Framsóknarflokkurinn

Fréttamynd

Stjórnar­flokkarnir undir­búa hrókeringar í fasta­nefndum þingsins

Hrist verður upp í fastanefndum Alþingis fljótlega eftir að þing kemur saman þann 12. september þar sem nefndarformennska í einstaka nefndum mun flytjast á milli stjórnarflokka. Þannig mun formennska í fjárlaganefnd samkvæmt heimildum fréttastofu færast til Framsóknarmanna og Sjálfstæðismenn taka við formennsku í utanríkismálanefnd.

Innlent
Fréttamynd

Þingflokksformaður vill geta horft í spegil

Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar virðast ekki útiloka stuðning við vantrauststillögu á hendur matvælaráðherra, komi hún fram. Bæjarstjóri segir hvalveiðibannið risastórt mál í huga Sjálfstæðismanna og gerir fastlega ráð fyrir því að tillagan verði lögð fram ef athugun leiðir í ljós að stjórnsýslulög hafi verið brotin.

Innlent
Fréttamynd

Segist voða lítið í „ef“ spurningum

Sigurður Ingi Jóhanns­son, inn­viða­ráð­herra og for­maður Fram­sóknar­flokksins, segist ekki ætla að svara „ef“ spurningum um stuðning Fram­sóknar við Svan­dísi Svavars­dóttur, mat­væla­ráð­herra, komi til þess að van­trausti verði lýst yfir á hendur ráð­herranum og sú til­laga mögu­lega studd af Sjálf­stæðis­mönnum.

Innlent
Fréttamynd

Við erum að bregðast bændum!

Verði nýjar gjaldskrárbreytingar Matvælastofnunar (MAST) innleiddar mun það vera byrjunin að endalokum landbúnaðar á Íslandi eins og við þekkjum hann í dag.

Skoðun
Fréttamynd

Áfram Árneshreppur og hvað svo?

Árneshreppur á Ströndum tók þátt í verkefni Byggðastofnunar „Brothættar byggðir“. Um er að ræða verkefni sem byggir á byggðaáætlun og er hluti af áætlun Byggðastofnunar til að aðstoða byggðarlög sem standa höllum fæti. „Áfram Árneshreppur“ en svo kallast verkefnið í Árneshreppi, var hrundið af stað árið 2018 og er nú komið á loka metrana.

Skoðun
Fréttamynd

Afl til allra átta

Margs konar tækifæri og áskoranir fylgja aukinni ferðaþjónustu. Áherslur hafa breyst og uppbygging hefur á sér ýmsar myndir líkt og fjölbreytt verkefni hringinn í kringum landið bera með sér. Við getum nú skoðað fleiri minjar, höfum aðgengi að nýjum stöðum og aðkoma að dýrmætum náttúruperlum hefur bæst til muna. Ásamt þessu hefur aðstaða fyrir gesti aldrei verið betri.

Skoðun
Fréttamynd

„Það er hægt að gera miklu, miklu, miklu betur“

Framkvæmdastjóri Barna-og fjölskyldustofu segir hægt að gera miklu, miklu, miklu betur í málefnum barna með fjölþættan vanda. Stýrihópur barnamálaráðherra leggur fram á annan tug tillagna um úrbætur. Verði þær að veruleika er búist við milljarða sparnaði.

Innlent
Fréttamynd

Ætlar að stór­auka barna­vernd

Miklar breytingar verða gerðar á barnavernd hér á landi gangi framkvæmdaráætlun barnamálaráðherra eftir. Hann  leggur áherslu á að ríkið taki fleiri málaflokka til sín með samvinnu við sveitarfélögin.

Innlent
Fréttamynd

Skilur ekkert í „furðulegu monti“ og Framsókn hafi engu breytt

Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni segist ekkert skilja í furðulegu monti borgarstjóra þess efnis að Reykjavík bjóði upp á ódýrustu leikskólana. Fullyrðingar um góða stöðu séu hreinn dónaskapur við áhyggjufulla foreldra. Þá hafi innkoma Framsóknar í borgarstjórn ekki breyttu nokkrum sköpuðum hlut.

Innlent
Fréttamynd

Hvalrekaskattur á bankana kemur til greina

Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir koma til greina að leggja svokallaðan hvalrekaskatt á bankana vegna ofurhagnaðar sem má rekja til hærri vaxta. Það liggi þó ekkert fyrir um það innan ríkisstjórnar.

Innlent
Fréttamynd

„Ögrun við tungu­málið okkar“

Ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra segir að allar merkingar eigi fyrst að vera á íslensku. Það hafi til að mynda verið ögrun við íslenska tungu þegar Isavia setti upp skilti sem voru fyrst á ensku.

Innlent
Fréttamynd

„Við í Framsókn erum sultuslök“

Ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra virðist ekki kippa sér mikið upp við yfirlýsingar um titring innan ríkisstjórnarinnar. Þau í Framsóknarflokknum séu róleg og ánægð með samstarfið í ríkisstjórninni.

Innlent
Fréttamynd

Fýlupúka­fé­lag Sjálf­stæðis­flokksins snúið aftur

Formaður Miðflokksins segir Sjálfstæðisflokkinn orðinn að umbúðaflokki og að hann þurfi að huga aftur að sínum gömlu gildum. Hann segir nýlegar kvartanir þingmanna aðeins sýndarmennsku og telur það ekki nægja til að þagga raunverulega óánægju í flokknum. 

Innlent
Fréttamynd

Segir Ás­mund lykil­mann í fjöl­skyldu­harm­leiknum

Ása Skúladóttir, annar þáttastjórnandi hlaðvarpsþáttanna Lömbin þagna ekki, líkir Lambeyrardeilunni við sinubruna sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, kveikti og segir ósanngjarnt að hann tali eins og hann komi ekki málinu við, verandi lykilmaður þess. 

Innlent
Fréttamynd

Ríkisstjórnin hangi saman af ótta við kjósendur

Stjórnmálafræðiprófessor segir allt leika á reiðiskjálfi í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Flokkarnir eigi erfitt með að ná saman um einstök mál. Þetta leiði til þess að hver ráðherra vinni í sínu horni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hanga saman af ótta við kjósendur.

Innlent