Fólk virtist hrætt við að mæta í bæinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. maí 2023 21:26 Ólafur Örn Steinunnar Ólafsson, veitingamaður, telur fólk hafa verið hrætt við að sækja Miðbæinn vegna vopnaðra lögreglumanna. Vísir/Sigurjón Veitingamaður telur að þungvopnaðir lögreglumenn hafi skotið fólki skelk í bringu og það þess vegna forðast að sækja miðborgina síðustu daga. Miðbærinn hafi verið „skelfilega rólegur“ yfir leiðtogafundinn. Vopnaðir lögreglumenn, leyniskyttur á húsþökum og viðamiklar götulokanir einkenndu miðborg Reykjavíkur meðan leiðtogarnir funduðu í Hörpu. Við þjóðmenningarhúsið varð til að mynda til hálfgerður Hopphjólakirkjugarður; bannsvæði fyrir hjólin tók gildi rétt handan við hornið og notendur skildu hjólin eftir í hrönnum við mörk svæðisins. Veitingamann í miðbænum grunar að margir hafi hreinlega haldið að miðbærinn væri lokaður öllum þessa tvo daga, ekki aðeins bíla- og rafskútuumferð. „Það hefur verið alveg skelfilega rólegt ef ég á að vera hreinskilinn. Það hefur alveg verið næs að vera með enga bíla í bænum en það hefur bara vantað fólk. Fólk virðist vera hrætt við að koma í bæinn,“ segir Ólafur Örn Steinunnar Ólafsson, veitingamaður á Brút. Hvað ætli valdi? „Ég veit það ekki. En mér fannst allavega ekkert þægilegt þegar það sat inni hjá mér fólk með hríðskotabyssur að borða í hádeginu í gær,“ segir Ólafur. Mörgum hefur eflaust þótt ógnvekjandi að sjá leyniskyttur á þaki Hörpunnar.Vísir Vilhelm Tékkneski forsetinn fetaði í fótspor Clinton Talsvert meira líf var þó í miðborginni í dag en í gær, eins og röðin á Bæjarins bestu var til vitnis um. Forseti Tékklands tók sér Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseta til fyrirmyndar og greip sér pylsu síðdegis. Hrafnhildur Ásgeirsdóttir pylsusali hafði ekki tekið á móti neinum þjóðarleiðtoga þegar fréttastofa leit til hennar um hádegisbil; Emmanuel Macron Frakklandsforseti lét sig til dæmis vanta. „Þannig að það er fúlt. Af því að ég hefði kannski þekkt hann í sjón ef hann hefði komið,“ segir Hrafnhildur. Þannig að þú stendur bara vaktina hér, kannski kíkir einhver á þig úr Hörpu? „Ég vona það. Það eru allavega allir velkomnir.“ Og talandi um Macron; hann reif sig upp fyrir allar aldir í morgun og fór í einkaskoðunarferð á Þingvelli. Støre kíkti í pottinn Fleiri leiðtogar sinntu öðrum verkefnum meðfram fundi; forsætisráðherra Danmerkur gæddi sér á sérstakri sósíal-demókrataköku með formanni Samfylkingarinnar og forsetar Ungverjalands og Póllands skelltu sér í ræktina. Þá var síðasta verk Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs áður en hann hélt af landi brott í tilefni þjóðhátíðardags Norðmanna, sem er einmitt í dag, að skella sér í pottinn í Sundhöll Reykjavíkur. Drífa Magnúsdóttir, forstöðumaður Sundhallarinnar, hafði ekki gert sér grein fyrir að Jonas Støre, forsætisráðherra Noregs, hefði kíkt í potta Sundhallarinnar.Vísir/Sigurjón „Ef það hefði ekki verið viðtal við hann þá hefðum við örugglega ekkert vitað af þessu því hann er reglulegur gestur hér,“ segir Drífa Magnúsdóttir forstöðumaður. Hvernig hafa viðbrögðin verið við viðtalinu? „Ég hef aðallega fengið komment á að það þurfi að fara að mála pottana,“ segir Drífa og boðar skurk í þeim efnum í sumar, í nafni Jonas Gahr Støre. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Støre í sundi og Macron á Þingvöllum Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, heimsótti Sundhöll Reykjavíkur í gær og skellti sér í heita pottinn. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, fór á Þingvelli í morgun ásamt Dúa J. Landmark og þjóðgarðsverði. 17. maí 2023 10:57 „Ef það er hryðjuverkamaður þá myndi það sökka ef lögreglan hefði ekki byssur“ Ungir strákar í miðbæ Reykjavíkur ræddu við fréttamann Stöðvar 2 um leiðtogafundinn sem haldinn er í Hörpu í dag og á morgun. Þeir virtust vera nokkuð með á nótunum varðandi það sem er í gangi í miðbæ Reykjavíkur þessa dagana. 16. maí 2023 17:14 Harpa komin í búning alþjóðastofnunar Framkvæmdastjóri Leiðtogafundar Evrópuráðsins segir landsmenn geta verið stolta af fundinum sem hefst á morgun. Víðtækar lokanir hafa áhrif á veitingahúsaeigendur sem hafa undanfarna daga þurft að birgja sig upp. 15. maí 2023 23:15 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Vopnaðir lögreglumenn, leyniskyttur á húsþökum og viðamiklar götulokanir einkenndu miðborg Reykjavíkur meðan leiðtogarnir funduðu í Hörpu. Við þjóðmenningarhúsið varð til að mynda til hálfgerður Hopphjólakirkjugarður; bannsvæði fyrir hjólin tók gildi rétt handan við hornið og notendur skildu hjólin eftir í hrönnum við mörk svæðisins. Veitingamann í miðbænum grunar að margir hafi hreinlega haldið að miðbærinn væri lokaður öllum þessa tvo daga, ekki aðeins bíla- og rafskútuumferð. „Það hefur verið alveg skelfilega rólegt ef ég á að vera hreinskilinn. Það hefur alveg verið næs að vera með enga bíla í bænum en það hefur bara vantað fólk. Fólk virðist vera hrætt við að koma í bæinn,“ segir Ólafur Örn Steinunnar Ólafsson, veitingamaður á Brút. Hvað ætli valdi? „Ég veit það ekki. En mér fannst allavega ekkert þægilegt þegar það sat inni hjá mér fólk með hríðskotabyssur að borða í hádeginu í gær,“ segir Ólafur. Mörgum hefur eflaust þótt ógnvekjandi að sjá leyniskyttur á þaki Hörpunnar.Vísir Vilhelm Tékkneski forsetinn fetaði í fótspor Clinton Talsvert meira líf var þó í miðborginni í dag en í gær, eins og röðin á Bæjarins bestu var til vitnis um. Forseti Tékklands tók sér Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseta til fyrirmyndar og greip sér pylsu síðdegis. Hrafnhildur Ásgeirsdóttir pylsusali hafði ekki tekið á móti neinum þjóðarleiðtoga þegar fréttastofa leit til hennar um hádegisbil; Emmanuel Macron Frakklandsforseti lét sig til dæmis vanta. „Þannig að það er fúlt. Af því að ég hefði kannski þekkt hann í sjón ef hann hefði komið,“ segir Hrafnhildur. Þannig að þú stendur bara vaktina hér, kannski kíkir einhver á þig úr Hörpu? „Ég vona það. Það eru allavega allir velkomnir.“ Og talandi um Macron; hann reif sig upp fyrir allar aldir í morgun og fór í einkaskoðunarferð á Þingvelli. Støre kíkti í pottinn Fleiri leiðtogar sinntu öðrum verkefnum meðfram fundi; forsætisráðherra Danmerkur gæddi sér á sérstakri sósíal-demókrataköku með formanni Samfylkingarinnar og forsetar Ungverjalands og Póllands skelltu sér í ræktina. Þá var síðasta verk Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs áður en hann hélt af landi brott í tilefni þjóðhátíðardags Norðmanna, sem er einmitt í dag, að skella sér í pottinn í Sundhöll Reykjavíkur. Drífa Magnúsdóttir, forstöðumaður Sundhallarinnar, hafði ekki gert sér grein fyrir að Jonas Støre, forsætisráðherra Noregs, hefði kíkt í potta Sundhallarinnar.Vísir/Sigurjón „Ef það hefði ekki verið viðtal við hann þá hefðum við örugglega ekkert vitað af þessu því hann er reglulegur gestur hér,“ segir Drífa Magnúsdóttir forstöðumaður. Hvernig hafa viðbrögðin verið við viðtalinu? „Ég hef aðallega fengið komment á að það þurfi að fara að mála pottana,“ segir Drífa og boðar skurk í þeim efnum í sumar, í nafni Jonas Gahr Støre.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Støre í sundi og Macron á Þingvöllum Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, heimsótti Sundhöll Reykjavíkur í gær og skellti sér í heita pottinn. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, fór á Þingvelli í morgun ásamt Dúa J. Landmark og þjóðgarðsverði. 17. maí 2023 10:57 „Ef það er hryðjuverkamaður þá myndi það sökka ef lögreglan hefði ekki byssur“ Ungir strákar í miðbæ Reykjavíkur ræddu við fréttamann Stöðvar 2 um leiðtogafundinn sem haldinn er í Hörpu í dag og á morgun. Þeir virtust vera nokkuð með á nótunum varðandi það sem er í gangi í miðbæ Reykjavíkur þessa dagana. 16. maí 2023 17:14 Harpa komin í búning alþjóðastofnunar Framkvæmdastjóri Leiðtogafundar Evrópuráðsins segir landsmenn geta verið stolta af fundinum sem hefst á morgun. Víðtækar lokanir hafa áhrif á veitingahúsaeigendur sem hafa undanfarna daga þurft að birgja sig upp. 15. maí 2023 23:15 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Støre í sundi og Macron á Þingvöllum Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, heimsótti Sundhöll Reykjavíkur í gær og skellti sér í heita pottinn. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, fór á Þingvelli í morgun ásamt Dúa J. Landmark og þjóðgarðsverði. 17. maí 2023 10:57
„Ef það er hryðjuverkamaður þá myndi það sökka ef lögreglan hefði ekki byssur“ Ungir strákar í miðbæ Reykjavíkur ræddu við fréttamann Stöðvar 2 um leiðtogafundinn sem haldinn er í Hörpu í dag og á morgun. Þeir virtust vera nokkuð með á nótunum varðandi það sem er í gangi í miðbæ Reykjavíkur þessa dagana. 16. maí 2023 17:14
Harpa komin í búning alþjóðastofnunar Framkvæmdastjóri Leiðtogafundar Evrópuráðsins segir landsmenn geta verið stolta af fundinum sem hefst á morgun. Víðtækar lokanir hafa áhrif á veitingahúsaeigendur sem hafa undanfarna daga þurft að birgja sig upp. 15. maí 2023 23:15