Ekkert sem minnir á vorið að finna í langtímaspá Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. febrúar 2022 12:51 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hefur trú á að landsmenn nái að aðlagast veðurfarinu. Hann segir að vetrarveðráttan á Íslandi sé síbreytileg en mikill snjóþungi ætti þó ekki að koma mikið á óvart. vísir/vilhelm Á suðvesturhorninu horfir nú allt til betri vegar hvað veður og færð snertir en hægfara skil munu plaga íbúa á Suðausturlandi í dag þar sem allt útlit er fyrir samgöngutruflanir. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur Vegagerðarinnar og Bliku kveðst ekki sjá neitt sem minni á vorið í langtímahorfum. Íslendingar verði að aðlagast veðurfarinu - þeir hafi löngu sýnt að þeir séu þess megnugir. Það er ekki ofsögum sagt að hríðarveðrið í gær hafi sett samgöngur á suðvesturhorninu í uppnám en um tvöleytið er stefnt að opnun vegar um Hellisheiði. Vegurinn um Krýsuvík er hins vegar lokaður og það sama gildir um Mosfellsheiði en unnið er að mokstri. Suðvestantil herðir á frosti og er útlit fyrir að þar verði flughált í dag. Einar segir að skilin séu nú farin austur yfir. Gul hríðarviðvörun mun gilda á landinu suðaustanverðu til klukkan 17.00 síðdegis. „Það hefur heilmikill krapi fallið á vegi austan Víkur í nótt og í morgun. Úrkoman er að ágerast austur með ströndinni. Þau fara það hægt yfir þessi skil og jafnvel koma til baka að austan þeirra draga þau upp raka; snjókomu til fjalla og slyddu og rigningu á láglendi þannig að það er nú útlit fyrir að það verði hríðarveður meira og minna í dag og á morgun til dæmis á Fjarðarheiðinni og á Fagradal sem er nú þjóðbrautin þeirra fyrir austan að þar verður samfelld snjókoma meira og minna líka til morguns þannig að það er nú ekki útilokað og eiginlega bara mjög líklegt að snjórinn þar eigi eftir að valda einhverjum samgönguerfiðleikum á Austfjörðum.“ Lengi var útlit fyrir að djúp lægð sem nú er í Færeyjum myndi valda usla hér á landi á morgun en Einar segir að nú líti út fyrir að Ísland sleppi nokkuð vel. Næstu daga verður veðrið nokkuð skaplegt, ef suðausturhluti landsins er tekinn út fyrir sviga. Langtímahorfur sýni þó ekkert sem minni á vorið. „Við þurfum bara að aðlagast veðrinu og veðurfarinu og við höfum sýnt það hingað til að við erum þess alveg megnug.“ Veður Vegagerð Tengdar fréttir Stefnt að opnun Hellisheiðar um hádegi Vegurinn um Hellisheiði er enn lokaður vegna snjóa og er stefnt að opnun um hádegisbil. Búið er að opna veginn um Þrengsli. 15. febrúar 2022 08:29 Vindur róast en reikna má með slyddu eða snjókomu Nú er vindur að róast á Suður- og Vesturlandi, þar má þó búast við slyddu eða snjókomu fram eftir morgni. Eftir hádegi er útlit fyrir stöku él á þessum slóðum. 15. febrúar 2022 07:17 Mikilvægt að moka strax áður en allt verður grjóthart Útlit er fyrir suðvestan storm á Suður- og Vesturlandi í nótt og verða gular viðvaranir víða í gildi vegna veðurs. Að sögn Haralds Ólafssonar veðurfræðings verður lítil úrkoma og ekki mikil hláka. 14. febrúar 2022 23:39 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fleiri fréttir Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði Sjá meira
Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur Vegagerðarinnar og Bliku kveðst ekki sjá neitt sem minni á vorið í langtímahorfum. Íslendingar verði að aðlagast veðurfarinu - þeir hafi löngu sýnt að þeir séu þess megnugir. Það er ekki ofsögum sagt að hríðarveðrið í gær hafi sett samgöngur á suðvesturhorninu í uppnám en um tvöleytið er stefnt að opnun vegar um Hellisheiði. Vegurinn um Krýsuvík er hins vegar lokaður og það sama gildir um Mosfellsheiði en unnið er að mokstri. Suðvestantil herðir á frosti og er útlit fyrir að þar verði flughált í dag. Einar segir að skilin séu nú farin austur yfir. Gul hríðarviðvörun mun gilda á landinu suðaustanverðu til klukkan 17.00 síðdegis. „Það hefur heilmikill krapi fallið á vegi austan Víkur í nótt og í morgun. Úrkoman er að ágerast austur með ströndinni. Þau fara það hægt yfir þessi skil og jafnvel koma til baka að austan þeirra draga þau upp raka; snjókomu til fjalla og slyddu og rigningu á láglendi þannig að það er nú útlit fyrir að það verði hríðarveður meira og minna í dag og á morgun til dæmis á Fjarðarheiðinni og á Fagradal sem er nú þjóðbrautin þeirra fyrir austan að þar verður samfelld snjókoma meira og minna líka til morguns þannig að það er nú ekki útilokað og eiginlega bara mjög líklegt að snjórinn þar eigi eftir að valda einhverjum samgönguerfiðleikum á Austfjörðum.“ Lengi var útlit fyrir að djúp lægð sem nú er í Færeyjum myndi valda usla hér á landi á morgun en Einar segir að nú líti út fyrir að Ísland sleppi nokkuð vel. Næstu daga verður veðrið nokkuð skaplegt, ef suðausturhluti landsins er tekinn út fyrir sviga. Langtímahorfur sýni þó ekkert sem minni á vorið. „Við þurfum bara að aðlagast veðrinu og veðurfarinu og við höfum sýnt það hingað til að við erum þess alveg megnug.“
Veður Vegagerð Tengdar fréttir Stefnt að opnun Hellisheiðar um hádegi Vegurinn um Hellisheiði er enn lokaður vegna snjóa og er stefnt að opnun um hádegisbil. Búið er að opna veginn um Þrengsli. 15. febrúar 2022 08:29 Vindur róast en reikna má með slyddu eða snjókomu Nú er vindur að róast á Suður- og Vesturlandi, þar má þó búast við slyddu eða snjókomu fram eftir morgni. Eftir hádegi er útlit fyrir stöku él á þessum slóðum. 15. febrúar 2022 07:17 Mikilvægt að moka strax áður en allt verður grjóthart Útlit er fyrir suðvestan storm á Suður- og Vesturlandi í nótt og verða gular viðvaranir víða í gildi vegna veðurs. Að sögn Haralds Ólafssonar veðurfræðings verður lítil úrkoma og ekki mikil hláka. 14. febrúar 2022 23:39 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fleiri fréttir Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði Sjá meira
Stefnt að opnun Hellisheiðar um hádegi Vegurinn um Hellisheiði er enn lokaður vegna snjóa og er stefnt að opnun um hádegisbil. Búið er að opna veginn um Þrengsli. 15. febrúar 2022 08:29
Vindur róast en reikna má með slyddu eða snjókomu Nú er vindur að róast á Suður- og Vesturlandi, þar má þó búast við slyddu eða snjókomu fram eftir morgni. Eftir hádegi er útlit fyrir stöku él á þessum slóðum. 15. febrúar 2022 07:17
Mikilvægt að moka strax áður en allt verður grjóthart Útlit er fyrir suðvestan storm á Suður- og Vesturlandi í nótt og verða gular viðvaranir víða í gildi vegna veðurs. Að sögn Haralds Ólafssonar veðurfræðings verður lítil úrkoma og ekki mikil hláka. 14. febrúar 2022 23:39