Stofnandi Wok On dæmdur fyrir skattsvik Jón Þór Stefánsson skrifar 28. febrúar 2024 19:37 Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Kristján Ólafur Sigríðarsson, stofnandi og fyrrverandi eigandi veitingastaðarins Wok On, hefur hlotið níu mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til þriggja ára, í Héraðsdómi Reykjaness fyrir skattsvik. Honum er einnig gert að greiða 87,4 milljónir í sekt til ríkissjóðs ellegar sitja inni í 360 daga. Brotin framdi Kristján sem stjórnandi og prófkúruhafi MK Capital, sem kom meðal annars að rekstri Wok On. Ákæru málsins var skipt í tvo hluta. Annars vegar var honum gefið að sök að standa ekki í skilum á innheimtum virðisaukaskatti árið 2019 eða rúmum níu milljónum, skila ekki virðisaukaskattskýrslu fyrir júlí til ágúst 2019, og fyrir að standa ekki í skilum á staðgreiðslu opinberra gjalda, tæpum tíu milljónum, sem haldið var eftir af launum starfsmanna félagsins. Hins vegar var honum gefið að sök að skila efnislega röngum skattframtölum vegna tekjuáranna 2017, 2018 og 2019. Það brot varðaði tæplega sextíu milljónir og hafa með því komist undan því að greiða tekjuskatt, útsvar og fjármagnstekjuskatt sem nemur 24,6 milljónum. Kristján neitaði alfarið sök við þingfestingu málsins, en breytti afstöðu sinni í aðalmeðferð málsins. Hann gekkst við því að hafa skilað efnislega röngum skattframtölum og gerði engar athugasemdir við upphæðirnar í ákærunni. Hann hafnaði því þó að um refsiverða háttsemi hafi verið að ræða. Héraðsdómur var á öðru máli. Í dómnum segir að hann hafi með gjörðum sínum komið sér hjá greiðslu verulegrar fjárhæðar opinberra gjalda. Hann hafi ekki gefið haldbærar skýringar á vanrækslu sinni. „Verður að mati dómsins að virða þessa vanrækslu ákærða til stórkostlegs hirðuleysis,“ segir í dómnum. Kristján stofnaði veitingastaðinn Wok On, sem sérhæfir sig í asískri matargerð, og er í dag með þónokkur útibú á höfuðborgarsvæðinu. Kristján kom að stofnun Borg22 Mathöll í Borgartúni. Og þá hefur hann unnið að stofnun mathallar á Akureyri. Til stendur að opna mathöllina í maí en hún mun bera nafnið Iðunn. Veitingastaðir Dómsmál Skattar og tollar Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Sjá meira
Brotin framdi Kristján sem stjórnandi og prófkúruhafi MK Capital, sem kom meðal annars að rekstri Wok On. Ákæru málsins var skipt í tvo hluta. Annars vegar var honum gefið að sök að standa ekki í skilum á innheimtum virðisaukaskatti árið 2019 eða rúmum níu milljónum, skila ekki virðisaukaskattskýrslu fyrir júlí til ágúst 2019, og fyrir að standa ekki í skilum á staðgreiðslu opinberra gjalda, tæpum tíu milljónum, sem haldið var eftir af launum starfsmanna félagsins. Hins vegar var honum gefið að sök að skila efnislega röngum skattframtölum vegna tekjuáranna 2017, 2018 og 2019. Það brot varðaði tæplega sextíu milljónir og hafa með því komist undan því að greiða tekjuskatt, útsvar og fjármagnstekjuskatt sem nemur 24,6 milljónum. Kristján neitaði alfarið sök við þingfestingu málsins, en breytti afstöðu sinni í aðalmeðferð málsins. Hann gekkst við því að hafa skilað efnislega röngum skattframtölum og gerði engar athugasemdir við upphæðirnar í ákærunni. Hann hafnaði því þó að um refsiverða háttsemi hafi verið að ræða. Héraðsdómur var á öðru máli. Í dómnum segir að hann hafi með gjörðum sínum komið sér hjá greiðslu verulegrar fjárhæðar opinberra gjalda. Hann hafi ekki gefið haldbærar skýringar á vanrækslu sinni. „Verður að mati dómsins að virða þessa vanrækslu ákærða til stórkostlegs hirðuleysis,“ segir í dómnum. Kristján stofnaði veitingastaðinn Wok On, sem sérhæfir sig í asískri matargerð, og er í dag með þónokkur útibú á höfuðborgarsvæðinu. Kristján kom að stofnun Borg22 Mathöll í Borgartúni. Og þá hefur hann unnið að stofnun mathallar á Akureyri. Til stendur að opna mathöllina í maí en hún mun bera nafnið Iðunn.
Veitingastaðir Dómsmál Skattar og tollar Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?