Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. júlí 2025 08:36 Íbúar höfuðborgarsvæðisins geta andað léttar í dag en mega eiga von á rigningu, súld og þokulofti. Vísir/Vilhelm Loftgæði á höfuðborgarsvæðinu mælast töluvert betri í dag en í gær. Enn er þó svifryksmengun yfir Reykjanesskaga og á Ísafirði mælast loftgæði óholl. Á miðvikudag gæti síðan aftur farið að byggjast upp mengun á gosstöðvunum vegna hægs vinds. Fyrir utan Laugarnes og Hvaleyrarholt, þar sem loftgæðin mælast sæmileg vegna gosmengunar, eru loftgæðin á höfuðborgarsvæðinu alls staðar góð eða mjög góð. Ef farið er út á Reykjanesið mælast loftgæði óholl fyrir viðkvæma í Sandgerði, Njarðvík og Vogum á Vatnsleysuströnd vegna svifryksmengunar. Á Ísafirði mælast loftgæðin hins vegar verst, eldrauð á loftgæðaskalanum og eru óholl fyrir íbúa. Til marks um batnandi loftgæði á höfuðborgarsvæðinu hefur Vinnuskóli Reykjavíkur, sem felldi niður öll störf almennra hópa í garðyrkju vegna gosmengunar í gær, lýst því yfir á Facebook að í dag verði þar hefðbundinn vinnudagur. „Það var smá norðlæg átt í nótt, svo kom rigningin og súldin þannig þetta hreinsaðist að hluta til. En það er ennþá samt svolítil svifryksmengun yfir Reykjanesskaganum. Brennisteinsdíoxíð hefur minnkað mikið,“ segir Þorsteinn V. Jónssson, veðurfræðingur. Lægðardrag liggur yfir landinu og verður rigning eða súld með köflum í dag og sums staðar þokuloft. Vegna vestlægs vinds berst gosmengunin til austurs þegar líður á daginn. Mengunin gæti þá borist yfir á Suðurland en þó í minni mæli en í gær. Gosmengunin og brennisteinsdíoxíðið er þó ekki alveg á bak og burt. „Á morgun er mjög hægur vindur þannig það gæti aftur farið að byggjast upp mengun á gosstöðvunum á morgun, miðvikudag,“ sagði Þorsteinn. Loftgæði Veður Reykjavík Vogar Reykjanesbær Suðurnesjabær Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni mallar áfram og enn er virkni í tveimur gígum. Gasmengun brennisteinsdíoxíðar mælist á suðvesturhorninu, ásamt gosmóðu. 21. júlí 2025 06:39 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Milljarða uppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Sjá meira
Fyrir utan Laugarnes og Hvaleyrarholt, þar sem loftgæðin mælast sæmileg vegna gosmengunar, eru loftgæðin á höfuðborgarsvæðinu alls staðar góð eða mjög góð. Ef farið er út á Reykjanesið mælast loftgæði óholl fyrir viðkvæma í Sandgerði, Njarðvík og Vogum á Vatnsleysuströnd vegna svifryksmengunar. Á Ísafirði mælast loftgæðin hins vegar verst, eldrauð á loftgæðaskalanum og eru óholl fyrir íbúa. Til marks um batnandi loftgæði á höfuðborgarsvæðinu hefur Vinnuskóli Reykjavíkur, sem felldi niður öll störf almennra hópa í garðyrkju vegna gosmengunar í gær, lýst því yfir á Facebook að í dag verði þar hefðbundinn vinnudagur. „Það var smá norðlæg átt í nótt, svo kom rigningin og súldin þannig þetta hreinsaðist að hluta til. En það er ennþá samt svolítil svifryksmengun yfir Reykjanesskaganum. Brennisteinsdíoxíð hefur minnkað mikið,“ segir Þorsteinn V. Jónssson, veðurfræðingur. Lægðardrag liggur yfir landinu og verður rigning eða súld með köflum í dag og sums staðar þokuloft. Vegna vestlægs vinds berst gosmengunin til austurs þegar líður á daginn. Mengunin gæti þá borist yfir á Suðurland en þó í minni mæli en í gær. Gosmengunin og brennisteinsdíoxíðið er þó ekki alveg á bak og burt. „Á morgun er mjög hægur vindur þannig það gæti aftur farið að byggjast upp mengun á gosstöðvunum á morgun, miðvikudag,“ sagði Þorsteinn.
Loftgæði Veður Reykjavík Vogar Reykjanesbær Suðurnesjabær Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni mallar áfram og enn er virkni í tveimur gígum. Gasmengun brennisteinsdíoxíðar mælist á suðvesturhorninu, ásamt gosmóðu. 21. júlí 2025 06:39 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Milljarða uppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Sjá meira
Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni mallar áfram og enn er virkni í tveimur gígum. Gasmengun brennisteinsdíoxíðar mælist á suðvesturhorninu, ásamt gosmóðu. 21. júlí 2025 06:39
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent