Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Jón Þór Stefánsson skrifar 31. júlí 2025 15:30 Jakob Frímann hefur áður komið með veðurbreytinn hingað til lands, sem Harry Oldfield hannaði. Meintur veðurbreytir er sagður hafa verið fluttur frá Bretlandi norður í land í tilefni af tónleikum Kaleo í Vaglaskógi um síðustu helgi. Markmiðið hafi verið að komast hjá rigningarveðri. Fjallað var um græjuna í Morgunblaðinu í dag. Jakob Frímann Magnússon, tónlistarmaður og skipuleggjandi tónleikanna, segir í samtali við Vísi að hann vilji hvorki játa né neita því sem fram kemur í frétt Morgunblaðsins, og verst allra „veðurfrétta“. Jakob hefur áður flutt græjur sem þessar til landsins. Uppfinningamaðurinn á bak við þær hét Harry Oldfield, en hann mun hafa látist í fyrra. David Blatch, stjúpsonur Harrys, mun hafa sett græjurnar upp í þetta skiptið. Í frétt Morgunblaðsins segir að það hafi komið tónleikagestum á óvart að hitinn hafi farið hátt í tuttugu gráður og mest allan tímann hafi verið heiðskírt og sól á lofti. Veðurspáin hafi hins vegar gert ráð fyrir sjö gráðum og rigningu. Tækið muni hafa vakið umtal í kringum tónleikana í Vaglaskógi. Þarna sé um að ræða „loftþrýstibreyti“ sem með tíðnisviðum geti fært til gastegundir og ský. Joðin þrjú í Vaglaskógi; Júníus, Jakob og Jõkull í kringum tónleikana í Vaglaskógi.Guðmundur K. Jónsson „Veðurbreytirinn á að virka þannig að þar fara saman rafskaut, spennir og kristallar í saltlegi, sem eykur leiðni, og kristallarnir eru notaðir til að senda útvarpsbylgjur eins og til að senda fjarskiptaboð í gervihnetti,“ segir í Mogganum. „Getur verið að sjö þúsund gestir sem sóttu tónleikana hafi notið góðs af hinum umtalaða breska veðurbreyti?“ Draumatækið fyrir tuttugu árum Árin 2014 og 2015 fjallaði Vísir um sams konar tæki sem þá var flutt á tónlistarhátíðina Secret Solstice, og aftur var Jakob Frímann sagður á bak við innflutninginn. Rætt var við Kristján Óttar Klausen, veðureftirlitsmann, sem sagði vanta mælingar sem segðu til um hvort tæki sem þetta virkaði. „Það eru engin vel þekkt áhrif þarna á bak við og tækið er ekki viðurkennt í vísindaheiminum. Það væri þó gaman að sjá virkni tækisins en hana verður að sanna með mælingum, orðrómur er ekki nóg,“ sagði Kristján Þá var einnig birt mynd sem tekin var inn um glugga Þróttaraheimilisins sem talin var sýna græjuna. Þetta er græjan sem var sögð breyta veðrinu árið 2015. Þá er vert að minnast á að árið 2005 spurði DV Jakob út í hvað væri hans draumatæki. Svarið var meðfærilegur veðurbreytir. „Ég gæti vel hugsað mér eitt stykki veðurbreyti,“ var haft eftir honum. „Hann verður að fyrirferðarlítill og meðfærilegur.“ Kvikmynd Jakobs frá 1985 fjalli um það sama Ekki nóg með það, heldur bendir Stefán Pálsson sagnfræðingur á að Stuðmannamyndin Hvítir mávar, sem Jakob leikstýrði árið 1985 hafi fjallað um „áform um að breyta veðráttunni í afskekktri byggð með torkennilegum tæknibúnaði“. Í samtali við Vísi rifjar Stefán myndina upp, en hann segir söguþráðinn hafa verið „algjöra sýru“. Einn daginn hljóti hún að verða svokölluð költ-mynd. „Þessi mjög svo flippaða mynd gerist í einhverjum bæ úti á landi, og þar snýst þetta allt út á einhverja bandaríska hermenn, í kalda stríðinu, og þar er ýjað að því að þetta séu einhverjar skuggalegar tilraunir hersins að setja upp einhvern búnað. Þetta er allt presenterað á þann hátt að það eigi að breyta veðraáttunni, og þarna verði bara bongóblíða, og allir mjög kátir með það.“ Hefði átt að vekja alþjóðlega athygli Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda, segir í færslu á Facbook að hann hafi litið á dagatalið þegar hann las áðurnefnda frétt Morgunblaðsins í morgun, hann hafi athugað hvort það væri 1. apríl. „Internetið virðist ekkert hafa heyrt af veðurbreytingum, þótt maður hefði nú haldið að þessi uppfinning myndi vekja alþjóðlega athygli.“ Ólafur bendir á að Harry Oldfield, áðurnefndur uppfinningamaður veðurbreytisins, hafi áður verið til umfjöllunar í fjölmiðlum hér á landi, en þá vegna sálarrannsókna og óhefðbundinna lækninga. Stórmerk nýjung eða hópsefjun? Hinn breski Harry Oldfield virðist fyrst hafa verið til umfjöllunar hér á landi í Morgunblaðinu í nóvember 1982. Þar var viðburði sem hann hélt á Hallveigarstöðum lýst af blaðamanni. Oldfield er til að mynda sagður hafa fengið gest úr sal til sín, og notað ákveðið greiningartæki til þess að mæla gestinn. Hann hafi komist að því að gesturinn væri líklega með sjónskekkju og þyrfti líklega að fara til læknis vegna skjaldkirtilsins. Gesturinn mun hafa tekið undir það, henni hafi grunað að hún glímdi við þessi vandamál. Í kjölfarið hafi Oldfield notað tækið og mælt fleiri viðstadda, og notað „kristalgeislunartæki“ til að leiðrétta orkuójafnvægi hjá fólki. Úr Morgunblaðinu 1982.Tímarit.is „Þetta var mjög áhrifaríkt, svo að maður vissi varla, hvort óhætti væri að trúa eigin augum eða heilbrigðri skynsemi, en óneitanlega brýtur þetta í bága við hefðbundnar hugmyndir um sjúkdóma og heilbrigði,“ skrifaði blaðamaður Morgunblaðsins árið 1982 „Hér verður að sjálfsögðu ekki lagt neitt mat á hvort stórmerk nýjung sé að koma fram í sviðsljósið, eða hvort hér sé um einhverskonar hópsefjun að ræða.“ Vildi meina að íslenskir steinar væru óvenju magnaðir Oldfield kom reglulega aftur til Íslands árin á eftir, og virðist hafa verið sérstaklega tíður gestur á Akureyri. Umfjöllun Dags árið 1983.Tímarit.is „Það er vel þekkt fyrirbrigði að fólk í frumstæðum menningarsamfélögum hefur notað krystalla og steina í lækningaskyni og oft hafa þessir steinar og krystallar aðeins verið lagðir að líkamanum og viðkomandi hlotið lækningu. Ég safnaði því að mér margs konar krystöllum þegar rafkrafturinn bætist við þá gefa þeir frá sér margfaldan kraft. Það eru auðvitað margir í heimalandi mínu vantrúaðir á það sem ég er að gera en þeir eru þó enn fleiri sem hafa áhuga á þessu og hafa veitt mér margvíslegan stuðning,“ sagði Harry Oldfield í viðtali við Dag árið 1983. Fram kom í umfjöllun Dags að á meðan hann var hér á landi hafi hann tekið að sér fjölda skjólstæðinga, allt að fimmtán manns á dag. Þremur árum síðar sagði Oldfield í öðru viðtali við Dag að honum þættu íslenskir steinar „óvenju kraftmiklir og magnaðir.