Fannst eftir tveggja tíma næturgöngu í blindbyl á Lyngdalsheiði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. febrúar 2022 12:47 Frá aðgerðum í nótt. Björgunarsveitin Ingunn Björgunarsveitunum Ingunni á Laugarvatni og Tintron í Grímsnesi barst útkall kl 5:22 í morgun. Þá hafði kona nokkur óskað eftir aðstoð. Hún var á göngu í blindbyl og týnd. Konan hafði lagt upp frá snjóhúsi rétt vestan við Kringlumýri á Lyngdalsheiði hvar hún hafði dvalið um nóttina. Haraldur Helgi Hólmfríðarson, formaður björgunarsveitarinnar Ingunnar, segir að konan hafi verið hluti af hópi nemenda við Háskóla Íslands. Um er að ræða námskeið við skólann þar sem gista átti í snjóhúsum í vetrarríki á svæðinu. Björgunarsveitarmaður í byl á Lyngdalsheiði í nótt.Björgunarsveitin Ingunn Haraldur segir um að ræða áfanga sem sé tengdur ferðaþjónustu með einhverjum hætti. Bæði sé gist í snjóhúsi í eitt skipti og svo í annað skipti sé tjaldað. Allir í hópnum hafi verið búnir að koma sér fyrir í snjóhúsi en þessari konu hafi verið orðið ískalt og ákveðið að yfirgefa svæðið. „Öllum var uppálagt að vekja kennarann ef það væri eitthvað að. Hún gerði það ekki heldur sendi honum skilaboð,“ segir Haraldur. Konan ætlaði að ganga í bíl sinn sem var staðsettur í líklega um kílómetra fjarlægð. Sökum veðurs hafi hún ekki ratað á réttan stað. Frá aðgerðum Ingunnar og Tintron í nótt.Björgunarsveitin Ingunn „Hún ráfaði um heiðina í rúma tvo tíma, sagðist hafa gengið í hringi. Hún var með Googlemaps opið og var að reyna að finna bílinn sinn. Svo þegar tuttugu prósent voru eftir af hleðslunni á símanum þá hringdi hún í Neyðarlínuna og gaf upp staðsetningu.“ Fyrir einskæra tilviljun hafi einn úr björgunarsveitinni Ingunni verið á leið yfir heiðina á sama tíma í nótt. Haraldur hafi verið búinn að finna út hvar konuna væri að finna og það hafi verið skammt frá þar sem björgunarsveitarmaðurinn var á ferð á fjallajeppa. Gekk sér til hita Bílstjórinn hafi kveikt ljós á jeppanum og í framhaldinu hafi átta manna hópur komið að björguninni þar sem snjósleði var notaður. Konan hafi verið vel útitekin og þreytt en ekki svo kalt þar sem hún hafi gengið sér til hita. Planið hafi verið að aka konunni heim en þá hafi heiðin verið orðin ófær. Konan dvelji því á Laugavatni enda komist hún hvorki lönd né strönd. Haraldur segir að hópurinn hafi látið vita af sér í morgun. Allir hafi verið hressir og undirbúningur fyrir morgunmat verið í fullum gangi. Kennarinn sé fagmaður fram í fingurgóma og þekki vel til í aðstæðum sem þessum. Sveitin sinnti einu verkefni til viðbótar í nótt þegar ferðamenn festu bíl sinn í skafli. Veður Björgunarsveitir Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Konan hafði lagt upp frá snjóhúsi rétt vestan við Kringlumýri á Lyngdalsheiði hvar hún hafði dvalið um nóttina. Haraldur Helgi Hólmfríðarson, formaður björgunarsveitarinnar Ingunnar, segir að konan hafi verið hluti af hópi nemenda við Háskóla Íslands. Um er að ræða námskeið við skólann þar sem gista átti í snjóhúsum í vetrarríki á svæðinu. Björgunarsveitarmaður í byl á Lyngdalsheiði í nótt.Björgunarsveitin Ingunn Haraldur segir um að ræða áfanga sem sé tengdur ferðaþjónustu með einhverjum hætti. Bæði sé gist í snjóhúsi í eitt skipti og svo í annað skipti sé tjaldað. Allir í hópnum hafi verið búnir að koma sér fyrir í snjóhúsi en þessari konu hafi verið orðið ískalt og ákveðið að yfirgefa svæðið. „Öllum var uppálagt að vekja kennarann ef það væri eitthvað að. Hún gerði það ekki heldur sendi honum skilaboð,“ segir Haraldur. Konan ætlaði að ganga í bíl sinn sem var staðsettur í líklega um kílómetra fjarlægð. Sökum veðurs hafi hún ekki ratað á réttan stað. Frá aðgerðum Ingunnar og Tintron í nótt.Björgunarsveitin Ingunn „Hún ráfaði um heiðina í rúma tvo tíma, sagðist hafa gengið í hringi. Hún var með Googlemaps opið og var að reyna að finna bílinn sinn. Svo þegar tuttugu prósent voru eftir af hleðslunni á símanum þá hringdi hún í Neyðarlínuna og gaf upp staðsetningu.“ Fyrir einskæra tilviljun hafi einn úr björgunarsveitinni Ingunni verið á leið yfir heiðina á sama tíma í nótt. Haraldur hafi verið búinn að finna út hvar konuna væri að finna og það hafi verið skammt frá þar sem björgunarsveitarmaðurinn var á ferð á fjallajeppa. Gekk sér til hita Bílstjórinn hafi kveikt ljós á jeppanum og í framhaldinu hafi átta manna hópur komið að björguninni þar sem snjósleði var notaður. Konan hafi verið vel útitekin og þreytt en ekki svo kalt þar sem hún hafi gengið sér til hita. Planið hafi verið að aka konunni heim en þá hafi heiðin verið orðin ófær. Konan dvelji því á Laugavatni enda komist hún hvorki lönd né strönd. Haraldur segir að hópurinn hafi látið vita af sér í morgun. Allir hafi verið hressir og undirbúningur fyrir morgunmat verið í fullum gangi. Kennarinn sé fagmaður fram í fingurgóma og þekki vel til í aðstæðum sem þessum. Sveitin sinnti einu verkefni til viðbótar í nótt þegar ferðamenn festu bíl sinn í skafli.
Veður Björgunarsveitir Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira