Innlent

Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Haraldur Ólafsson segir veðrið munu ganga hraðar yfir Eyjar en það besta verði á Norðausturlandi.
Haraldur Ólafsson segir veðrið munu ganga hraðar yfir Eyjar en það besta verði á Norðausturlandi. Vísir/Vilhelm

Verslunarmannahelgin er nú gengin í garð. Veðurfræðingur segir líkur á að tjöld muni fjúka í Eyjum í nótt, góðu fréttirnar séu hinsvegar þær að veðrið eigi að ganga hraðar yfir en áður hafi verið spáð. Tekið sé að skýrast hvar besta veðrið verður um helgina. 

Í hið minnsta sautján útihátíðir munu fara fram í öllum landshlutum um helgina þessa stærstu ferðahelgi ársins. Gul veðurviðvörun verður í gildi í nótt á Suðurlandi og á Vesturlandi en Haraldur Ólafsson veðurfræðingur hvetur þá sem sækja Þjóðhátíð í Eyjum til þess að klæða sig vel.

„Það sem hefur breyst frá spánum sem voru fyrr í vikunni er að það er meiri vindur í þessu í kvöld og í nótt en þetta fer hraðar yfir. Það fer oft saman þegar bætir í vindinn þá eru kerfin fljótari að fara yfir. Þannig rigningin, þessi laugardagsrigning verður eiginlega búin þegar vaknar í fyrramálið. En svo tekur bara við skúraveður, bæði á morgun og sunnudag þá verður strekkingsvindur og skúrir á Suður- og Vesturlandi.“

Þá sé orðið mun skýrara í spánum hvar besta veðrið verði á landinu um helgina.

„Spárnar hafa nú eiginlega þornað upp fyrir Norðausturland meira eða minna. Þannig það er áberandi best veður þar, svona í grófum dráttum frá Skagafirði, Tröllaskaga og austur úr alveg austur á firði.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×