Saltkjötið vinsælt þrátt fyrir að verið sé að tala það niður Sprengidagur 2023 er senn á enda. Eigandi Múlakaffis segir saltkjöt og baunir alltaf jafn vinsælt þrátt fyrir að „verið sé að tala það niður,“ eins og hann orðar það. Innlent 21. febrúar 2023 23:55
Hafna samningum SA við Eflingu og Matvís Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hafna samningum Samtaka atvinnulífsins (SA) við Eflingu og Matvís. Framkvæmdastjóri samtakanna segir það skjóta skökku við að fyrirtæki á veitingamarkaði fái ekki að koma að samningsborðinu. Innlent 18. febrúar 2023 16:40
Íslenskir veitingamenn gera það gott á Tenerife Íslenskir veitingamenn hafa meira en nóg að gera á Tenerife við að þjóna ferðamönnum og heimamönnum. Íslendingum finnst líka frábært að geta farið á íslenska veitingastaði þó kjötsúpa sé ekki í boði. Innlent 11. febrúar 2023 21:05
Átta milljónir pítsa pantaðar í Domino‘s-appinu á tíu árum Íslendingar hafa pantað rúmlega átta milljónir pítsa í gegnum Domino’s-appið á þeim tíu árum sem það hefur verið starfrækt. Viðskipti innlent 9. febrúar 2023 08:37
Útkall í verslunareiningu á Hagamel Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu stendur þessa stundina í reykræstingu á veitingastaðnum Asia food við Hagamel í vesturbæ Reykjavíkur. Innlent 6. febrúar 2023 16:35
Eitt helsta kennileiti Vesturbæjar stórskemmt Talsvert tjón varð á Hagavagninum, hamborgarastað við Vesturbæjarlaug í Reykjavík, þegar eldur kviknaði þar undir morgun 21. janúar. Eigandi staðarins segir að tekið gæti upp undir þrjá mánuði að koma staðnum í samt lag og opna hann á ný. Innlent 2. febrúar 2023 10:01
Biðja pizzuóða Mosfellinga afsökunar og læra af mistökunum Nokkrir hnökrar voru á opnun nýs útibús pizzukeðjunnar Pizzunnar í Mosfellsbæ í liðnum mánuði. Eftir að villa kom upp í tölvukerfi keðjunnar sá framkvæmdastóri hjá fyrirtækinu sig knúinn til að biðja Mosfellinga afsökunar. Hann segir eftirspurn eftir pizzum greinilega mikla í bænum og er bjartsýnn á framhaldið. Viðskipti innlent 1. febrúar 2023 21:41
Karókí bridgespilara fyrir bí eftir að ælt var á græjurnar Hópur af bridgespilurum neyddist til að hætta við karókí eftir að ælt var á karókíræjurnar á Bankastræti Club. Hópurinn sem samanstóð af spilurum sem höfðu verið að keppa á Reykjavík Bridge Festival þurfti því að sætta sig við að spjalla saman en ekki syngja saman. Innlent 30. janúar 2023 13:23
Kofi Tómasar frænda kveður og Ægir tekur við Ægir brugghús hefur opnað bar við Laugaveg 2. Áður var skemmtistaðurinn Kofinn, sem áður fyrr hét Kofi Tómasar frænda, rekinn í húsnæðinu. Framkvæmdastjórinn segir reksturinn hafa gengið mjög vel eftir opnunina. Viðskipti innlent 30. janúar 2023 11:14
„Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“ „Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur? Hvers vegna Grindavík“ segir Hilmar Steinar Sigurðsson þegar hann rifjar upp þá ákvörðun hans og þriggja félaga um að kaupa þúsund fermetra netagerðarhús við höfnina í Grindavík árið 2018. Í húsinu hafði líka verið rekið lítið kaffihús við góðan orðstír, Bryggjan. Atvinnulíf 30. janúar 2023 07:00
