Veður

Veður


Fréttamynd

Blautt en hiti gæti náð ní­tján stigum

Hægur vindur verður í dag og fremur blautt víðast hvar á landinu. Þó verður bjartviðri norðaustantil og hiti gæti farið í nítján stig þar. Annars staðar verður hiti á bilinu níu til þrettán stig.

Veður
Fréttamynd

Von á á­tján stiga hita á Hall­orms­stað

Reikna má með því að landsmenn hristi höfuðið í sumum landshlutum í dag og haldi áfram að bíða eftir sumrinu. Þeir sem eru á Austurlandi gætu þó viljað hafa stuttbuxur og sólarvörn innan seilingar.

Innlent
Fréttamynd

Mesta hviðan meira en fimm­tíu metrar á sekúndu

Gular veðurviðvaranir eru í gildi vegna hvassviðris á Austfjörðum og Suðausturlandi, en vindhviður hafa náð allt að 54 metrum á sekúndu. Veðrið ætti að ganga niður í fyrramálið, en þá er útlit fyrir blíðskaparveður víðast hvar á landinu. 

Innlent
Fréttamynd

Gul við­vörun á Aust­fjörðum og Suð­austur­landi

Í dag er allhvöss og hvöss norðvestanátt og rigning, hvassast á Austfjörðum og undir Vatnajökli. Gular viðvaranir eru í gildi vegna vinds og ráðlagt að fara með gát, einkum þegar ferðast er með aftan í vagna. Viðvörunin rennur úr gildi snemma á laugardagsmorgun.

Veður
Fréttamynd

Gul við­vörun allan morgun­daginn

Veðurstofan hefur gefið út gula viðbörun fyrir Suðausturland og Austfirði. Viðvörunin tekur gildi á miðnætti og stendur til klukkan ellefu á föstudagskvöld. 

Veður
Fréttamynd

Ís­lenskir jöklar minnka um fjöru­tíu fer­kíló­metra á ári

Heildarflatarmál íslenskra jökla minnkar um það bil um 40 ferkílómetra á ári, eða sem nemur einu Mývatni á ári. Frá aldamótum hefur flatarmál íslensku jöklanna minnkað um um það bil 850 ferkílómetra eða sem samsvarar næstum tíu Þingvallavötnum. Hop íslensku jöklanna er sagt skýrt merki um hlýnandi loftslag. Jöklafræðingar segja áríðandi að fylgjast vel með og minna á alvarlega stöðu. 

Innlent
Fréttamynd

Hæg­viðri og lítils­háttar skúrir

Í dag er útlit fyrir fremur rólegt veður. Hægviðri og lítilsháttar skúrir á víð og dreif, en yfirleitt þurrt í kvöld. Hiti víða verður á bilinu 10 til 17 stig að deginum, hlýjast á Austurlandi. Á morgun nálgast lægð landið úr suðri. Áttin verður norðlægari, víða gola eða blástur, og kólnar heldur norðan- og austantil.

Veður
Fréttamynd

Yfir tuttugu gráður með mígandi rigningu næstu helgi

Eflaust eru margir farnir að huga að veðrinu næstu helgi fyrir útilegur og önnur ferðalög. Á vef Veðurstofunnar segir að á laugardag verði hlýjast á Suðausturlandi og að hiti gæti þar náð tuttugu stigum. Á sunnudag verður svo hlýjast á Norðausturlandi og gæti hitinn náð 24 stigum.

Veður
Fréttamynd

Allt að 18 stiga hiti

Hægfara lægð vestur af landinu veldur víða kalda og skúrum á vesturhluta landsins. Aðra sögu er að segja á Norður- og Austurlandi, þar sem er útlit fyrir bjart veður og hita upp í 18 stig. 

Innlent
Fréttamynd

Suð­vestan­átt með skúrum

Í dag fara skil sem komu með rigningu í gær og í nótt til norðurs frá landinu. Þá snýst vindurinn í suðvestanátt með skúrum, en léttir til á Norðausturlandi. Hiti verður á bilinu átta til fimmtán stig samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings. Hlýjast verður austanlands.

Veður
Fréttamynd

Fyrstu tuttugu dagar júní­mánaðar í svalara lagi

Fyrstu tuttugu dagar júnímánaðar hafa verið með svalara lagi á landinu. Meðalhiti í Reykjavík hefur verið 8,2 stig sem er 1,3 stigum neðan meðallags áranna 1991 til 2020. Þetta kemur fram á vef veðurfræðingsins Trausta Jónssonar Hungurdiskar. Mánuðurinn raðast þannig í 21. hlýjasta sæti af 24 sömu daga á þessari öld.

