Veitingastaðir

Veitingastaðir

Fréttir af starfsemi veitingastaða á Íslandi.

Fréttamynd

Hjarta Grindavíkur slær á Bryggjunni

„Sjórinn og mannlífið á bryggjunni hefur alltaf haft mikið aðdráttarafl fyrir okkar gesti,“ segja Axel Ómarsson og Hilmar S. Sigurðsson, eigendur Bryggjunnar Grindavík en þeir reka bæði kaffihús og veitingastað niðri við höfnina í Grindavík þar sem fiskinum er landað fyrir framan veitingastaðinn.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Fregnir um opnun Wendy's reyndust falskar

Ólíklegt má telja að skyndibitakeðjan Wendy's muni opna útibú á Íslandi á næstunni. Fréttatilkynning þess efnis barst þó fréttastofu í morgun. Við nánari athugun virðist um einhverskonar gjörning að ræða. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Orkuveitan velur skemmtigarð og kaffihús fram yfir raforkuvinnslu

Orkuveita Reykjavíkur er að byggja fjölskyldu- og skemmtigarð ásamt kaffihúsi við Elliðaárstöð á sama tíma og hún telur ekki svara kostnaði að hefja þar raforkuframleiðslu á ný. Forstjóri Orkuveitunnar neitar að svara spurningum um málið en oddviti sjálfstæðismanna í borginni segir enga spurningu að endurskoða eigi lokun rafstöðvarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Borgin er stoð­s­við – ekki aðal­leikari

Ég er ekki hefðbundinn stjórnmálamaður, og hafði raunar aldrei hugsað mér að taka þátt í stjórnmálum. Hins vegar er ég alinn upp við að vilji maður ná einhverju fram sé best að vaða í verkið sjálfur.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað má maturinn kosta?

Íslendingar fagna því stundum á ferðalögum erlendis hversu mikið ódýrara er að kaupa mat og vín á veitingastöðum. Á hinn bóginn er því stundum kastað fram í umræðunni að veitingamenn hérlendis séu að okra á viðskiptavinum sínum. Tölurnar segja þó aðra sögu.

Skoðun
Fréttamynd

Lengra en Strikið

Það er stefna okkar í Viðreisn að færa göngugötuna ofar, upp fyrir Vitastíg og alla leið upp að Barónsstíg. Það ætlum við að gera á næsta kjörtímabili.

Skoðun
Fréttamynd

Fimm­tán mánuðir fyrir í­trekaðar hnífs­tungur á Sushi Social

Ingvi Hrafn Tómasson, 29 ára karlmaður, var í dag dæmdur til fimmtán mánaða fangelsisvistar fyrir stórfellda líkamsárás á veitingastaðnum Sushi Social í apríl í fyrra. Ingvi Hrafn stakk kunningja sinn ítrekað með hnífi en bar fyrir sig neyðarvörn fyrir dómi. Um er að ræða hegningarauka ofan á nýlegan fyrri þriggja ára fangelsisdóm þar sem skotvopn kom við sögu.

Innlent
Fréttamynd

Nota­leg upp­lifun í góðri flug­stöð

Á Keflavíkurflugvelli er oft talað um „flugvallarsamfélagið“ og ekki að ástæðulausu. Við sem störfum fyrir Isavia, flugfélögin, verslanir, aðra rekstraraðila og þjónustufyrirtæki á vellinum eigum svo margt sameiginlegt, ekki síst metnað fyrir hönd Keflavíkurflugvallar.

Skoðun
Fréttamynd

Opna Sirkus á ný

Einn vinsælasti veitingastaður og bar Reykjavíkur til margra ára, Sirkus, hefur snúið aftur eftir fimmtán ára hlé.

Lífið
Fréttamynd

Steinhissa á framkvæmdum í Tryggvagötu

Framkvæmdir við Tryggvagötu í Reykjavík eru þyrnir í augum eins íbúa götunnar, sem einnig rekur þar tvo veitingastaði. Hann segir að hvorki íbúar né rekstraraðilar hafi verið látnir vita af framkvæmdunum fyrr en eftir að þær hófust og er óánægður með Reykjavíkurborg.

Innlent
Fréttamynd

Við­skipta­vinur kom starfs­mönnum Domino's til bjargar

Ósáttur kúnni kastaði pizzu í starfsmann Domino‘s í Skeifunni rétt eftir klukkan tíu í gærkvöldi. Vaskur viðskiptavinur kom starfsmönnum verslunarinnar til bjargar og forstjóri segir að starfsmanninum hafi ekki orðið meint af. Hann leitar nú að bjargvættinum.

Innlent
Fréttamynd

„Hugmyndin var í mörg ár að malla í hausnum á okkur“

Í dag opnar kaffihúsið Melodía formlega en þar eru allar veitingarnar sem eru í boði vegan. Kaffihúsið er rekið af ungu pari þeim Andra Má Magnasyni og Karen Sif Heimisdóttur en það er opnað í samstarfi við tónlistarklasann Tónhyl í Ártúnsholtinu.

Lífið
Fréttamynd

Opið án tak­markana í fyrsta sinn frá opnun

Rekstrar­stjóri Auto segir marga hafa kallað þá brjál­æðinga fyrir að hafa opnað skemmti­stað í miðjum heims­far­aldri. Í kvöld verður gal­opið og nú í fyrsta skipti án sam­komu­tak­markana.

Innlent
Fréttamynd

Lykilatriði að þykja vænt um starfsfólkið

„Vörumerkin eru tíu talsins og verða ellefu á vormánuðum 2022. Allir okkar staðir eiga sína sögu og vörumerkin eru afar fjölbreytt. Sum eru rótgróin og önnur nýrri. Í okkar huga skiptir miklu máli að það sé „hjarta“ í því sem við gerum,“ segir Jóhannes Ásbjörnsson einn eigenda Gleðipinna meðal annars í viðtali um uppbyggingu og virði vörumerkja.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Furðar sig á mikilli andstöðu við gæludýr á veitingastöðum

Um helmingur svarenda í nýrri könnun er andvígur því að fólk megi taka með sér hunda eða ketti á veitingastaði. Eigandi Kattakaffihússins í miðbæ Reykjavíkur furðar sig á andstöðu landsmanna við gæludýr á kaffihúsum og segir Íslendinga alveg sér á báti miðað við nágrannalöndin.

Innlent
Fréttamynd

Skuldar þrotabúi félags sonarins þrettán milljónir

Athafnamaðurinn Jón Ragnarsson þarf að greiða þrotabúi Harrow House ehf. tæpar þrettán milljónir króna eftir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Sonur Jóns var eigandi alls hlutafjár í Harrow House, sem rak veitingastaðinn Primo að Þingholtsstræti 1 í Reykjavík, áður en hann varð gjaldþrota.

Viðskipti innlent