Veðurstofa varar við skriðuhættu á Austfjörðum Von er á allhvassri eða hvassri norðaustanátt og snörpum vindhviðum við fjöll sunnan- og vestantil á landinu í dag. Á Austfjörðum er áfram búist við talsverðri rigningu fram á miðvikudag með auknu afrennsli og tilheyrandi líkum á vatnavöxtum og skriðuföllum. Innlent 15. desember 2020 06:13
Skriðuhætta á Austfjörðum og gul viðvörun suðaustanlands Varað er við norðaustan stormi á Suðausturlandi í kvöld. Átján til tuttugu og fimm metrar á sekúndu, hvassast í Öræfum og í Mýrdal. Gul viðvörun gildir fyrir landsvæðið rennur úr gildi klukkan 22.00 í kvöld þegar dregur úr vindi smám saman. Innlent 14. desember 2020 16:40
Hviður gætu farið í allt að 35 metra á sekúndu Veðurstofa Íslands varar við norðaustanstormi á Suðausturlandi í dag og hefur gefið út gula viðvörun vegna stormsins. Innlent 14. desember 2020 06:54
Fólk hvatt til að huga að niðurföllum Fólk ætti að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón, segir í athugasemdum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands en áfram spáir rigningu á Suðausturlandi og Austfjörðum. Innlent 13. desember 2020 22:16
Milt í veðri og hlýjast sunnan heiða Nokkuð mildu veðri er spáð á landinu í dag og er hiti á bilinu 3 til 9 stig. Þó má búast við auknu afrennsli á Suðausturlandi og Austfjörðum þar sem talsverðri rigningu er spáð, með tilheyrandi vatnavöxtum. Fólk er því beðið um að huga að niðurföllum til þess að forðast vatnstjón. Innlent 13. desember 2020 08:39
Óvenju hlýtt miðað við árstíma en of snemmt að segja til um jólaveðrið Meðalhiti fyrstu tíu daga desembermánaðar er 0,2 stigum hærri en hefur verið að meðaltali síðustu tíu árin í Reykjavík. Dagarnir voru þó hlýrri á sama tíma árið 2016 en að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands er vissulega óvenjulega hlýtt. Innlent 12. desember 2020 08:02
Óvenju hlýtt miðað við árstíma „Nú þegar þetta er skrifað má greina tvær lægðamiðjur suður af landinu. Önnur staðsett 350 km suðsuðvestur af Reykjanesi, en hin 400 km suður af Ingólfshöfða. Báða hafa þær miðjuþrýsting um 970 mb. Staða veðrakerfa breytist lítið á næstunni og segja má að lægðasvæði suður af landinu stjórni veðrinu hjá okkur næstu þrjá daga eða jafnvel lengur.“ Innlent 11. desember 2020 07:24
Ágætlega milt miðað við árstíma en víða rigning og hvassviðri Útlit er fyrir austan- og norðaustanátt á landinu, víða átta til fimmtán metra á sekúndu. Víða má búast við dálítilli rigningu af og til, en austanlands verður rigningin samfelldari og í meira magni. Veður 10. desember 2020 07:30
Færð getur spillst á fjallvegum á Austfjörðum Það verður hægt vaxandi norðaustlæg átt á landinu í dag. Það fer að snjóa austanlands og síðar einnig norðvestan auk þess sem það er spáð rigningu syðst en annars úrkomulitlu veðri. Innlent 9. desember 2020 06:52
Hlýnar ört í veðri Það verður hæg suðaustlæg átt á landinu í dag og dálítil slydda eða snjókoma með köflum en spáð er rigningu við suðurströndina og hita í kringum frostmark að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Þá verður hægara veður og bjartviðri austan til en talsvert frost. Innlent 8. desember 2020 07:20
Víða þurrt og frost á landinu Veðurstofan gerir ráð fyrir sunnan 3 til 10 metrum á sekúndu og víða þurru veðri í dag. Frost verður á bilinu 0 til 10 stig þar sem kaldast verður í innsveitum norðaustantil. Veður 7. desember 2020 07:49
Frostið skreið undir tuttugu stig í nótt Það var ansi kalt víða á landinu í nótt, þá helst norðan til. Áfram verður kalt í innsveitum norðaustantil en hlýnar víða annars staðar. Innlent 6. desember 2020 07:37
Aldrei fundið svona kulda Íbúi á Hvanneyri segist aldrei hafa fundið fyrir jafn miklum kulda og nú en þar hefur hitastig mælst lægst mínus 16,8 gráður í dag. Innlent 5. desember 2020 21:01
Bætir í kuldakastið eftir því sem líður á daginn fyrir norðan Fastlega má gera ráð fyrir því að það kólni enn frekar á Norðausturlandi eftir því sem líður á daginn. Lægsti hitastig á láglendi sem mælst hefur í dag var á Hvanneyri. Vel hefur gengið að veita heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 5. desember 2020 14:00
Frost á bilinu þrjú til sextán stig í dag Það verður nokkuð kalt í veðri í dag, en frostið verður yfirleitt á bilinu þrjú til sextán stig, kaldast í innsveitum norðanlands. Innlent 5. desember 2020 07:39
Búið að opna Súðavíkurhlíð og Holtavörðuheiði Búið er að opna veginn um Súðavíkurhlíð eftir að hún varð ófær seint í gærkvöldi vegna snjóflóðs. Þó er enn óvissustig á veginum vegna snjóflóðahættu. Innlent 4. desember 2020 08:20
Kaldasti tíminn í fyrramálið: „Kæmi ekki á óvart að sjá mæla skríða undir 20 stigin“ Norðanáttin er farin að gefa eftir en þá nær kalda loftið yfir landinu að komast niður að yfirborðinu og verður kaldasti tíminn í fyrramálið að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Innlent 4. desember 2020 07:01
Ófært um Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðs Súðavíkurhlíð er ófær vegna snjóflóðs að því er segir í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar. Þá er Holtavörðuheiðin einnig ófær sem og Brattabrekka, Þröskuldar og vegurinn yfir Þverárfjall samkvæmt korti Vegagerðarinnar. Þungfært er á Mývatnsöræfum og skafrenningur. Innlent 4. desember 2020 06:33
Heitara vatn í pípunum og fólk gæti því varúðar Notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu eykst nú stöðugt með kólnandi veðri. Búist er við að álagsmet verði slegið á laugardag. Brugðist hefur verið við auknu álagi með því að hækka hitastig á vatninu og er fólk því hvatt til að gæta varúðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum. Innlent 3. desember 2020 20:36
Ekkert skyggni á Akureyri en rólegt hjá viðbragðsaðilum Stíf norðanátt hefur verið á Akureyri undanfarin sólahring eða svo og talsverð snjókoma. Lítið skyggni er innanbæjar en búið er að ryðja helstu leiðir. Lögregla biður fólk um að fresta langferðum ef hægt er en dagurinn hefur verið rólegur hjá lögreglu og björgunarsveitum á svæðinu. Innlent 3. desember 2020 13:37
Lægir ekki að ráði fyrr en eftir hádegi á morgun Áfram eru veðurviðvaranir í gildi um land allt nema á höfuðborgarsvæðinu vegna norðanstorms. Á Suðausturlandi er appelsínugul viðvörun í gildi en annars staðar á landinu eru viðvaranir gular. Veður 3. desember 2020 07:49
Veður með versta móti á Akureyri og ófært víða um land Á Akureyri hefur veðrið verið með versta móti síðan síðdegis í gær og að sögn varðstjóra hjá lögreglunni er þungfært víða í bænum. Verið er að moka aðalleiðir en í íbúagötum er víða ófært. Innlent 3. desember 2020 06:45
Hátt í 20 ökumenn í vandræðum á heiðum og fjallvegum Nokkur erill hefur verið hjá björgunarsveitum á landinu í kvöld, sem kallaðar hafa verið út hátt í 20 sinnum til að aðstoða ökumenn í vandræðum. Veður er slæmt í öllum landshlutum og verður áfram næstu daga. Innlent 2. desember 2020 22:48
Enginn landshluti sleppur Enginn landshluti sleppur við hvassviðrið sem gengur nú yfir landið í kvöld og næstu daga, að sögn veðurfræðings. Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi á öllu landinu og búast má við hviðum allt að 45 m/s á Suðausturlandi. Þá verða næstu dagar litaðir miklu kuldakasti, sem til að mynda verður trúlega það mesta á höfuðborgarsvæðinu í sjö ár. Innlent 2. desember 2020 19:03
Appelsínugul viðvörun á Suðausturlandi: Hviður allt að 45 m/s Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula veðurviðvörun fyrir Suðausturland sem tekur gildi klukkan 16 í dag og gildir til miðnættis annað kvöld. Innlent 2. desember 2020 10:03
Stormur, stórhríð og hörkufrost í kortunum Í dag, á morgun og fram á föstudag er útlit fyrir fyrsta alvöru norðanáhlaup vetrarins með stormi, stórhríð og ísköldu heimskautalofti sem herðir á frostinu. Veður 2. desember 2020 06:57
Frost í Reykjavík jafngildi 16 stigum í trúlega mesta kuldakasti síðan 2013 Kuldakastið sem gengur yfir landið næstu daga verður trúlega það mesta í Reykjavík í sjö ár. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í færslu á vefnum Bliku.is. Þegar vindkæling er tekin með í reikninginn megi búast við að frost í höfuðborginni jafngildi sextán stigum á fimmtudag og föstudag. Innlent 1. desember 2020 23:41
Holtavörðuheiði lokað og ekkert lát á hvassviðrinu Holtavörðuheiði var lokað á áttunda tímanum í kvöld eftir að bílar festust þar á veginum. Vegagerðin bendir á hjáleið um Laxárdalsheiði, Skógarströnd og Heydal. Vetrarfærð er á landinu öllu og bálhvasst en ekki er útlit fyrir að lægi svo um munar fyrr en á föstudag. Innlent 1. desember 2020 21:04
Þakklæðningar, lausamunir og jólaskraut á flugi Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ hafa verið kallaðar út á áttunda tímanum í kvöld vegna foktjóns. Innlent 1. desember 2020 20:01
Gular viðvaranir ná nú yfir nær allt landið Gul veðurviðvörun er nú í gildi fyrir nær allt landið frá klukkan 18 á morgun til hádegis á fimmtudag. Norðan hvassviðri eða stormur tekur við suðvestan stormi sem nú lemur stóran hluta landsins. Innlent 1. desember 2020 14:21