Kalla eftir úrbótum eftir að heiðin var lokuð í þrjá sólarhringa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. febrúar 2022 18:21 Hellisheiði var lokuð í um þrjá sólarhringa, sem bæjarstjórn Hveragerðisbæjar telur ekki ásættanlegt. Vísir/Vilhelm Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar hefur skorað á Vegagerðina að gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að aftur komi upp ástand viðlíka því sem varð í byrjun vikunnar, þegar vegurinn um Hellisheiði var lokaðir fyrir allri umferð í þrjá sólarhringa vegna veðursins sem gekk yfir landið. Þetta kemur fram í bókum sem samþykkt var samhljóða á bæjarstjórnarfundi í gær. „Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar furðar sig á þeirri stöðu sem kom upp í byrjun vikunnar þegar vegurinn um Hellisheiði var lokuður fyrir allri umferð í þrjá sólarhringa. Leita þarf langt aftur í tímann, jafnvel áratugi, til að rifja upp slíkt ástand. Bæjarstjórn skorar á Vegagerðina að leita allra leiða til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig og að vetrarþjónusta verði eins og best er á kosið,“ segir í bókuninni. Þá ítrekar bæjarstjórnin mikilvægi þess að veginum, sem sé fjölfarin samgönguæð, verði haldið opinni sé þess nokkur kostur. Fjöldi fólks sæki vinnu og/eða skóla á milli Suðurlandsundirlendisins og höfuðborgarsvæðisins, og sífellt fjölgi í þeim hópi. Eins sinni fyrirtæki þjónustu þvert á þessi svæði, og því séu greiðar samgöngur á milli þeirra mikilvægar. „Að síðustu er rétt að minna á að greiðar samgöngur á milli þessara þéttbýlu svæða eru nauðsynlegar vegna öryggis íbúa,“ segir í bókuninni. Ekki ósátt við lokunina, heldur tímann sem tók að opna Í samtali við fréttastofu segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, að auðvitað sýni því allir skilning að stundum þurfi að loka heiðinni þegar vonskuveður gengur yfir, líkt og raunin var í upphafi vikunnar. Hins vegar sæti furðu hversu langan tíma tók að opna heiðina. Aldís Hafsteinsdóttir er bæjarstjóri Hveragerðisbæjar.Vísir/Vilhelm „Þetta svokallaða Árborgarsvæði fyrir austan fjall er orðið partur af atvinnusóknarsvæði stórhöfuðborgarsvæðisins. Það eru þúsundir manna sem hafa flust hingað austur, sem treysta á það að komast til vinnu til höfuðborgarinnar.“ Bæjarstjórnin sýni því fullan skilning að stundum þurfi að loka vegum þegar veðurskilyrði kalla á það, en þriggja daga lokun hafi verið ansi vel í lagt. „Það var löngu orðin brakandi blíða hérna niður frá og það var ekki að sjá að það væru stórir skaflar á löngum köflum á veginum, en það virtist ekki vera möguleiki á að opna fyrr en seint á miðvikudaginn. Það finnst okkur ekki ásættanlegt og við undrumst þetta, því það var ekki meiri ofankoma en við höfum oft séð áður. Við höfum ekki upplifað svona langa lokun, ekki síðan sennilega 1990,“ segir Aldís. Hún segist vonast til þess að Vegagerðin bregðist vel við ákalli bæjarstjórnarinnar, kanni hvað veldur og grípi til þeirra aðgerða sem hægt er til þess að bæta úr málunum. Hveragerði Samgöngur Veður Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Þetta kemur fram í bókum sem samþykkt var samhljóða á bæjarstjórnarfundi í gær. „Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar furðar sig á þeirri stöðu sem kom upp í byrjun vikunnar þegar vegurinn um Hellisheiði var lokuður fyrir allri umferð í þrjá sólarhringa. Leita þarf langt aftur í tímann, jafnvel áratugi, til að rifja upp slíkt ástand. Bæjarstjórn skorar á Vegagerðina að leita allra leiða til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig og að vetrarþjónusta verði eins og best er á kosið,“ segir í bókuninni. Þá ítrekar bæjarstjórnin mikilvægi þess að veginum, sem sé fjölfarin samgönguæð, verði haldið opinni sé þess nokkur kostur. Fjöldi fólks sæki vinnu og/eða skóla á milli Suðurlandsundirlendisins og höfuðborgarsvæðisins, og sífellt fjölgi í þeim hópi. Eins sinni fyrirtæki þjónustu þvert á þessi svæði, og því séu greiðar samgöngur á milli þeirra mikilvægar. „Að síðustu er rétt að minna á að greiðar samgöngur á milli þessara þéttbýlu svæða eru nauðsynlegar vegna öryggis íbúa,“ segir í bókuninni. Ekki ósátt við lokunina, heldur tímann sem tók að opna Í samtali við fréttastofu segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, að auðvitað sýni því allir skilning að stundum þurfi að loka heiðinni þegar vonskuveður gengur yfir, líkt og raunin var í upphafi vikunnar. Hins vegar sæti furðu hversu langan tíma tók að opna heiðina. Aldís Hafsteinsdóttir er bæjarstjóri Hveragerðisbæjar.Vísir/Vilhelm „Þetta svokallaða Árborgarsvæði fyrir austan fjall er orðið partur af atvinnusóknarsvæði stórhöfuðborgarsvæðisins. Það eru þúsundir manna sem hafa flust hingað austur, sem treysta á það að komast til vinnu til höfuðborgarinnar.“ Bæjarstjórnin sýni því fullan skilning að stundum þurfi að loka vegum þegar veðurskilyrði kalla á það, en þriggja daga lokun hafi verið ansi vel í lagt. „Það var löngu orðin brakandi blíða hérna niður frá og það var ekki að sjá að það væru stórir skaflar á löngum köflum á veginum, en það virtist ekki vera möguleiki á að opna fyrr en seint á miðvikudaginn. Það finnst okkur ekki ásættanlegt og við undrumst þetta, því það var ekki meiri ofankoma en við höfum oft séð áður. Við höfum ekki upplifað svona langa lokun, ekki síðan sennilega 1990,“ segir Aldís. Hún segist vonast til þess að Vegagerðin bregðist vel við ákalli bæjarstjórnarinnar, kanni hvað veldur og grípi til þeirra aðgerða sem hægt er til þess að bæta úr málunum.
Hveragerði Samgöngur Veður Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira