Ætlar að vera formaður í stjórnarandstöðu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. desember 2024 11:34 Sigurður Ingi segir ekkert fararsnið á sér. Flokkur hans verði í stjórnarandstöðu á kjörtímabilinu. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra og formaður Framsóknar segir eðlilegt að óánægja komi upp eftir vonbrigðakosningar. Hann hefur ekki heyrt af mögulegum formannaskiptum hjá flokknum. Það sé eðlilegt að Framsókn verði í stjórnarandstöðu. Allir samflokksmenn Sigurðar við ríkisstjórnarborðið féllu út af þingi í nýafstöðnum kosningum. Það eru þau Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Á kosninganótt var lengi vel útlit fyrir að Sigurður myndi ekki ná inn á þing, en þegar síðustu tölur bárust varð ljóst að hann kæmi inn sem uppbótarþingmaður, á kostnað Willums. Eftirsjá fyrir flokk, þing og þjóð Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður okkar ræddi við Sigurð Inga að loknum ríkisstjórnarfundi í dag, og hann spurður hvernig hljóðið væri í fráfarandi ráðherrum Framsóknar og flokksmönnum. „Þetta voru vonbrigði, þessar kosningar. Það er mikil eftirsjá af svo öflugu fólki, bæði fyrir Framsókn en líka fyrir þingið og þjóðina, að missa svona reynslumikið fólk,“ sagði Sigurður Ingi. Hann segir Framsóknarmenn eðlilega svekkta með úrslit kosninganna. Flokkurinn fékk 7,8 prósent atkvæða á landsvísu og fer úr þrettán þingmönnum í fimm. „Eins og ég sagði fyrir kosningar þá er það formaðurinn sem ber ríkasta ábyrgð. Ég tek hana til mín.“ Ekki möguleiki á Framsókn í ríkisstjórn Hann segir, þrátt fyrir stöðu flokksins, að ekki hafi verið rætt um formannsskipti. „Það er ekkert fararsnið á mér.“ Sigurður segir augljóst á úrslitum kosninga að ákall hafi verið um breytingar, og að Samfylking, Viðreisn og Flokkur fólksins myndu láta reyna á stjórnarmyndunarviðræður eins og nú er raunin. „Mér líst bara ágætlega á það,“ sagði Sigurður. Ef svo færi að þetta verður eitthvað flókið í framhaldinu og byrjað að ræða við ykkur, heldurðu að það sé einhver möguleiki á því í ljósi stöðunnar og væruð þið tilbúin til þess? „Nei. Niðurstöður kosninganna voru mjög skýrar. Það er ákall um breytingar og að þessir þrír flokkar axli þá ábyrgð. Málið er hjá þeim og kosningarnar enduðu þannig að það er eðlilegt að við í Framsókn séum í stjórnarandstöðu.ô Alþingiskosningar 2024 Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Ég hef átt ákveðin samtöl“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist hafa rætt við formenn annarra flokka á Alþingi varðandi möguleg stjórnarmynstur. Nú séu formenn þriggja annarra flokka að ræða saman og ekki sé gott að segja til um það hvernig úr þeim viðræðum spilast. 6. desember 2024 11:25 Gefa hvorki upp staðsetningu né gestalista á fundi dagsins Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins halda áfram viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar í dag. Ekki verður gefið upp hvar formennirnir funda. 6. desember 2024 09:44 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Sjá meira
Allir samflokksmenn Sigurðar við ríkisstjórnarborðið féllu út af þingi í nýafstöðnum kosningum. Það eru þau Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Á kosninganótt var lengi vel útlit fyrir að Sigurður myndi ekki ná inn á þing, en þegar síðustu tölur bárust varð ljóst að hann kæmi inn sem uppbótarþingmaður, á kostnað Willums. Eftirsjá fyrir flokk, þing og þjóð Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður okkar ræddi við Sigurð Inga að loknum ríkisstjórnarfundi í dag, og hann spurður hvernig hljóðið væri í fráfarandi ráðherrum Framsóknar og flokksmönnum. „Þetta voru vonbrigði, þessar kosningar. Það er mikil eftirsjá af svo öflugu fólki, bæði fyrir Framsókn en líka fyrir þingið og þjóðina, að missa svona reynslumikið fólk,“ sagði Sigurður Ingi. Hann segir Framsóknarmenn eðlilega svekkta með úrslit kosninganna. Flokkurinn fékk 7,8 prósent atkvæða á landsvísu og fer úr þrettán þingmönnum í fimm. „Eins og ég sagði fyrir kosningar þá er það formaðurinn sem ber ríkasta ábyrgð. Ég tek hana til mín.“ Ekki möguleiki á Framsókn í ríkisstjórn Hann segir, þrátt fyrir stöðu flokksins, að ekki hafi verið rætt um formannsskipti. „Það er ekkert fararsnið á mér.“ Sigurður segir augljóst á úrslitum kosninga að ákall hafi verið um breytingar, og að Samfylking, Viðreisn og Flokkur fólksins myndu láta reyna á stjórnarmyndunarviðræður eins og nú er raunin. „Mér líst bara ágætlega á það,“ sagði Sigurður. Ef svo færi að þetta verður eitthvað flókið í framhaldinu og byrjað að ræða við ykkur, heldurðu að það sé einhver möguleiki á því í ljósi stöðunnar og væruð þið tilbúin til þess? „Nei. Niðurstöður kosninganna voru mjög skýrar. Það er ákall um breytingar og að þessir þrír flokkar axli þá ábyrgð. Málið er hjá þeim og kosningarnar enduðu þannig að það er eðlilegt að við í Framsókn séum í stjórnarandstöðu.ô
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Ég hef átt ákveðin samtöl“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist hafa rætt við formenn annarra flokka á Alþingi varðandi möguleg stjórnarmynstur. Nú séu formenn þriggja annarra flokka að ræða saman og ekki sé gott að segja til um það hvernig úr þeim viðræðum spilast. 6. desember 2024 11:25 Gefa hvorki upp staðsetningu né gestalista á fundi dagsins Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins halda áfram viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar í dag. Ekki verður gefið upp hvar formennirnir funda. 6. desember 2024 09:44 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Sjá meira
„Ég hef átt ákveðin samtöl“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist hafa rætt við formenn annarra flokka á Alþingi varðandi möguleg stjórnarmynstur. Nú séu formenn þriggja annarra flokka að ræða saman og ekki sé gott að segja til um það hvernig úr þeim viðræðum spilast. 6. desember 2024 11:25
Gefa hvorki upp staðsetningu né gestalista á fundi dagsins Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins halda áfram viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar í dag. Ekki verður gefið upp hvar formennirnir funda. 6. desember 2024 09:44