugum skiptir. Myndasafn Jóhanns Gunnars má sjá hér. Framarar á Laugardalsvelli. Fremstur til hægri er Daði Guðmundsson, leikjahæsti leikmaður Fram frá upphafi.Myndasafn JGK Pele áritar „Fram í 80 ár“.Myndasafn JGK Jóhann Gunnar Kristinsson ljósmyndari ásamt leikmönnum í 82 árgangi Framara. Þeirra á meðal Kristinn sonur hans og vallarstjóri á Laugardalsvelli, Guðmundur Eggert Stephensen margfaldur Íslandsmeistari í borðtennis og Jón Arnór Stefánsson körfuboltakappi. Þeir eru í fremri röð til hægri.Myndasafn JGK Hafþór Theodórsson fyrirliði Framara í fanginu á Pele. Framarar unnu sigur á Val í hraðmóti 6. flokks á Laugardalsvelli.Myndasafn JGK Pele með Sigurði Jóhanni Svavarssyni heitnum. Sigurður Jóhann var heiðursfélagi í Fram.Myndasafn JGK Pele ásamt forystumönnum í knattspyrnuhreyfingunni í Safamýri.Myndasafn JGK Er klukkan orðin svona margt? gæti Pele verið að spyrja Eggert Magnússon. Líklegra er að Eggert hafi verið að reyna að halda áætlun enda ýmsir viðkomustaðir á ferðalagi Svörtu perlunnar um landið.Myndasafn JGK Sveinn Sveinsson dómari með afabarn í fanginu, á tali við Pele.Myndasafn JGK Kristinn V. Jóhannesson og Daði Guðmundsson með bikarana sína og bolta, að sjálfsögðu áritaða af Pele.Myndasafn JGK Pele ræðir við Kristinn V. Jóhannsson, nú vallarstjóra á Laugardalsvelli. Eggert Magnússon, þá formaður KSÍ, í bakgrunni.Myndasafn JGK Halldór B. Jónsson reynir að hafa stjórn á hlutunum í félagsheimili Fram í Safamýri.Myndasafn JGK Hafþór Theodórsson í fangi Pele. Eyþór tvíburabróðir fylgist með. Í bakgrunni má sjá Ólaf H. Gíslason sem gerði garðinn frægan sem handboltamarkvörður.Myndasafn JGK Sigurbjörg Jóhannsdóttir handboltakempa með boltann sem Pele áritaði fyrir bróður hennar, Kristinn vallarstjóra á Laugardalsvelli.Myndasafn JGK Halldór B. Jónsson sæmir Pele gullmerki Fram.Myndasafn JGK Andlát Pele Íslandsvinir Fram Einu sinni var... Mest lesið Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Fótbolti Fleiri fréttir Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Sjá meira
Knattspyrnugoðsögnin heimsótti Ísland í ágúst 1991 en hann var þá á flakki um heiminn í tilefni útgáfu ævisögu hans. Háttvísi var þó boðskapurinn sem var áberandi við heimsókn Pele sem áritaði spjöld þar sem minnt var á þann ágæta boðskap. Pele flaug fyrst til Akureyrar þangað sem fólk flykktist á Akureyrarvöll til að bera stjörnuna augum. Þar kom í ljós að smá babb var komið í bátinn með ferðatöskur þess brasilíska. Pelé reddað á Akureyri Nefnd tók á móti Pelé og lögfræðingi hans á Keflavíkurflugvelli. Þar beið hópsins lítil flugvél sem flaug með hann beint til Akureyrar. En vesen með ferðatöskur fer greinilega ekki í manngreinarálit. Í Keflavík kom nefnilega í ljós að ferðatöskur Pelés og lögfræðings hans höfðu orðið eftir í Brasilíu. Þá voru nú góð ráð dýr. Akureyringar brugðust hratt við. Þegar komið var á Hótel KEA var búið að útvega allar helstu nauðsynjar fyrir töskulausa ferðalanga. Þar á meðal voru náttföt, náttsloppur, rakáhöld og annað nauðsynlegt fyrir ferðalag um landið. Þar á meðal hljóta að hafa verið spariföt því tekið er fram í frásögninni á öðrum stað