Nánast ómögulegt að reka veitingastað við núverandi aðstæður Veitingamaður í Eyjum segir nánast ómögulegt að reka veitingastað við núverandi aðstæður. Koma þurfi á samtali milli ríkis og lítilla og meðalstórra fyrirtækja með það að markmiði að endurskoða allt rekstrarumhverfi veitingastaða Viðskipti innlent 25. janúar 2023 19:43
Hagavagninn tjónaður eftir bruna Undir morgun var Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kallað til vegna elds í Hagavagninum, hamborgaraveitingastað í Vesturbænum. Innlent 22. janúar 2023 10:01
Eldur kviknaði í strompi Hamborgarbúllu Tómasar Slökkviliðið slökkti fyrr í kvöld eld á Hamborgarabúllu Tómasar í Ofanleiti. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu gekk slökkvistarf vel en eldurinn var staðbundinn við stromp staðarins. Innlent 17. janúar 2023 19:53
Páll Óskar stígur út í veitingarekstur: „Aðdáandi sem þróast út í það að verða meðeigandi“ Poppstjarnan Páll Óskar er nú orðinn veitingastaðareigandi. Ást Palla á staðnum Indican hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum síðustu mánuði. Hann hefur nú tekið þá ást skrefinu lengra og gerst meðeigandi í staðnum. Viðskipti innlent 12. janúar 2023 12:01
Humarsúpa Bryggjunnar á lista Condé Nast yfir bestu máltíðirnar Bryggjan Grindavík er á nýjum lista sem birtur hefur verið á síðu Condé Nast Traveler. Ritstjórar síðunnar tóku saman bestu máltíðirnar sem þau höfðu fengið á árinu og humarsúpan frá Bryggjunni komst þar á lista. Matur 11. janúar 2023 22:12
Einskismannsland veitingareksturs Veitingamenn, fjölskyldur þeirra og starfsfólk mæta nýju ári með hnút í maganum. Sumir hafa þegar tekið af sér svuntuna og hætt veitingarekstri en aðrir ætla að halda áfram störfum við fordæmalausar aðstæður. Himinhátt hráefnisverð, hæstu áfengisskatta í heimi, síhækkandi leiguverð, tíföldun stýrivaxta, hæstu álagsgreiðslur í heimi og ein mestu laun í heimi (reiknuð sem hlutfall af veltu). Skoðun 11. janúar 2023 16:59
Hraðlestin opnar í húsnæði CooCoo‘s Nest á Granda „Þegar ljóst var að þau höfðu gert upp hug sinn og að CooCoo's Nest yrði ei meir, þá var það besta í stöðunni að grípa þetta góða tækifæri fyrir okkar veitingahús,“ segir Chandrika Gunnarsson, annar stofnandi og eigandi veitingastaðanna Austur Indíafjelagið og Hraðlestin. Hraðlestin mun opna nýjan stað á Granda í vor, þar sem áður var veitingahúsið CooCoo‘s Nest. Um er að ræða fjórða útibú Hraðlestarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Viðskipti innlent 10. janúar 2023 13:42
Reyndist ekki tilbúinn að hætta: „Núna er vikan mín komin“ Veitingastaðurinn Lauga-ás var opnaður í gær eftir nokkurra vikna lokun. Opnunin er þó ekki með hefðbundnu sniði en allur ágóði rennur nú til góðgerðamála. Lífið 10. janúar 2023 10:03
Fékk brjálæðiskast yfir frönskum kartöflum Viðskiptavinum veitingastaðarins Just Wingin It í Garðabæ brá heldur betur í brún á laugardagskvöld þegar karlmaður á fertugsaldri missti stjórn á skapi sínu eftir að hafa ekki fengið franskar kartöflur með vængjunum sínum. Innlent 9. janúar 2023 19:40
Loka Noma og snúa sér að matvælaframleiðslu Eigendur danska veitingastaðarins Noma hafa ákveðið að loka honum, að minnsta kosti tímabundið og snúa sér að matvælaframleiðslu í staðinn. Noma hefur lengi verið talinn besti eða einn af bestu veitingastöðum heims. Viðskipti erlent 9. janúar 2023 12:27
