Ætlar að verða fyrsta sádi-arabíska konan sem hjólar hringveginn um Ísland Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 15. júlí 2023 08:00 Yasmine vonast til að ferðalagið hennar muni veita öðrum innblástur til að elta drauma sína. Instagram „Ef það væri ekkert sem stoppaði mig, hvað myndi ég þá gera? Það er það sem kom upp í hugann á mér. Ég vildi upplifa alvöru ævintýri – krefjandi ævintýri. Eitthvað sem myndi ögra mér og þvinga mig til að þroskast,“ segir Yasmine Adriss sem hyggst hjóla hringveginn um Ísland á næstu vikum. Hjólaferð hennar hófst þann 4. júlí síðastliðinn en ef hún kemst á leiðarenda mun hún verða fyrsta sádi-arabíska konan sem afrekar það. Yasmine hefur undanfarna daga deilt myndum og sögum úr Íslandsferð sinni á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Yasmine Idriss (@yasidriss) Í samtali við Arab Times segir Yasmine að fyrir mörgum mánuðum hafi hana dreymt draum þar sem hún var umkringd fossum og fjöllum. Hún var handviss um að það var Ísland sem birtist henni í draumnum. Það var síðan í síðustu viku að Yasmine hélt af stað á hjólinu, klyfjuð útileigugræjum, vatni og öðrum nauðsynjum. Hún gerir ráð fyrir að gista á tjaldstæðum og stoppa við á hótelum til að fríska upp á sig á ferðalaginu. Hún gerir ráð fyrir ferðalagið muni taka þrjár vikur, þar sem fjórir dagar fara í hvíld, og hún ætlar að hjóla að meðaltali 80 kílómetra á dag. Hún hefur undirbúið sig vel undir að takast á við flatlendið og kröftuga vindana á Íslandi. „Þetta er svo ósnortið land. Ég hlakka til að gefa mig á vald náttúruöflunum og uppgötva landið á þennan frumstæða hátt.“ Hún segist sækja í tækifæri sem feli í sér ævintýri; þar sem reynt er á þolmörk líkamans og komist er í snertingu við náttúruna. Hún bendir á þeir sem harka af sér í gegnum krefjandi og óþægilegar aðstæður uppskeri þroska. „Það er þannig sem við höfum lifað af sem manneskjur, í milljónir ára. Þannig þróumst við og þenjum hugi okkar og hjörtu. Það er það sem ég sækist eftir.“ Með ferðalaginu fetar Yasmine í fótspor annarra sádi-arabískra kvenna sem hafa lagt upp í krefjandi ævintýri. Árið 2018 kleif Mona Shabab Mount Everest og safnaði um leið fé til styrtkar bágstöddum börnum í Egyptalandi. Árið 2016 fór Mariam Saleh Binladen þvert yfir Ermasundið. „Það er eins og það sé ekkert sem stoppi Saudi konur í dag. Allt frá stjórnmálum og viðskiptum yfir í þjónustugeirann, konurnar eru alls staðar í framlínunni og ég held að það hafi aldrei verið betri tími fyrir Arabakonur til að láta ljós sitt skína.“ Hún vonast til að ferðalagið hennar muni veita öðrum innblástur til að elta drauma sína. „Ég er spennt að sjá hvað bíður mín þarna úti. Ég veit að mér er ætlað að læra eitthvað og þroskast á vissan hátt og ég mun komast að því eftir þessa ferð.“ Hjólreiðar Ferðamennska á Íslandi Sádi-Arabía Íslandsvinir Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Yasmine hefur undanfarna daga deilt myndum og sögum úr Íslandsferð sinni á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Yasmine Idriss (@yasidriss) Í samtali við Arab Times segir Yasmine að fyrir mörgum mánuðum hafi hana dreymt draum þar sem hún var umkringd fossum og fjöllum. Hún var handviss um að það var Ísland sem birtist henni í draumnum. Það var síðan í síðustu viku að Yasmine hélt af stað á hjólinu, klyfjuð útileigugræjum, vatni og öðrum nauðsynjum. Hún gerir ráð fyrir að gista á tjaldstæðum og stoppa við á hótelum til að fríska upp á sig á ferðalaginu. Hún gerir ráð fyrir ferðalagið muni taka þrjár vikur, þar sem fjórir dagar fara í hvíld, og hún ætlar að hjóla að meðaltali 80 kílómetra á dag. Hún hefur undirbúið sig vel undir að takast á við flatlendið og kröftuga vindana á Íslandi. „Þetta er svo ósnortið land. Ég hlakka til að gefa mig á vald náttúruöflunum og uppgötva landið á þennan frumstæða hátt.“ Hún segist sækja í tækifæri sem feli í sér ævintýri; þar sem reynt er á þolmörk líkamans og komist er í snertingu við náttúruna. Hún bendir á þeir sem harka af sér í gegnum krefjandi og óþægilegar aðstæður uppskeri þroska. „Það er þannig sem við höfum lifað af sem manneskjur, í milljónir ára. Þannig þróumst við og þenjum hugi okkar og hjörtu. Það er það sem ég sækist eftir.“ Með ferðalaginu fetar Yasmine í fótspor annarra sádi-arabískra kvenna sem hafa lagt upp í krefjandi ævintýri. Árið 2018 kleif Mona Shabab Mount Everest og safnaði um leið fé til styrtkar bágstöddum börnum í Egyptalandi. Árið 2016 fór Mariam Saleh Binladen þvert yfir Ermasundið. „Það er eins og það sé ekkert sem stoppi Saudi konur í dag. Allt frá stjórnmálum og viðskiptum yfir í þjónustugeirann, konurnar eru alls staðar í framlínunni og ég held að það hafi aldrei verið betri tími fyrir Arabakonur til að láta ljós sitt skína.“ Hún vonast til að ferðalagið hennar muni veita öðrum innblástur til að elta drauma sína. „Ég er spennt að sjá hvað bíður mín þarna úti. Ég veit að mér er ætlað að læra eitthvað og þroskast á vissan hátt og ég mun komast að því eftir þessa ferð.“
Hjólreiðar Ferðamennska á Íslandi Sádi-Arabía Íslandsvinir Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira