Pétur tekur við af Tryggva sem deildarforseti tónlistardeildar LHÍ Atli Ísleifsson skrifar 8. ágúst 2023 14:43 Pétur Jónasson á að baki farsælan feril sem einleikari á gítar í fremstu röð. LHÍ Pétur Jónasson gítarleikari hefur verið ráðinn í stöðu deildarforseta tónlistardeildar Listaháskóla Íslands. Hann tekur við starfinu af Tryggva M. Baldvinssyni sem lýkur nú tíu ára ráðningarfestu sinni. Í tilkynningu frá skólanum segir að Pétur hafi einleikaraprófi í klassískum gítarleik frá Estudio de Arte Guitarrístico í Mexíkóborg árið 1980 og síðar verið við framhaldsnám á Spáni um nokkurra ára skeið. „Hann lauk meistaragráðu (MSc) með láði á sviði raunvísindarannsókna í tónlist og sviðslistum (Performance Science) frá Royal College of Music (RCM) í London árið 2015 og mun verja doktorsritgerð sína (PhD) í september 2023 frá sama skóla. Rannsóknarefni hans eru sjónskynjun og minnisferlar, nánar tiltekið áhrif mismunandi tónefnis á sjónræna athygli og vinnsluminni (á ensku: Attention and memory as a function of complexity: a study on expert musicians' visual behaviour). Verkefnið er unnið við rannsóknamiðstöðvarnar Centre for Performance Science, sem starfrækt er af RCM og Imperial College London, og augnhreyfingarannsóknir fara fram í Icelandic Vision Lab í Háskóla Íslands þar sem leiðbeinandi hans er Dr. Árni Kristjánsson. Pétur á að baki farsælan feril sem einleikari á gítar í fremstu röð, hefur haldið hundruð einleikstónleika í yfir 25 löndum, gert sjónvarps- og útvarpsupptökur og leikið inn á hljómplötur og geisladiska. Fjölmörg tónskáld íslensk og erlend hafa samið verk sérstaklega fyrir hann. Starf hans sem hljóðfæraleikari spannar breitt svið, hann lék t.d. með popphljómsveitum samhliða námi og er nú meðlimur Riot Ensemble í London—sem hlaut fyrir nokkru hin virtu Siemens verðlaun—og Caput-hópsins íslenska en báðar þessar hljómsveitir sérhæfa sig í flutningi samtímatónlistar. Pétur hefur komið að tónlistarstjórn í leikhúsi og einnig samið eigin tónlist, m.a. við myndir sem tengjast starfi hans sem rannsakandi, heimildarmyndir og hljóðmyndir. Hann var framkvæmdastjóri Skólatónleika á Íslandi 2004-2007, Myrkra músíkdaga 2010-2014, IMMERSION nútímatónlistarhátíðarinnar 2015, Sumartónleika í Skálholti 2016, ErkiTíðar 2018, listrænn stjórnandi Norrænna músíkdaga 2011 og stofnandi og stjórnandi tónlistarhátíðanna Við Djúpið á Ísafirði og alþjóðlegu gítarhátíðarinnar í Alcoy í Alicante. Þá stýrði hann, fyrir hönd Listaháskóla Íslands, ráðstefnunni International Symposium on Performance Science sem haldin var í Hörpu árið 2017 þar sem kynntar voru nýjustu rannsóknir á því sviði. Pétur hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín. Árið 1990 var hann tilnefndur til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs, fyrstur íslenskra einleikara, og hlaut einnig heiðursstyrk úr Sonning-sjóðnum í Kaupmannahöfn. Hann var valinn til að leika fyrir Andrés Segovia á sögufrægu námskeiði í University of Southern California í Los Angeles og hlaut í kjölfarið styrk til náms frá spænska ríkinu. Þá lék hann til úrslita í alþjóðlegu Andrés Segovia gítarkeppninni í Granada. Hann var þrívegis handhafi Royal College of Music Award á árunum 2017-2019. Pétur hefur margsinnis hlotið starfslaun listamanna en meðal nýlegra styrkja er úthlutun úr Tónlistarsjóði vegna tónleika sem framundan eru með einleiksverkum fyrir rafgítar eftir kventónskáld. Pétur hefur umtalsverða reynslu af rannsóknastarfi á sviði lista og vísinda, m.a. við V&A Research Institute (VARI), Imperial College Centre for Engagement and Simulation Science, Icelandic Vision Lab, Royal Danish Academy of Music Distance Learning Studio, og Centre for Performance Science. Hann hefur skrifað bókakafla og vísindagreinar um rannsóknir sínar sem birst hafa hjá Oxford University Press, Routledge, University College Press og Psychology of Music. Þá hefur hann verið gestafyrirlesari við fjölda háskóla m.a. Royal College of Music, Imperial College og University College í London. Pétur hefur auk þess haldið fyrirlestra og vinnustofur á fjölda alþjóðlegra ráðstefna og kennt á hljóðfæramasterklössum víða um heim,“ segir um starfsferil Péturs. Mikill fengur Haft er eftir Þóru Einarsdóttur, sviðsforseta kvikmyndalistar, tónlistar og sviðslista hjá Listaháskóla Íslands, að það sé sönn ánægja að fá Pétur til liðs við LHÍ. Hann muni leiða öflugan hóp starfsmanna tónlistardeildar við listræna og akademískri stefnumótun, uppbyggingu og þróun kennslu og rannsóknarstarfs deildarinnar. „Pétur hefur einstaka innsýn í hvað það þýðir að vera einleikari í fremstu röð auk þess að vera virkur í kammerhópum. Sér í lagi hefur hann þekkingu á flutningi nýrrar tónlistar og hefur hann starfað á afar breiðum vettvangi tónlistar. Í rannsóknum hans sem þvera vísindi og listir sýnir hann í verki hvernig aðferðir og þekking listamanna geta komið með nýtt sjónarhorn og átt átt í því að leysa úrlausnarefni samtímans. Það er því einnig mikill fengur að því að fá Pétur inn í samtalið þvert á skólann meðal annars um þróun rannsókna á fræðasviði lista” segir Þóra. Vistaskipti Tónlist Skóla - og menntamál Mest lesið Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Í tilkynningu frá skólanum segir að Pétur hafi einleikaraprófi í klassískum gítarleik frá Estudio de Arte Guitarrístico í Mexíkóborg árið 1980 og síðar verið við framhaldsnám á Spáni um nokkurra ára skeið. „Hann lauk meistaragráðu (MSc) með láði á sviði raunvísindarannsókna í tónlist og sviðslistum (Performance Science) frá Royal College of Music (RCM) í London árið 2015 og mun verja doktorsritgerð sína (PhD) í september 2023 frá sama skóla. Rannsóknarefni hans eru sjónskynjun og minnisferlar, nánar tiltekið áhrif mismunandi tónefnis á sjónræna athygli og vinnsluminni (á ensku: Attention and memory as a function of complexity: a study on expert musicians' visual behaviour). Verkefnið er unnið við rannsóknamiðstöðvarnar Centre for Performance Science, sem starfrækt er af RCM og Imperial College London, og augnhreyfingarannsóknir fara fram í Icelandic Vision Lab í Háskóla Íslands þar sem leiðbeinandi hans er Dr. Árni Kristjánsson. Pétur á að baki farsælan feril sem einleikari á gítar í fremstu röð, hefur haldið hundruð einleikstónleika í yfir 25 löndum, gert sjónvarps- og útvarpsupptökur og leikið inn á hljómplötur og geisladiska. Fjölmörg tónskáld íslensk og erlend hafa samið verk sérstaklega fyrir hann. Starf hans sem hljóðfæraleikari spannar breitt svið, hann lék t.d. með popphljómsveitum samhliða námi og er nú meðlimur Riot Ensemble í London—sem hlaut fyrir nokkru hin virtu Siemens verðlaun—og Caput-hópsins íslenska en báðar þessar