Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. janúar 2025 12:24 Bjarni Benediktsson hefur ákveðið að segja skilið við pólitíkina. Kollegi hans og samstarfsmaður í ríkisstjórn til sjö ára, Sigurður Ingi Jóhannsson, er hins vegar ekki á förum miðað við síðustu yfirlýsingar hans. Vísir/Vilhelm Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins kemur saman á mánudag, þar sem til umræðu verða umdeildar hugmyndir um að fresta landsfundi. Á sama tíma hafa Framsóknarmenn til umræðu að flýta flokksþingi sínu. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, hefur bæst í hóp þeirra Sjálfstæðismanna sem telja að ekki eigi að fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Hávær umræða hefur verið um að fresta landsfundi, sem fyrirhugaður er í lok febrúar, fram á vor eða jafnvel haust. Sjá einnig: Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Meðal ástæða sem nefndar hafa verið er að í febrúar sé allra veðra von, og því mögulega illfært til Reykjavíkur fyrir sjálfstæðisfólk úti á landi. Að sama skapi hafi dagsetningin verið valin með það í huga að vera upptaktur fyrir prófkjör og kosningabaráttu í aðdraganda þingkosninga, sem farið hafi fram fyrr en gert var ráð fyrir. Vont ef óvissa er uppi Í grein sem birtist í morgun segist Þórdís telja rétt að dagsetningin haldi, þar sem ótækt sé að óvissa ríki um forystu stærsta stjórnmálaflokksins í stjórnarnandstöðu. Miðstjórn flokksins tekur endanlega ákvörðun um tímasetningu fundarins. Samkvæmt heimildum fréttastofu kemur hún saman á mánudag. Þórdís er ein þeirra sem sterklega hefur verið orðuð við framboð til formannsembættis í Sjálfstæðisflokknum, sér í lagi eftir að Bjarni Benediktsson tilkynnti að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri, heldur kveðja hið pólitíska svið. Áður en Bjarni greindi frá brotthvarfi sínu hafi Þórdís lýst yfir vilja til að leiða flokkinn þegar fram liðu stundir. Hún er þó langt frá því að vera sú eina sem nefnd hefur verið í þessu samhengi. Hér að neðan má sjá samantekt fréttastofu um þau sem hvað tíðast eru mátuð við hlutverkið: Flýta framsóknarmenn sér? Á sama tíma og miðstjórn Sjálfstæðisflokksins skeggræðir hvort halda eigi við settan dag eða fresta fundi, virðast Framsóknarmenn í þveröfugum hugleiðingum. Morgunblaðið greinir frá því að framkvæmdastjórn flokksins hefði ákveðið að kalla saman landsstjórn flokksins þann 30. janúar, að beiðni kjördæmasambands flokksins í Reykjavík. Landsstjórnin muni svo boða fund hjá miðstjórn Framsóknar, sem muni í kjölfarið fjalla um beiðni kjördæmissambandsins um að flýta flokksþingi, sem er æðsta vald í málefnum Framsóknarflokksins. Mogginn greinir þá frá því að innan Framsóknar sé uppi umræða um að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins, þurfi að axla ábyrgð á dræmu gengi flokksins í kosningum. Sjálfur hefur Sigurður ekki sagt neitt fararsnið á sér. Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, hefur bæst í hóp þeirra Sjálfstæðismanna sem telja að ekki eigi að fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Hávær umræða hefur verið um að fresta landsfundi, sem fyrirhugaður er í lok febrúar, fram á vor eða jafnvel haust. Sjá einnig: Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Meðal ástæða sem nefndar hafa verið er að í febrúar sé allra veðra von, og því mögulega illfært til Reykjavíkur fyrir sjálfstæðisfólk úti á landi. Að sama skapi hafi dagsetningin verið valin með það í huga að vera upptaktur fyrir prófkjör og kosningabaráttu í aðdraganda þingkosninga, sem farið hafi fram fyrr en gert var ráð fyrir. Vont ef óvissa er uppi Í grein sem birtist í morgun segist Þórdís telja rétt að dagsetningin haldi, þar sem ótækt sé að óvissa ríki um forystu stærsta stjórnmálaflokksins í stjórnarnandstöðu. Miðstjórn flokksins tekur endanlega ákvörðun um tímasetningu fundarins. Samkvæmt heimildum fréttastofu kemur hún saman á mánudag. Þórdís er ein þeirra sem sterklega hefur verið orðuð við framboð til formannsembættis í Sjálfstæðisflokknum, sér í lagi eftir að Bjarni Benediktsson tilkynnti að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri, heldur kveðja hið pólitíska svið. Áður en Bjarni greindi frá brotthvarfi sínu hafi Þórdís lýst yfir vilja til að leiða flokkinn þegar fram liðu stundir. Hún er þó langt frá því að vera sú eina sem nefnd hefur verið í þessu samhengi. Hér að neðan má sjá samantekt fréttastofu um þau sem hvað tíðast eru mátuð við hlutverkið: Flýta framsóknarmenn sér? Á sama tíma og miðstjórn Sjálfstæðisflokksins skeggræðir hvort halda eigi við settan dag eða fresta fundi, virðast Framsóknarmenn í þveröfugum hugleiðingum. Morgunblaðið greinir frá því að framkvæmdastjórn flokksins hefði ákveðið að kalla saman landsstjórn flokksins þann 30. janúar, að beiðni kjördæmasambands flokksins í Reykjavík. Landsstjórnin muni svo boða fund hjá miðstjórn Framsóknar, sem muni í kjölfarið fjalla um beiðni kjördæmissambandsins um að flýta flokksþingi, sem er æðsta vald í málefnum Framsóknarflokksins. Mogginn greinir þá frá því að innan Framsóknar sé uppi umræða um að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins, þurfi að axla ábyrgð á dræmu gengi flokksins í kosningum. Sjálfur hefur Sigurður ekki sagt neitt fararsnið á sér.
Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?