Ali Baba í Austurstræti lokað Kebabstaðurinn Ali Baba lokar í Austurstræti. Ástæðan er ansi einföld, annar aðili vildi kaupa húsnæðið og hyggst opna bar eða veitingastað. Viðskipti innlent 8. janúar 2023 16:34
Kvöddu reksturinn úr fjarska og vinna að bjórböðum Veitingastaðurinn Smiðjan Brugghús skellti plássi sínu í mathöllinni á Selfossi í lás nú á dögunum. Eigendur staðarins einbeita sér nú alfarið að rekstri staðarins í Vík. Þau hyggjast stækka staðinn og bjóða upp á bjórböð svo eitthvað sé nefnt. Viðskipti innlent 8. janúar 2023 09:36
Krafa um áfengi og tilbúna rétti hafi alltaf legið fyrir Mikla athygli vakti í dag þegar aðstandendur veitingastaðakeðjunnar Joe & The Juice tilkynntu að þeir hefðu dregið sig úr útboðsferli Isavia varðandi veitingasölu á Keflavíkurflugvelli vegna kröfu um áfengissölu og sölu tilbúinna rétta. Í tilkynningu frá Isavia segir að krafan hafi legið fyrir allt frá því að útboðsferlið hófst snemma á síðasta ári. Viðskipti innlent 6. janúar 2023 18:28
Furðar sig á sterkum viðbrögðum og opnar Lauga-Ás aftur Dyr veitingastaðarins Lauga-Áss verða opnaðar að nýju næsta mánudag en áður var tilkynnt að þeim hafi verið lokað fyrir fullt og allt. Í viku munu allar tekjur staðarins renna til Neistans – Styrktarfélags hjartveikra barna. Viðskipti innlent 6. janúar 2023 14:55
Joe & the Juice gefast upp á Leifsstöð Veitingastaðurinn Joe & The Juice hefur dregið sig út úr útboðsferli Isavia varðandi veitingasölu á Keflavíkurflugvelli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Joe & Juice. Fyrirtækið hefur verið með sölustaði á flugvellinum um árabil. Viðskipti innlent 6. janúar 2023 11:03
Kláraði vaktina sárþjáður og veitingastaðurinn tilkynnti ekki slysið Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt skaðabótaábyrgð vinnuveitanda í máli starfsmanns sem varð fyrir vinnuslysi á veitingastað. Innlent 5. janúar 2023 20:00
„Ekki vera huglausir, við verðum að hækka verðin“ Veitingamenn eru farnir að finna fyrir hækkandi hrávöruverði, auknum launakostnaði og hærri áfengisgjöldum á nýju ári og segja rekstrarumhverfi veitingastaða afar slæmt. Veitingamaður skorar á kollega sína að hræðast ekki að hækka verð. Viðskipti innlent 3. janúar 2023 21:30
Domino's hækkar aftur verð á þriðjudagstilboði sínu Domino's á Íslandi hefur hækkað verð á þriðjudagstilboði sínu úr 1.100 krónum í 1.200 krónur. Rúmt ár er síðan fyrirtækið hækkaði verð á tilboðinu úr þúsund krónum í 1.100 eftir að verðið hafði þá haldist óbreytt í ellefu ár. Neytendur 3. janúar 2023 14:56
Sérkjarasamningar nauðsynlegir til að bjarga veitingageiranum Veitingamenn segja rekstrarumhverfið orðið ómögulegt vegna mikilla hrávöruverðs- og launahækkana. Ómögulegt sé að hækka verð í samræmi við útlagðan kostnað vilji veitingamenn fá til sín gesti. Viðskipti innlent 3. janúar 2023 12:31
Sekta fimmtán veitingastaði í mathöllum Fimmtán veitingastaðir í mathöllum landsins hafa verið sektaðir um fimmtíu þúsund krónur fyrir að bregðast ekki við athugasemdum Neytendastofu um ófullnægjandi verðmerkingar. Alls gerði Neytendastofu athugasemd við merkingar hjá 37 af 54 veitingastöðum. Neytendur 2. janúar 2023 17:03