Íslandsvinir

Fréttamynd

Fór einhleyp í brúðkaupsferð til Íslands

Lacie Gooch er ung kona frá Nebraska sem varð fyrir áfalli þegar unnusti hennar sagði henni upp, degi fyrir brúðkaupið. Parið hafði ráðgert að fara í brúðkaupsferð til Íslands, sem fyrrum tengdaforeldrar Lacie höfðu greitt fyrir. Lacie stóð nú uppi ein, en ákvað að taka til sinna ráða.

Lífið
Fréttamynd

Kaley Cuoco orðin móðir

Leikkonan og Íslandsvinkonan Kaley Cuoco er orðin móðir. Hún og kærasti hennar, Tom Pelphrey, eignuðust sitt fyrsta barn á fimmtudaginn. 

Lífið
Fréttamynd

Gefin saman af Siggu Kling í brjáluðu veðri

Eftir þrjár tilraunir í brjáluðu veðri og gulri viðvörun gaf spákonan og gleðigjafinn Sigga Kling saman sexfalda heimsmeistarann í lethwei, Dave Leduc frá Kanada og Irinu Terehova fyrirsætu- og raunveruleikastjörnu í Álftanesfjöru.

Lífið
Fréttamynd

Sameinaðar á Íslandi eftir tveggja ára aðskilnað

Tvær konur, önnur frá Bandaríkjunum og hin frá Bretlandi, hittust í Þýskalandi árið 2019 og urðu yfir sig ástfangnar. Ferðatakmarkanir vegna kórónuveirunnar settu hins vegar stórt strik í reikninginn og komu í veg fyrir að þær gátu hist. Eftir tæpan tveggja ára aðskilnað voru þær loksins sameinaðar á ný, á Íslandi.

Lífið
Fréttamynd

Berg­ljót Arnalds heim­sótt af Owen Hunt

Stórleikarinn Kevin McKidd var staddur hér á landi nýlega. Hann heimsótti fyrrverandi bekkjarsystur sína, söngkonuna Bergljótu Arnalds, en saman lærðu þau leiklist í Edinborg í Skotlandi. 

Lífið
Fréttamynd

Iceland Guccidóttir komin í heiminn

Bandaríski rapparinn Gucci Mane og unnusta hans Keyisha Ka'Oir eignuðust sitt annað barn í gær. Dóttirin heitir Iceland Ka'Oir Davis. Rapparinn kom hingað til lands til að spila á Secret Solstice tónlistarhátíðinni árið 2018.

Lífið
Fréttamynd

„Ég var búin að stein­gleyma að við hefðum gert þetta“

„Þetta er stórskemmtilegt. Ég var búin að steingleyma að við hefðum gert þetta. Svo fékk ég bara email í morgun með þeim skilaboðum að skeytið væri fundið. Það tók mig smá tíma að átta mig á hverju um væri verið að tala,“ segir Brynhildur Yrsa Valkyrja um flöskuskeyti sem sett var í sjóinn í Hafnarfirði í maí árið 2020. Skeytið fannst á vesturströnd Frakklands um helgina.

Lífið
Fréttamynd

Ís­land með stór­­leik í er­­lendum tón­listar­­mynd­böndum

Hvað eiga Justin Bieber, Avril Lavigne, Take That, Bon Iver, Alice DeeJay og David Guetta sameiginlegt? Eflaust getur ýmislegt komið upp í hugann en hvort sem það er að taka sundsprett í Jökulsárlóni eða ráfa um Reynisfjöru þá hafa þessar stjörnur tónlistarheimsins haft áhuga á því að tengja tónlist sína við íslensku náttúruna.

Tónlist
Fréttamynd

Vonast til að komast aftur heim til Rússlands

Rússneska pönksveitin Pussy Riot hélt í gær sýningu í Þjóðleikhúsinu. Þessa sýningu flokkuðu þær sem tónleika, gjörningalist og pólitískan viðburð. Sýningin var hluti af sýningarferð sem þær fara nú um Evrópu.

Innlent
Fréttamynd

Allt stopp á meðan beðið var eftir Finnlandsforseta

Ökumenn á höfuðborgarsvæðinu í morgun þurftu margir hverjir að bíða lengi á rauðu ljósi án þess að hafa hugmynd um hvers vegna. Í ljós kom að lögregla var að greiða leið Finnlandsforseta á leið í heimsókn til Bessastaða.

Innlent
Fréttamynd

Finnsku for­seta­hjónin til Ís­lands í vikunni

Sauli Niinistö Finnlandsforseti og Jenni Haukio forsetafrú koma í ríkisheimsókn til Íslands í vikunni ásamt fylgdarliði. Heimsóknin stendur yfir dagana 19. til 20. október en gestirnir halda af landi brott föstudag. Á fimmtudag munu finnsku forsetahjónin meðal annars heimsækja ísgöngin á Langjökli, Húsafell og Þingvelli.

Innlent