Fannst eftir tveggja tíma næturgöngu í blindbyl á Lyngdalsheiði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. febrúar 2022 12:47 Frá aðgerðum í nótt. Björgunarsveitin Ingunn Björgunarsveitunum Ingunni á Laugarvatni og Tintron í Grímsnesi barst útkall kl 5:22 í morgun. Þá hafði kona nokkur óskað eftir aðstoð. Hún var á göngu í blindbyl og týnd. Konan hafði lagt upp frá snjóhúsi rétt vestan við Kringlumýri á Lyngdalsheiði hvar hún hafði dvalið um nóttina. Haraldur Helgi Hólmfríðarson, formaður björgunarsveitarinnar Ingunnar, segir að konan hafi verið hluti af hópi nemenda við Háskóla Íslands. Um er að ræða námskeið við skólann þar sem gista átti í snjóhúsum í vetrarríki á svæðinu. Björgunarsveitarmaður í byl á Lyngdalsheiði í nótt.Björgunarsveitin Ingunn Haraldur segir um að ræða áfanga sem sé tengdur ferðaþjónustu með einhverjum hætti. Bæði sé gist í snjóhúsi í eitt skipti og svo í annað skipti sé tjaldað. Allir í hópnum hafi verið búnir að koma sér fyrir í snjóhúsi en þessari konu hafi verið orðið ískalt og ákveðið að yfirgefa svæðið. „Öllum var uppálagt að vekja kennarann ef það væri eitthvað að. Hún gerði það ekki heldur sendi honum skilaboð,“ segir Haraldur. Konan ætlaði að ganga í bíl sinn sem var staðsettur í líklega um kílómetra fjarlægð. Sökum veðurs hafi hún ekki ratað á réttan stað. Frá aðgerðum Ingunnar og Tintron í nótt.Björgunarsveitin Ingunn „Hún ráfaði um heiðina í rúma tvo tíma, sagðist hafa gengið í hringi. Hún var með Googlemaps opið og var að reyna að finna bílinn sinn. Svo þegar tuttugu prósent voru eftir af hleðslunni á símanum þá hringdi hún í Neyðarlínuna og gaf upp staðsetningu.“ Fyrir einskæra tilviljun hafi einn úr björgunarsveitinni Ingunni verið á leið yfir heiðina á sama tíma í nótt. Haraldur hafi verið búinn að finna út hvar konuna væri að finna og það hafi verið skammt frá þar sem björgunarsveitarmaðurinn var á ferð á fjallajeppa. Gekk sér til hita Bílstjórinn hafi kveikt ljós á jeppanum og í framhaldinu hafi átta manna hópur komið að björguninni þar sem snjósleði var notaður. Konan hafi verið vel útitekin og þreytt en ekki svo kalt þar sem hún hafi gengið sér til hita. Planið hafi verið að aka konunni heim en þá hafi heiðin verið orðin ófær. Konan dvelji því á Laugavatni enda komist hún hvorki lönd né strönd. Haraldur segir að hópurinn hafi látið vita af sér í morgun. Allir hafi verið hressir og undirbúningur fyrir morgunmat verið í fullum gangi. Kennarinn sé fagmaður fram í fingurgóma og þekki vel til í aðstæðum sem þessum. Sveitin sinnti einu verkefni til viðbótar í nótt þegar ferðamenn festu bíl sinn í skafli. Veður Björgunarsveitir Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Konan hafði lagt upp frá snjóhúsi rétt vestan við Kringlumýri á Lyngdalsheiði hvar hún hafði dvalið um nóttina. Haraldur Helgi Hólmfríðarson, formaður björgunarsveitarinnar Ingunnar, segir að konan hafi verið hluti af hópi nemenda við Háskóla Íslands. Um er að ræða námskeið við skólann þar sem gista átti í snjóhúsum í vetrarríki á svæðinu. Björgunarsveitarmaður í byl á Lyngdalsheiði í nótt.Björgunarsveitin Ingunn Haraldur segir um að ræða áfanga sem sé tengdur ferðaþjónustu með einhverjum hætti. Bæði sé gist í snjóhúsi í eitt skipti og svo í annað skipti sé tjaldað. Allir í hópnum hafi verið búnir að koma sér fyrir í snjóhúsi en þessari konu hafi verið orðið ískalt og ákveðið að yfirgefa svæðið. „Öllum var uppálagt að vekja kennarann ef það væri eitthvað að. Hún gerði það ekki heldur sendi honum skilaboð,“ segir Haraldur. Konan ætlaði að ganga í bíl sinn sem var staðsettur í líklega um kílómetra fjarlægð. Sökum veðurs hafi hún ekki ratað á réttan stað. Frá aðgerðum Ingunnar og Tintron í nótt.Björgunarsveitin Ingunn „Hún ráfaði um heiðina í rúma tvo tíma, sagðist hafa gengið í hringi. Hún var með Googlemaps opið og var að reyna að finna bílinn sinn. Svo þegar tuttugu prósent voru eftir af hleðslunni á símanum þá hringdi hún í Neyðarlínuna og gaf upp staðsetningu.“ Fyrir einskæra tilviljun hafi einn úr björgunarsveitinni Ingunni verið á leið yfir heiðina á sama tíma í nótt. Haraldur hafi verið búinn að finna út hvar konuna væri að finna og það hafi verið skammt frá þar sem björgunarsveitarmaðurinn var á ferð á fjallajeppa. Gekk sér til hita Bílstjórinn hafi kveikt ljós á jeppanum og í framhaldinu hafi átta manna hópur komið að björguninni þar sem snjósleði var notaður. Konan hafi verið vel útitekin og þreytt en ekki svo kalt þar sem hún hafi gengið sér til hita. Planið hafi verið að aka konunni heim en þá hafi heiðin verið orðin ófær. Konan dvelji því á Laugavatni enda komist hún hvorki lönd né strönd. Haraldur segir að hópurinn hafi látið vita af sér í morgun. Allir hafi verið hressir og undirbúningur fyrir morgunmat verið í fullum gangi. Kennarinn sé fagmaður fram í fingurgóma og þekki vel til í aðstæðum sem þessum. Sveitin sinnti einu verkefni til viðbótar í nótt þegar ferðamenn festu bíl sinn í skafli.
Veður Björgunarsveitir Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira