Veitingastaðir

Veitingastaðir

Fréttir af starfsemi veitingastaða á Íslandi.

Fréttamynd

Hafna samningum SA við Eflingu og Matvís

Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hafna samningum Samtaka atvinnulífsins (SA) við Eflingu og Matvís. Framkvæmdastjóri samtakanna segir það skjóta skökku við að fyrirtæki á veitingamarkaði fái ekki að koma að samningsborðinu.

Innlent
Fréttamynd

Íslenskir veitingamenn gera það gott á Tenerife

Íslenskir veitingamenn hafa meira en nóg að gera á Tenerife við að þjóna ferðamönnum og heimamönnum. Íslendingum finnst líka frábært að geta farið á íslenska veitingastaði þó kjötsúpa sé ekki í boði.

Innlent
Fréttamynd

Eitt helsta kenni­leiti Vestur­bæjar stór­skemmt

Talsvert tjón varð á Hagavagninum, hamborgarastað við Vesturbæjarlaug í Reykjavík, þegar eldur kviknaði þar undir morgun 21. janúar. Eigandi staðarins segir að tekið gæti upp undir þrjá mánuði að koma staðnum í samt lag og opna hann á ný.

Innlent
Fréttamynd

Karókí brid­gespilara fyrir bí eftir að ælt var á græjurnar

Hópur af bridgespilurum neyddist til að hætta við karókí eftir að ælt var á karókíræjurnar á Bankastræti Club. Hópurinn sem samanstóð af spilurum sem höfðu verið að keppa á Reykjavík Bridge Festival þurfti því að sætta sig við að spjalla saman en ekki syngja saman.

Innlent
Fréttamynd

„Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“

„Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur? Hvers vegna Grindavík“ segir Hilmar Steinar Sigurðsson þegar hann rifjar upp þá ákvörðun hans og þriggja félaga um að kaupa þúsund fermetra netagerðarhús við höfnina í Grindavík árið 2018. Í húsinu hafði líka verið rekið lítið kaffihús við góðan orðstír, Bryggjan.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Einskis­manns­land veitinga­reksturs

Veitingamenn, fjölskyldur þeirra og starfsfólk mæta nýju ári með hnút í maganum. Sumir hafa þegar tekið af sér svuntuna og hætt veitingarekstri en aðrir ætla að halda áfram störfum við fordæmalausar aðstæður. Himinhátt hráefnisverð, hæstu áfengisskatta í heimi, síhækkandi leiguverð, tíföldun stýrivaxta, hæstu álagsgreiðslur í heimi og ein mestu laun í heimi (reiknuð sem hlutfall af veltu).

Skoðun
Fréttamynd

Hrað­lestin opnar í hús­næði CooCoo‘s Nest á Granda

„Þegar ljóst var að þau höfðu gert upp hug sinn og að CooCoo's Nest yrði ei meir, þá var það besta í stöðunni að grípa þetta góða tækifæri fyrir okkar veitingahús,“ segir Chandrika Gunnarsson, annar stofnandi og eigandi veitingastaðanna Austur Indíafjelagið og Hraðlestin. Hraðlestin mun opna nýjan stað á Granda í vor, þar sem áður var veitingahúsið CooCoo‘s Nest. Um er að ræða fjórða útibú Hraðlestarinnar á höfuðborgarsvæðinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fékk brjál­æðis­kast yfir frönskum kar­töflum

Viðskiptavinum veitingastaðarins Just Wingin It í Garðabæ brá heldur betur í brún á laugardagskvöld þegar karlmaður á fertugsaldri missti stjórn á skapi sínu eftir að hafa ekki fengið franskar kartöflur með vængjunum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Krafa um á­fengi og til­búna rétti hafi alltaf legið fyrir

Mikla athygli vakti í dag þegar aðstandendur veitingastaðakeðjunnar Joe & The Juice tilkynntu að þeir hefðu dregið sig úr útboðsferli Isavia varðandi veitingasölu á Keflavíkurflugvelli vegna kröfu um áfengissölu og sölu tilbúinna rétta. Í tilkynningu frá Isavia segir að krafan hafi legið fyrir allt frá því að útboðsferlið hófst snemma á síðasta ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Joe & the Juice gefast upp á Leifs­stöð

Veitingastaðurinn Joe & The Juice hefur dregið sig út úr útboðsferli Isavia varðandi veitingasölu á Keflavíkurflugvelli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Joe & Juice. Fyrirtækið hefur verið með sölustaði á flugvellinum um árabil. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sekta fimm­tán veitinga­staði í mat­höllum

Fimmtán veitingastaðir í mathöllum landsins hafa verið sektaðir um fimmtíu þúsund krónur fyrir að bregðast ekki við athugasemdum Neytendastofu um ófullnægjandi verðmerkingar. Alls gerði Neytendastofu athugasemd við merkingar hjá 37 af 54 veitingastöðum.

Neytendur