Veður
Fréttamynd

Rigning eða súld um mest allt landið

Í dag verður breytileg átt og þrír til átta metrar á sekúndu. Það verður aðeins hvassara á Vestfjörðum, en þar verður norðvestan átt og átta til þrettán metrar á sekúndu. Það verður samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings rigning eða súld um mest allt land en styttir smám saman upp austanlands. Hiti 7 til 14 stig yfir daginn.

Veður
Fréttamynd

Styttir upp í kvöld

Í morgunsárið er lægð rétt suður af landinu og því er norðaustlæg eða breytileg átt í dag. Vindur er á bilinu fimm til þrettán metra á sekúndu og er hvassast við suðausturströndina og á Vestfjarðakjálkanum.

Veður
Fréttamynd

Lægð nálgast landið

Eftir hægviðri gærdagsins nálgast lægð landið úr vestri og henni fylgir suðlæg átt, þrír til tíu metrar á sekúndu. Upp úr hádegi byrjar að rigna suðvestanlands en þegar líður á daginn færist úrkoman norðaustur yfir landið.

Veður
Fréttamynd

Víðast hvar þung­búið á þjóð­há­tíðar­daginn

Það er útlit fyrir hægan vind á landinu í dag. Heilt yfir verður nokkuð þungbúið á Suður- og Vesturlandi og dálítil væta gæti látið á sér kræla öðru hvoru. Á Norður- og Austurlandi ætti að verða þurrt með einhverjum sólarköflum. 

Veður
Fréttamynd

Sumar­veður fyrir sunnan en annars staðar skýjað

Í dag er spáð norðvestan og norðan 3-8 m/s. Víða skýjað og nokkuð þungbúið með smásúld eða þokumóðu á köflum og hita 7 til 12 stig. Bjartara og þurrt á Suður- og Suðausturlandi og þar gæti hiti náði upp undir 20 stig þegar best lætur.

Veður
Fréttamynd

Vetur að vori - stuðningur eftir ó­veður

Á dögunum gekk yfir mikill veðurofsi á Norðurlandi með miklum snjó sem víða hefur valdið margskonar tjóni. Nú þegar veðrinu hefur slotað og snjórinn er farinn að bráðna blasir við gríðarlegt tjón af völdum þessa „auka veturs“ sem dundi á strax eftir sauðburð.

Skoðun
Fréttamynd

Öxna­dals­heiði opin á ný

Vegurinn um Öxnadalsheiði var opnaður á ný á fimmta tímanum í nótt. Honum var lokað í gærkvöldi eftir að alvarlegt rútuslys varð á veginum. 

Innlent
Fréttamynd

Hlýtt í dag en vætusöm vika fram undan

Í dag er útlit fyrir norðlæga eða breytilega átt, 3-8 m/s. Víða þurrt veður og bjartir kaflar, en stöku síðdegisskúrir gætu látið á sér kræla sunnanlands, en á Suður- og Suðausturlandi er spáð bjarviðri og allt að tuttugu stuiga hita. 

Veður
Fréttamynd

Þegar hríðinni slotar

Júníbyrjun hefur verið bændum og búaliði erfið. Fordæmalaust vetrarveður í júní, norðan krapahríð og snjór á Norðurlandi, kuldabeljandi og rok í öðrum landshlutum. Veðurspáin var snemma orðin slæm, lægð komandi langt norðan úr höfum, trillaði sér niður kortið, dýpkaði og settist að við Melrakkasléttu. Að vetri til hefði þetta boðað norðan stórhríð upp á gamla mátann. Það versta við þessa veðurspá var að hún rættist.

Skoðun
Fréttamynd

Blíð­viðri á Norður­landi í dag

Blíðviðri verður á Norðurlandi í dag og getur hitinn náð allt að 19 stigum. Rigning verður með köflum á sunnanverðu landinu en yfirleitt bjart fyrir norðan. Líkur eru á þokulofti á annesjum við norður- og austurströndina.

Veður
Fréttamynd

Lokuðu ferða­manna­stöðum og skólum vegna mikils hita

Loka þurfti einum vinsælasta ferðamannastað í Grikklandi, Akrópólis í Aþenu, í dag vegna mikils hita. Þá var einnig skólum lokað og gefin úr viðvörun frá heilbrigðisyfirvöldu. Hitabylgja gengur nú yfir landið. Methiti, miðað við árstíma, var í dag og verður á morgun í Aþenu. Hitastigið gæti náð 43 gráðum.

Erlent