hljómsveitir sérhæfa sig í flutningi samtímatónlistar. Pétur hefur komið að tónlistarstjórn í leikhúsi og einnig samið eigin tónlist, m.a. við myndir sem tengjast starfi hans sem rannsakandi, heimildarmyndir og hljóðmyndir. Hann var framkvæmdastjóri Skólatónleika á Íslandi 2004-2007, Myrkra músíkdaga 2010-2014, IMMERSION nútímatónlistarhátíðarinnar 2015, Sumartónleika í Skálholti 2016, ErkiTíðar 2018, listrænn stjórnandi Norrænna músíkdaga 2011 og stofnandi og stjórnandi tónlistarhátíðanna Við Djúpið á Ísafirði og alþjóðlegu gítarhátíðarinnar í Alcoy í Alicante. Þá stýrði hann, fyrir hönd Listaháskóla Íslands, ráðstefnunni International Symposium on Performance Science sem haldin var í Hörpu árið 2017 þar sem kynntar voru nýjustu rannsóknir á því sviði. Pétur hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín. Árið 1990 var hann tilnefndur til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs, fyrstur íslenskra einleikara, og hlaut einnig heiðursstyrk úr Sonning-sjóðnum í Kaupmannahöfn. Hann var valinn til að leika fyrir Andrés Segovia á sögufrægu námskeiði í University of Southern California í Los Angeles og hlaut í kjölfarið styrk til náms frá spænska ríkinu. Þá lék hann til úrslita í alþjóðlegu Andrés Segovia gítarkeppninni í Granada. Hann var þrívegis handhafi Royal College of Music Award á árunum 2017-2019. Pétur hefur margsinnis hlotið starfslaun listamanna en meðal nýlegra styrkja er úthlutun úr Tónlistarsjóði vegna tónleika sem framundan eru með einleiksverkum fyrir rafgítar eftir kventónskáld. Pétur hefur umtalsverða reynslu af rannsóknastarfi á sviði lista og vísinda, m.a. við V&A Research Institute (VARI), Imperial College Centre for Engagement and Simulation Science, Icelandic Vision Lab, Royal Danish Academy of Music Distance Learning Studio, og Centre for Performance Science. Hann hefur skrifað bókakafla og vísindagreinar um rannsóknir sínar sem birst hafa hjá Oxford University Press, Routledge, University College Press og Psychology of Music. Þá hefur hann verið gestafyrirlesari við fjölda háskóla m.a. Royal College of Music, Imperial College og University College í London. Pétur hefur auk þess haldið fyrirlestra og vinnustofur á fjölda alþjóðlegra ráðstefna og kennt á hljóðfæramasterklössum víða um heim,“ segir um starfsferil Péturs. Mikill fengur Haft er eftir Þóru Einarsdóttur, sviðsforseta kvikmyndalistar, tónlistar og sviðslista hjá Listaháskóla Íslands, að það sé sönn ánægja að fá Pétur til liðs við LHÍ. Hann muni leiða öflugan hóp starfsmanna tónlistardeildar við listræna og akademískri stefnumótun, uppbyggingu og þróun kennslu og rannsóknarstarfs deildarinnar. „Pétur hefur einstaka innsýn í hvað það þýðir að vera einleikari í fremstu röð auk þess að vera virkur í kammerhópum. Sér í lagi hefur hann þekkingu á flutningi nýrrar tónlistar og hefur hann starfað á afar breiðum vettvangi tónlistar. Í rannsóknum hans sem þvera vísindi og listir sýnir hann í verki hvernig aðferðir og þekking listamanna geta komið með nýtt sjónarhorn og átt átt í því að leysa úrlausnarefni samtímans. Það er því einnig mikill fengur að því að fá Pétur inn í samtalið þvert á skólann meðal annars um þróun rannsókna á fræðasviði lista” segir Þóra.
Vistaskipti Tónlist Skóla - og menntamál Mest lesið Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira