Ræður fólki frá því að ferðast á milli landshluta fyrir norðan Töluverð hætta er talin á snjóflóðum á nokkrum stöðum á landinu. Veðurfræðingur ræður fólki frá því að ferðast milli landshluta á norðanverðu landinu, þar sem viðvaranir eru í gildi. Innlent 31. mars 2024 12:04
Gular viðvaranir og versnandi akstursskilyrði Spáð er nokkuð hvassri norðan- og norðaustanátt í dag, víða 13 til 20 metrum á sekúndu og snjókomu eða él, einkum á Norður- og Austurlandi þar sem gul viðvörun verður í gildi. Þurrt að kalla sunnan heiða og bjart veður fram eftir degi, en lítilsháttar snjókoma þar í kvöld. Frost 0 til 6 stig, en frostlaust yfir daginn syðst. Veður 31. mars 2024 08:07
Bætir í ofankomu og viðbúið að færð versni Í dag er spáð norðaustan 10 til 18 metrum á sekúndu, en hvassara í vindstrengjum undir Vatnajökli. Él á Norður- og Austurlandi, en þurrt og bjart um landið sunnanvert. Frost 0 til 6 stig, en frostlaust við suðurströndina yfir daginn. Veður 30. mars 2024 07:31
Hviður allt að 35 metrar á sekúndu og hætt við sandfoki Í nótt og framan af morgundeginum má á milli Kirkjubæjarklausturs og Hornafjarðar gera ráð fyrir staðbundnum snörpum strengjum í Norðaustur-átt. Innlent 29. mars 2024 11:18
Hvessir víðast hvar síðdegis Það verður hægt vaxandi norðaustanátt á landinu í dag. Síðdegis nær 10-18 m/s víða. Él verður á Norður- og Austurlandi, en bjart að mestu um landið sunnanvert. Frost mælist 0 til 6 stig í dag en frostlaust verður sunnantil yfir daginn. Veður 29. mars 2024 07:36
Bjartur skírdagur fram undan í höfuðborginni Bjart verður að mestu um landið sunnanvert í dag. Dálítil él verður á Norður- og Austurlandi og hvassast suðaustan til. Annað kvöld bætir heldur í vind. Veður 28. mars 2024 07:36
Fjölskylda í norðurljósaleit hrakin á brott af leiðsögumönnum Fjölskylda sem ætlaði sér að horfa á norðurljósin á slóða rétt hjá Litlu kaffistofunni var rekin í burtu af starfsmönnum ferðaþjónustufyrirtækis. Mennirnir sökuðu fjölskylduna um að ónáða fólk sem hefði borgað dýrum dómi fyrir norðurljósaferð. Innlent 27. mars 2024 22:18
Kalt og bjart í dag en dálítill kaldi Bjart veður verður vestan- og sunnantil í dag en stöku él á norðan- og austanverðu landinu. Frost u allt land en hiti verður rétt yfir frostmarki sunnanlands. Veður 27. mars 2024 07:28
Stöku él í flestum landshlutum Veðurstofan gerir ráð fyrir norðan- og norðaustanátt í dag, víða fimm til tíu metrar á sekúndum, en suðaustan átta til þrettán á Suðvesturlandi í dag. Reikna má með stöku éljum í flestum landshlutum en úrkomulítið að mestu á Suðausturlandi og norðvestanlands. Veður 26. mars 2024 07:09
Dregið úr gosinu en land rís enn Svo virðist sem dregið hafi úr eldgosinu við Sundhnúksgíga síðasta sólarhringinn. Virkni í gígunum er minni og mögulega slökknað í minnstu gígunum. GPS-mælingar síðustu daga benda þó til þess að landris sé í gangi í Svartsengi, en mun hægara en áður. Það bendir til þess að enn safnist kvika í söfnunarsvæðið undir Svartsengi þótt eldgos sé í gangi. Innlent 25. mars 2024 15:42
Svalt veður og víða dálítil él Veðurstofan gerir ráð fyrir fremur hægri norðaustlægri átt og víða dálitlum éljum. Lengst af verður þurrt og björt Suður- og Vesturlandi ogsvalt veður. Veður 25. mars 2024 07:13
Ljósadýrð á himni í kvöld Það viðrar vel til norðurljósa í kvöld að sögn vakthafanda hjá Veðurstofu Íslands og búist er við því að litrík og sterk norðurljós prýði festinguna í kvöld. Innlent 24. mars 2024 18:16
Svipað veður en bætir í vind með páskahelginni Áfram verður svipað veður og verið hefur verið í dymbilvikunni, en bætir líklega í vind þegar líður að páskahelginni. Veður 24. mars 2024 08:14
Holtavörðuheiði lokuð vegna veðurs Vegurinn yfir Holtavörðuheiði er lokaður vegna veðurs. Innlent 23. mars 2024 09:11
Kærkomin snjósending fyrir skíðaviku en heldur mikil ófærð Ófært er víða á Vestfjörðum og óvissustig í gangi vegna snjóflóðahættu. Vegir eru víða lokaðir og gul veðurviðvörun í gildi til hádegis. Bæjarstjórinn segir snjósendinguna hafa verið kærkomna en ekki ófærðina. Innlent 22. mars 2024 08:50
Gular viðvaranir og slæmt ferðaveður á Vestur- og Norðurlandi Gular viðvaranir eru í gildi á nær öllu vestan- og norðanverðu landinu. Þær renna út á Breiðafirði og Vestfjörðum á hádegi en ekki fyrr en á morgun á Norðvestur- og Norðurlandi. Slæm færð er á vegum um land allt og víða vegir lokaðir eða á óvissustigi. Veður 22. mars 2024 07:21
Óvissustigi lýst yfir á Norðurlandi Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á Norðurlandi frá klukkan 20:00 í kvöld, fimmtudag 21. mars. Innlent 21. mars 2024 22:01
Hús rýmd á Ísafirði vegna snjóflóðahættu Ákveðið hefur verið að rýma hús á reit 9 undir Seljalandshlíð á Ísafirði frá klukkan 16 í dag, fimmtudag, vegna hættu á snjóflóðum. Innlent 21. mars 2024 18:04
Stormur á Vestfjörðum en hægari vindur annars staðar Núna í morgunsárið er 958 millibara lægð yfir Suðurlandi og það er því breytilegt hvaðan vindur blæs í dag. Við suðurströndina verður suðvestan 13 til 18 metrar á sekúndu og rigning en á Vestfjörðum verður norðaustan stormur og snjókoma. Veður 21. mars 2024 07:13
Gera tilraunir með skafrenningsmæli Tilraunir hafa verið gerðar með skafrenningsmæli á Steingrímsfjarðarheiði í vetur en vonir standa til að mælirinn komi til með að nýtast við að meta snjóflóðahættu. Innlent 20. mars 2024 21:01
Gosið stöðugt en dregur mögulega úr landrisi við Svartsengi Veðurstofa Íslands hefur uppfært hættumat á Reykjanesi vegna eldgossins. Eldgosið er enn stöðugt en mögulega dregur úr landrisi við Svartsengi. Innlent 20. mars 2024 14:10
Stormur á Vestfjörðum í kvöld og í fyrramálið Gul veðurviðvörun tekur gildi seint í dag á Vestfjörðum. Búist er við norðaustan 13-20 metrum á sekúndu og snjókomu og skafrenningi með slæmu skyggni. „Versnandi færð og varasamt ferðaveður,“ segir á vef Veðurstofunnar. Veður 20. mars 2024 08:34
Lægð nálgast úr suðvestri og von á stórhríð norðvestantil Lægð nálgast nú landið úr suðvestri og má reikna með hægt vaxandi austan- og suðaustanátt. Það mun svo hlýna sunnanlands með rigningu eða slyddu. Veður 20. mars 2024 07:13
Kvörtunum vegna vetrarþjónustu fækkað um sjötíu prósent Ánægja borgarbúa með vetrarþjónustu virðist hafa stóraukist í kjölfar umræddrar heildarendurskoðunnar stýrihóps. Kvörtunum vegna vetrarþjónustu í Reykjavík fækkaði um sjötíu prósent milli ára. Innlent 19. mars 2024 18:20
Heiðin líklega lokuð til morguns Búið er að loka þjóðveginum um Holtavörðuheiði vegna óveðurs. Ekki er reiknað með að opnað verði fyrir umferð um heiðina fyrr en í fyrramálið. Innlent 19. mars 2024 17:30
Veður skánar á Vestfjörðum en él sunnan- og vestanlands Hægfara lægð er nú stödd skammt vestur af landinu og benda nýjustu spár til þess að veðrið á Vestfjörðum verði mun skárra í dag en verið hefur. Þó er stutt í hvassa norðaustanátt úti á miðunum og þar lítið að breytast til að hún nái aftur inn á land. Veður 19. mars 2024 07:14
Spáð miklu hvassviðri og appelsínugul viðvörun fyrir vestan Spáð er austlægri átt, fimm til þrettán metrum á sekúndu, sunnan- og austanlands og verður nokkuð vætusamt á þessum slóðum og þungbúið. Norðvestantil er hins vegar spáð norðaustan 15 til 23 metrum á sekúndu og snjókomu. Veður 18. mars 2024 07:19
Appelsínugul viðvörun á vegna norðaustan hríðar Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun vegna norðaustan hríðar sem hefur skollið á norðvesturhluta landsins. Gular viðvaranir hafa sömuleiðis verið gefnar út við Faxaflóa, Breiðafjörð og Ströndum og Norðurlandi vestra. Veður 17. mars 2024 10:59
Möguleg snjóflóðahætta á Vestfjörðum Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum. Óvissustigið tekur gildi klukkan tíu í fyrramálið á morgun. Innlent 16. mars 2024 18:25
Líklegt að loka þurfi vegum vegna veðurs Von er á stórhríð á Vestfjörðum og Snæfellsnesi á morgun, og gætu vindhviður náð allt að 36 metrum á sekúndu. Aðalvarðstjóri á Ísafirði segir að vegna veðursins gæti þurft að ráðast í lokanir á vegum. Innlent 16. mars 2024 12:09