Fyrsta lagið frá Rihönnu í sex ár Fyrsta lag söngkonunnar Rihönnu síðan árið 2016 heiðrar leikarann Chadwick Boseman, sem lést árið 2020 úr ristilkrabbameini. Lagið ber heitið Lift Me Up og er það fyrsta sem hún gefur sjálf út í sex ár. Lífið 28. október 2022 14:01
Dýrasti miðinn á Elvis kostar rúma milljón Tónlistarmaðurinn Elvis Costella er á leiðinni til landsins og mun halda tónleika í Hörpu þann 28. maí á næsta ári. Lífið 28. október 2022 11:30
Burstar alltaf tennurnar rétt áður en hún stígur á svið KUSK er listamannsnafn tónlistarkonunnar Kolbrúnar Óskarsdóttur en hún skaust upp á stjörnuhimininn fyrr á árinu þegar hún bar sigur úr býtum í Músíktilraunum. KUSK kemur fram á Airwaves í ár en hún var jafnframt að senda frá sér plötuna Skvaldur í dag. Blaðamaður tók púlsinn á KUSK. Tónlist 28. október 2022 10:01
Sagður hafa viljað nefna plötu eftir Adolf Hitler Bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West er sagður hafa dáðst lengi að nasistaforingjanum Adolf Hitler, svo mjög að hann vildi nefna plötu sem hann gaf út árið 2018 „Hitler“. Samstarfsaðilar West hafa fjarlægt sig frá honum eftir röð hatursfullra ummæla í garð gyðinga að undanförnu. Lífið 28. október 2022 09:39
Súrrealískt fyrir Snorra að eiga tónlistina í nýrri Netflix kvikmynd „Það var mjög frelsandi að vera fyrsta val fyrir þessa mynd,“ segir Snorri Hallgrímsson sem samdi tónlistina fyrir nýja Netflix kvikmynd sem kom út fyrr í vikunni. Tónlist 27. október 2022 13:32
Segir lausnina að finna í meiri kærleik og umburðarlyndi „Þessi kærleikur og umburðarlyndi, þessi góðu öfl, þau eru til staðar, þau eru bara í loftinu. Þau eru í okkur! En það er stíflað og það þarf að losa um þessa stíflu og þá flæðir þetta bara af sjálfu sér,“ segir tónlistarmaðurinn KK í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni. Lífið 27. október 2022 12:37
Tók sitt fyrsta gigg fyrir ári síðan en hefur nú spilað um allan heim Tónlistarkonan Árný Margrét á viðburðaríkt ár að baki sér en hún spilaði sitt fyrsta gigg á Airwaves hátíðinni í fyrra í gegnum streymi. Þá hafði hún einungis gefið út eitt lag en hefur nú sent frá sér plötu í fullri lengd og komið fram bæði hérlendis og erlendis. Blaðamaður tók púlsinn á Árnýju, sem spilar á Iceland Airwaves í ár. Tónlist 27. október 2022 08:00
„Þegar ég byrjaði að brjóta reglur þá fór ég að upplifa lífið á skemmtilegri hátt“ Tónlistarkonan Laufey Lín hefur náð gríðarlegum árangri á undanförnum árum úti í hinum stóra heimi. Blaðamaður hitti Laufeyju í kaffi og spjall um lífið og listina en hún er á miðju tónleikaferðalagi um þessar mundir. Tónlist 26. október 2022 06:01
Varð ólétt á Eurovision og gefur út nýja tónlist Söngkonan ZÖE hefur komið víða að í heimi tónlistarinnar en hún var meðal annars bakraddasöngkona fyrir Eurovision atriði okkar Íslendinga í Torino síðastliðinn maí. Það er mikið á döfinni hjá ZÖE þar sem hún á von á barni, er að senda frá sér nýtt lag og kemur fram á nokkrum tónleikum. Tónlist 25. október 2022 15:01
Lögmaður Bubba fundaði með útvarpsstjóra Sölvi Blöndal, framkvæmdastjóri Öldu Music og Einar Þór Sverrisson lögmaður Bubba Morthens, fóru á fund Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra og kröfðust svara við því hvers vegna lag Bubba og Auðar Tárin falla hægt heyrðist varla á Rás 2. Menning 25. október 2022 10:45
Myndaveisla: Bríet upp á borðum og fjör á árshátíð Sýnar Árshátíð Sýnar var haldin með pomp og prakt en þema kvöldsins var Idol. Það ætlaði allt um koll að keyra þegar fyrsta Idol stjarna Íslands, Kalli Bjarni, steig á sviðið. Hann var klæddur rauða jakkanum sem var talinn vera týndur. Veislustjórar kvöldsins voru Hraðfréttamennirnir Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson. Lífið 24. október 2022 17:30
„Fyrir mér er listsköpun eilíf leit að sjálfinu“ Síðastliðinn föstudag sendi harmóníkuleikarinn Jónas Ásgeir Ásgeirsson frá plötuna FIKTA. Þar má finna íslensk verk en platan er gefin út með dönsku plötuútgáfunni Dacapo Records. Blaðamaður heyrði í Jónasi Ásgeiri. Tónlist 24. október 2022 10:00
„Sandy og Danny, þetta klikkar ekki!“ Grease tónleikasýning verður í Laugardalshöllinni næsta laugardag þar sem tónlistin er í flutningi Stuðlabandsins og öll umgjörð í leikstjórn Gretu Salóme. Menning 23. október 2022 23:07
Óheilög og gríðarlega vinsæl Tónlistarfólkið Sam Smith og Kim Petras sameinaði krafta sína við lagið Unholy sem situr í sjöunda sæti Íslenska listans á FM þessa vikuna. Lagið kom út fyrir mánuði síðan og hefur slegið í gegn í tónlistarheiminum sem og á samfélagsmiðlinum TikTok. Tónlist 22. október 2022 16:01
Miðnætursöngvar Taylor Swift opinbera þráhugsanir og drauma Ný plata Taylor Swift „Midnights“ birtist á helstu tónlistarveitum í nótt. Platan er stútfull af nýjum lögum, nánar til tekið tuttugu talsins. Platan einkennist af einskonar rafpoppi og er uppfull af einstakri textasmíð Swift sem aðdáendur og aðrir áhugasamir ættu að geta tengt við. Tónlist 21. október 2022 16:29
Var alltaf að skipta út konum og svo þornuðu sénsarnir upp Tilvistarkreppa og hræðsla við einsemd í ellinni er í aðalhlutverki í nýja lagi hljómsveitarinnar Superserious. Lagið heitir Bye Bye Honey og varð textinn til eftir samskipti við kvennabósa sem var kominn til ára sinna. Tónlist 21. október 2022 14:31
Elíza frumsýnir myndband við lagið Ósýnileg: Tími kvenna í rokki er kominn Tónlistarkonan Elíza Newman sendi nýlega frá sér nýtt lag, Ósýnileg sem vakið hefur athygli fyrir kröftugan boðskap. Vísir frumsýnir í dag myndbandið við lagið. Tónlist 21. október 2022 14:00
Steindi og Salka endurgera ódauðlegt lag Steindi og Salka Sól leituðu á mið Linkin Park og Evanescence þegar þau áttu að gera tónlistarmyndband í anda áranna í kringum aldamótin í Stóra sviðinu á Stöð 2. Lífið 21. október 2022 12:31
„Mér hefur liðið eins og ég sé að setja dagbókina mína út fyrir framan alþjóð“ Tónlistarkonan Silja Rós var að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið Lie just to lie en myndbandið er frumsýnt hér í pistlinum. Blaðamaður tók einnig púlsinn á Silju og fékk að heyra nánar frá tónlistinni og lífinu. Tónlist 21. október 2022 11:31
„Þið ættuð að hringja í lögregluna, þetta lag er ólöglega gott“ Jóhanna Rakel og Salka Valsdóttir mynda hljómsveitina CYBER en sveitin var að senda frá sér splunkunýtt lag sem ber nafnið NO CRY. CYBER hafa nú lýst því yfir að þeir fáu heppnu sem fengu að smakka á lagstúfnum fyrir útgáfu hafi fallið í nokkurs konar trans. Tónlist 21. október 2022 09:31
Brynja sendir frá sér plötuna Repeat Tónlistarkonan Brynja sendir frá sér plötuna Repeat í dag. Í september kom út fyrsta lagið af plötunni. My Oh My. Albumm 20. október 2022 18:01
Upptakturinn hlaut alþjóðlegu verðlaunin YAMawards Upptakturinn, tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna sem haldinn er árlega í Hörpu, hlaut fyrr í vikunni alþjóðlegu verðlaunin YAMawards eða The Young Audiences Music Awards sem Besta þátttökuverkefnið fyrir ungmenni. Lífið 20. október 2022 14:08
Emilíana Torrini klippti sig stutt eftir ágreining við Vogue Tónlistarkonan Emilíana Torrini rifjar upp erfiða upplifun sína af myndatöku sem hún fór í hjá tískutímaritinu Vogue þegar hún var aðeins tuttugu ára gömul. Lífið 20. október 2022 12:32
Innblásinn af píanói úr Góða hirðinum Ástsælu tónlistarmennirnir JóiPé og Valdimar sameinuðu krafta sína við gerð á nýju lagi sem ber nafnið Herbergi. Tónlistarmyndband við lagið var frumsýnt í dag og er í leikstjórn Tómasar Sturlusonar sem segir það meira en bara hefðbundið tónlistarmyndband: „Fyrir mér er þetta miklu frekar heildstætt listaverk.“ Tónlist 19. október 2022 14:01
Ólafur Kram treystir ekki fiskunum Hljómsveitin frumlega Ólafur Kram gefur út breiðskífan Ekki treysta fiskunum á föstudaginn. Hljómsveitin kom sá og sigraði Músíktilraunir á síðasta ári. Tónlist 19. október 2022 13:32
Skapar ævintýralega heima með Björk Ljósmyndarinn Viðar Logi hefur verið að gera öfluga hluti í hinum skapandi heimi síðastliðin ár en að undanförnu hefur samstarfsverkefni hans og Bjarkar Guðmundsdóttir sérstaklega vakið athygli. Blaðamaður náði tali af Viðari Loga og fékk smá innsýn í hans skapandi og listræna hugarheim. Tíska og hönnun 19. október 2022 06:00
Hömlulaus og hamingjusamur í kvenmannsklæðum „Ég fór í fyrsta skipti í drag fyrir kannski þremur árum síðan. Þá var ég veislustjóri hjá systur minni sem var að gifta sig og þá kom ég fram sem þetta „alter ego“ sem heitir Hafdís Alda,“ segir tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni síðastliðinn laugardag. Lífið 18. október 2022 20:05
Gefa út vögguvísur fyrir fullorðna Fjölmiðla- og tónlistarkonan Vala Eiríksdóttir var að senda frá sér plötuna Værð ásamt Stefáni Erni Gunnlaugssyni. Platan sækir í gömul íslensk dægurlög sem fullorðið fólk getur tengt við æsku sína. Blaðamaður tók púlsinn á Völu. Tónlist 18. október 2022 16:30
Fjölskylda George Floyd íhugar málaferli gegn Kanye Fjölskylda George Floyd sem myrtur var af lögreglumönnum í Minneapolis í maí árið 2020 íhugar nú að fara í mál við rapparann Kanye West. Kanye sagðist efast um orsök dauða Floyd í hlaðvarpsþætti í vikunni. Erlent 18. október 2022 06:58
Sykurmolinn snýr aftur Sykurmolinn, lagakeppni X977 þar sem óþekktir tónlistarmenn fá tækifæri til þess að koma sér á framfæri, snýr nú aftur. Nafnið Sykurmolinn er eins og nafnið gefur til kynna skírskotun í íslenska tónlistarsögu. Lífið samstarf 17. október 2022 14:16