“ Sannur Íslandsvinur Umfjöllun DV árið 2005.Tímarit.is Samkvæmt umfjöllun DV árið 2005 var Harry Oldfield eðlisfræðingur að mennt. Hann hafi verið framhaldsskólakennari í London um árabil og verið eftirsóttur kennari „því hann aðhylltist ekki þurra kennslu í fræðunum heldur var hann óþreytandi við að gera ýmsar tilraunir og vinsæll eftir því hjá nemendum“. Samkennurum hans hafi þó ekki alltaf verið rótt þar sem þeir voru „skíthræddir um að hann sprengdi skólabygginguna upp í loft“. DV tók þá viðtal við Oldfield sem virðist hafa verið orðinn ansi kunnugur Íslandi. „Harry Oldfield heilsar með hressilegu: Góðan daginn!“ á íslensku og byrjar samtalið með kjarnyrtum yfirlýsingum um fegurð Íslands og yndislegheit Íslendinga. Ef það er ekki að vera sannur Íslandsvinur, þá veit ég ekki hvað.“ Veður Einu sinni var... Tónleikar á Íslandi Fjölmiðlar Akureyri Tækni Heilbrigðismál Þingeyjarsveit Tengdar fréttir „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Hreiðar Hreiðarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, segir með ólíkindum hvað tónleikahátíð Kaleo í Vaglaskógi í gær gekk vel. Ekkert stórslys hafi orðið og önnur vandamál hafi verið minniháttar. 27. júlí 2025 11:44 Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Tónleikahátíð Kaleo fór fram með pompi og prakt í Vaglaskógi í gær. Kaleo héldu þar sína fyrstu tónleika á Íslandi síðan 2015, en uppselt varð á tónleikana á örskotstundu. 27. júlí 2025 14:43 Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Fleiri fréttir Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Sjá meira
Fjallað var um græjuna í Morgunblaðinu í dag. Jakob Frímann Magnússon, tónlistarmaður og skipuleggjandi tónleikanna, segir í samtali við Vísi að hann vilji hvorki játa né neita því sem fram kemur í frétt Morgunblaðsins, og verst allra „veðurfrétta“. Jakob hefur áður flutt græjur sem þessar til landsins. Uppfinningamaðurinn á bak við þær hét Harry Oldfield, en hann mun hafa látist í fyrra. David Blatch, stjúpsonur Harrys, mun hafa sett græjurnar upp í þetta skiptið. Í frétt Morgunblaðsins segir að það hafi komið tónleikagestum á óvart að hitinn hafi farið hátt í tuttugu gráður og mest allan tímann hafi verið heiðskírt og sól á lofti. Veðurspáin hafi hins vegar gert ráð fyrir sjö gráðum og rigningu. Tækið muni hafa vakið umtal í kringum tónleikana í Vaglaskógi. Þarna sé um að ræða „loftþrýstibreyti“ sem með tíðnisviðum geti fært til gastegundir og ský. Joðin þrjú í Vaglaskógi; Júníus, Jakob og Jõkull í kringum tónleikana í Vaglaskógi.Guðmundur K. Jónsson „Veðurbreytirinn á að virka þannig að þar fara saman rafskaut, spennir og kristallar í saltlegi, sem eykur leiðni, og kristallarnir eru notaðir til að senda útvarpsbylgjur eins og til að senda fjarskiptaboð í gervihnetti,“ segir í Mogganum. „Getur verið að sjö þúsund gestir sem sóttu tónleikana hafi notið góðs af hinum umtalaða breska veðurbreyti?“ Draumatækið fyrir tuttugu árum Árin 2014 og 2015 fjallaði Vísir um sams konar tæki sem þá var flutt á tónlistarhátíðina Secret Solstice, og aftur var Jakob Frímann sagður á bak við innflutninginn. Rætt var við Kristján Óttar Klausen, veðureftirlitsmann, sem sagði vanta mælingar sem segðu til um hvort tæki sem þetta virkaði. „Það eru engin vel þekkt áhrif þarna á bak við og tækið er ekki viðurkennt í vísindaheiminum. Það væri þó gaman að sjá virkni tækisins en hana verður að sanna með mælingum, orðrómur er ekki nóg,“ sagði Kristján Þá var einnig birt mynd sem tekin var inn um glugga Þróttaraheimilisins sem talin var sýna græjuna. Þetta er græjan sem var sögð breyta veðrinu árið 2015. Þá er vert að minnast á að árið 2005 spurði DV Jakob út í hvað væri hans draumatæki. Svarið var meðfærilegur veðurbreytir. „Ég gæti vel hugsað mér eitt stykki veðurbreyti,“ var haft eftir honum. „Hann verður að fyrirferðarlítill og meðfærilegur.“ Kvikmynd Jakobs frá 1985 fjalli um það sama Ekki nóg með það, heldur bendir Stefán Pálsson sagnfræðingur á að Stuðmannamyndin Hvítir mávar, sem Jakob leikstýrði árið 1985 hafi fjallað um „áform um að breyta veðráttunni í afskekktri byggð með torkennilegum tæknibúnaði“. Í samtali við Vísi rifjar Stefán myndina upp, en hann segir söguþráðinn hafa verið „algjöra sýru“. Einn daginn hljóti hún að verða svokölluð költ-mynd. „Þessi mjög svo flippaða mynd gerist í einhverjum bæ úti á landi, og þar snýst þetta allt út á einhverja bandaríska hermenn, í kalda stríðinu, og þar er ýjað að því að þetta séu einhverjar skuggalegar tilraunir hersins að setja upp einhvern búnað. Þetta er allt presenterað á þann hátt að það eigi að breyta veðraáttunni, og þarna verði bara bongóblíða, og allir mjög kátir með það.“ Hefði átt að vekja alþjóðlega athygli Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda, segir í færslu á Facbook að hann hafi litið á dagatalið þegar hann las áðurnefnda frétt Morgunblaðsins í morgun, hann hafi athugað hvort það væri 1. apríl. „Internetið virðist ekkert hafa heyrt af veðurbreytingum, þótt maður hefði nú haldið að þessi uppfinning myndi vekja alþjóðlega athygli.“ Ólafur bendir á að Harry Oldfield, áðurnefndur uppfinningamaður veðurbreytisins, hafi áður verið til umfjöllunar í fjölmiðlum hér á landi, en þá vegna sálarrannsókna og óhefðbundinna lækninga. Stórmerk nýjung eða hópsefjun? Hinn breski Harry Oldfield virðist fyrst hafa verið til umfjöllunar hér á landi í Morgunblaðinu í nóvember 1982. Þar var viðburði sem hann hélt á Hallveigarstöðum lýst af blaðamanni. Oldfield er til að mynda sagður hafa fengið gest úr sal til sín, og notað ákveðið greiningartæki til þess að mæla gestinn. Hann hafi komist að því að gesturinn væri líklega með sjónskekkju og þyrfti líklega að fara til læknis vegna skjaldkirtilsins. Gesturinn mun hafa tekið undir það, henni hafi grunað að hún glímdi við þessi vandamál. Í kjölfarið hafi Oldfield notað tækið og mælt fleiri viðstadda, og notað „kristalgeislunartæki“ til að leiðrétta orkuójafnvægi hjá fólki. Úr Morgunblaðinu 1982.Tímarit.is „Þetta var mjög áhrifaríkt, svo að maður vissi varla, hvort óhætti væri að trúa eigin augum eða heilbrigðri skynsemi, en óneitanlega brýtur þetta í bága við hefðbundnar hugmyndir um sjúkdóma og heilbrigði,“ skrifaði blaðamaður Morgunblaðsins árið 1982 „Hér verður að sjálfsögðu ekki lagt neitt mat á hvort stórmerk nýjung sé að koma fram í sviðsljósið, eða hvort hér sé um einhverskonar hópsefjun að ræða.“ Vildi meina að íslenskir steinar væru óvenju magnaðir Oldfield kom reglulega aftur til Íslands árin á eftir, og virðist hafa verið sérstaklega tíður gestur á Akureyri. Umfjöllun Dags árið 1983.Tímarit.is „Það er vel þekkt fyrirbrigði að fólk í frumstæðum menningarsamfélögum hefur notað krystalla og steina í lækningaskyni og oft hafa þessir steinar og krystallar aðeins verið lagðir að líkamanum og viðkomandi hlotið lækningu. Ég safnaði því að mér margs konar krystöllum þegar rafkrafturinn bætist við þá gefa þeir frá sér margfaldan kraft. Það eru auðvitað margir í heimalandi mínu vantrúaðir á það sem ég er að gera en þeir eru þó enn fleiri sem hafa áhuga á þessu og hafa veitt mér margvíslegan stuðning,“ sagði Harry Oldfield í viðtali við Dag árið 1983. Fram kom í umfjöllun Dags að á meðan hann var hér á landi hafi hann tekið að sér fjölda skjólstæðinga, allt að fimmtán manns á dag. Þremur árum síðar sagði Oldfield í öðru viðtali við Dag að honum þættu íslenskir steinar „óvenju kraftmiklir og magnaðir.“ Sannur Íslandsvinur Umfjöllun DV árið 2005.Tímarit.is Samkvæmt umfjöllun DV árið 2005 var Harry Oldfield eðlisfræðingur að mennt. Hann hafi verið framhaldsskólakennari í London um árabil og verið eftirsóttur kennari „því hann aðhylltist ekki þurra kennslu í fræðunum heldur var hann óþreytandi við að gera ýmsar tilraunir og vinsæll eftir því hjá nemendum“. Samkennurum hans hafi þó ekki alltaf verið rótt þar sem þeir voru „skíthræddir um að hann sprengdi skólabygginguna upp í loft“. DV tók þá viðtal við Oldfield sem virðist hafa verið orðinn ansi kunnugur Íslandi. „Harry Oldfield heilsar með hressilegu: Góðan daginn!“ á íslensku og byrjar samtalið með kjarnyrtum yfirlýsingum um fegurð Íslands og yndislegheit Íslendinga. Ef það er ekki að vera sannur Íslandsvinur, þá veit ég ekki hvað.“
Veður Einu sinni var... Tónleikar á Íslandi Fjölmiðlar Akureyri Tækni Heilbrigðismál Þingeyjarsveit Tengdar fréttir „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Hreiðar Hreiðarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, segir með ólíkindum hvað tónleikahátíð Kaleo í Vaglaskógi í gær gekk vel. Ekkert stórslys hafi orðið og önnur vandamál hafi verið minniháttar. 27. júlí 2025 11:44 Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Tónleikahátíð Kaleo fór fram með pompi og prakt í Vaglaskógi í gær. Kaleo héldu þar sína fyrstu tónleika á Íslandi síðan 2015, en uppselt varð á tónleikana á örskotstundu. 27. júlí 2025 14:43 Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Fleiri fréttir Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Sjá meira
„Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Hreiðar Hreiðarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, segir með ólíkindum hvað tónleikahátíð Kaleo í Vaglaskógi í gær gekk vel. Ekkert stórslys hafi orðið og önnur vandamál hafi verið minniháttar. 27. júlí 2025 11:44
Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Tónleikahátíð Kaleo fór fram með pompi og prakt í Vaglaskógi í gær. Kaleo héldu þar sína fyrstu tónleika á Íslandi síðan 2015, en uppselt varð á tónleikana á örskotstundu. 27. júlí 2025 14:43