að önnur föt hafi passað betur. Úr umfjöllun á heimasíðu UMFÍ þar sem vísað er í greinar í Lemúrnum og Íslenskri knattspyrnu Þaðan fór hann til Egilsstaða þar sem nýr grasvöllur knattspyrnudeildar Hattar var vígður. Í bók Víðis Sigurðssonar, Íslensk knattspyrnu, segir að Hermann Níelsson, formaður deildarinnar, hafi fylgst forviða með snillingnum. „Pelé og Ásgeir Sigurvinsson tóku miðju, og síðan dansaði Pelé upp völlinn með boltannn og skoraði með pottþéttu skoti frá vítateig í bláhornið. Ég hef aldrei séð aðra eins líkamsbeitingu við markskot, það var hrein list. Þó þarna væri fimmtugur maður á ferð, fór ekki á milli mála að um hreinan snilling var að ræða,“ sagði Hermann. Heimsókn Pele er rifjuð upp á heimasíðu Ungmennafélags Íslands sem gefið hefur út tímarit sitt Skinfaxa. Að sjálfsögðu var tekin mynd af Pele glugga í blaðið. Lemúrinn rifjaði upp heimsóknina fyrir nokkrum árum með sínum einstaka hætti. Pele með eintak af Skinfaxa á Egilsstöðum.Skinfaxi Í Vestmannaeyjum afhenti Pele svo verðlaun á Norðurlandamóti drengja. Englendingar unnu sigur á mótinu, já Norðurlandamótinu. Þá fór Pele í þyrlu frá Reykjavík til Akraness og snæddi þar hádegisverð með ýmsum gömlum kempum, svo sem knattspyrnuhetjunni og Skagamanninum Ríkharði Jónssyni, sem þá var 62 ára. Pelé fékk að gjöf handprjónaða ullapeysu sem gömul kona á Akranesi prjónaði, eins og segir í bók Víðis. Pele fylgdist svo með Pele-móti fyrir 6. flokk karla á Laugardalsvelli þar sem hann afhenti verðlaun. Fjölmargar myndir frá verðlaunaafhendingunni má sjá að neðan. Pele snæddi svo með stjórn KSÍ og borgarstjóra í Höfða og var við hátíðarkvöldverð á Hótel Sögu. Ásgeir Sigurvinsson og Pele ræða við unga aðdáendur. Pétur Ormslev, fyrirliði Fram á þeim tíma, fylgist með í bakgrunni.Myndasafn JGK Jóhann Gunnar Kristinsson, lengi vallarstjóri á Laugardalsvelli og ljósmyndari með meiru, tók fjölmargar myndir við heimsókn Pele. Þeirra á meðal mynd sem Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram í handbolta, birti á Facebook í tilefni tímamótanna. Myndin er tekin í gamla félagsheimili Fram í Safamýri. „Það voru alls konar fyrirmenni úr knattspyrnuheiminum mætt til að hitta hann,“ segir Einar auk þess sem allt var morandi í krökkum úr hverfinu. Fulltrúar ýmissa félaga, þeirra á meðal Edda Garðarsdóttir landsliðskona og KR-ingur, Kristinn V. Jóhannsson Framari, Guðmundur Þorkelsson úr Breiðabliki, Elfa Björk Erlingsdóttir Stjörnukona, Berglind Rafnsdóttir úr Val, Davíð Þór Viðarsson FH-ingur og Bjarni Bjarnason heitinn Víkingur.Myndasafn JGK „Það vissu allir að hann væri að koma. Svo var hann að árita hluti og svona, var í myndatökum. Svo stóðum við þarna nokkrir krakkar og þá rífur hann í mig,“ segir Einar hlæjandi. Þá hafi átt að funda með Pele, svipað og þegar karlmenn í gamla daga fóru afsíðis til að ræða alvöru mál og reykja vindla, án skarkalans. Einar er ekki viss hvers vegna Pele hafi rifið í sig. „Kannski hafði hann aldrei séð svona ljóshærðan strák áður,“ segir Einar sem skartaði ljósum lokkum á þessum tíma. Og gerir reyndar enn. Krakkarnir voru ekkert lítið spenntir fyrir komu goðsagnarinnar til Íslands.Myndasafn JGK Að neðan má sjá ýmsar myndir sem Jóhann Gunnar tók frá heimsókn Pele frá 11. til 14. ágúst. Þar bregður ýmsu góðu fólki fyrir og óhætt að segja að það borgi sig að vera með myndavélina á lofti til að skrá söguna. Eitthvað sem Framarar hafa getað treyst á svo áratugum skiptir. Myndasafn Jóhanns Gunnars má sjá hér. Framarar á Laugardalsvelli. Fremstur til hægri er Daði Guðmundsson, leikjahæsti leikmaður Fram frá upphafi.Myndasafn JGK Pele áritar „Fram í 80 ár“.Myndasafn JGK Jóhann Gunnar Kristinsson ljósmyndari ásamt leikmönnum í 82 árgangi Framara. Þeirra á meðal Kristinn sonur hans og vallarstjóri á Laugardalsvelli, Guðmundur Eggert Stephensen margfaldur Íslandsmeistari í borðtennis og Jón Arnór Stefánsson körfuboltakappi. Þeir eru í fremri röð til hægri.Myndasafn JGK Hafþór Theodórsson fyrirliði Framara í fanginu á Pele. Framarar unnu sigur á Val í hraðmóti 6. flokks á Laugardalsvelli.Myndasafn JGK Pele með Sigurði Jóhanni Svavarssyni heitnum. Sigurður Jóhann var heiðursfélagi í Fram.Myndasafn JGK Pele ásamt forystumönnum í knattspyrnuhreyfingunni í Safamýri.Myndasafn JGK Er klukkan orðin svona margt? gæti Pele verið að spyrja Eggert Magnússon. Líklegra er að Eggert hafi verið að reyna að halda áætlun enda ýmsir viðkomustaðir á ferðalagi Svörtu perlunnar um landið.Myndasafn JGK Sveinn Sveinsson dómari með afabarn í fanginu, á tali við Pele.Myndasafn JGK Kristinn V. Jóhannesson og Daði Guðmundsson með bikarana sína og bolta, að sjálfsögðu áritaða af Pele.Myndasafn JGK Pele ræðir við Kristinn V. Jóhannsson, nú vallarstjóra á Laugardalsvelli. Eggert Magnússon, þá formaður KSÍ, í bakgrunni.Myndasafn JGK Halldór B. Jónsson reynir að hafa stjórn á hlutunum í félagsheimili Fram í Safamýri.Myndasafn JGK Hafþór Theodórsson í fangi Pele. Eyþór tvíburabróðir fylgist með. Í bakgrunni má sjá Ólaf H. Gíslason sem gerði garðinn frægan sem handboltamarkvörður.Myndasafn JGK Sigurbjörg Jóhannsdóttir handboltakempa með boltann sem Pele áritaði fyrir bróður hennar, Kristinn vallarstjóra á Laugardalsvelli.Myndasafn JGK Halldór B. Jónsson sæmir Pele gullmerki Fram.Myndasafn JGK
Pelé reddað á Akureyri Nefnd tók á móti Pelé og lögfræðingi hans á Keflavíkurflugvelli. Þar beið hópsins lítil flugvél sem flaug með hann beint til Akureyrar. En vesen með ferðatöskur fer greinilega ekki í manngreinarálit. Í Keflavík kom nefnilega í ljós að ferðatöskur Pelés og lögfræðings hans höfðu orðið eftir í Brasilíu. Þá voru nú góð ráð dýr. Akureyringar brugðust hratt við. Þegar komið var á Hótel KEA var búið að útvega allar helstu nauðsynjar fyrir töskulausa ferðalanga. Þar á meðal voru náttföt, náttsloppur, rakáhöld og annað nauðsynlegt fyrir ferðalag um landið. Þar á meðal hljóta að hafa verið spariföt því tekið er fram í frásögninni á öðrum stað að önnur föt hafi passað betur. Úr umfjöllun á heimasíðu UMFÍ þar sem vísað er í greinar í Lemúrnum og Íslenskri knattspyrnu
Andlát Pele Íslandsvinir Fram Einu sinni var... Mest lesið Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Fótbolti Fleiri fréttir Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Sjá meira