Nikkufjör á Borg í Grímsnesi – Harmóníkuleikari á tíræðisaldri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. ágúst 2023 20:30 Fjölmargir harmónikuleikarar eru á Borg ásamt sínu fólki að taka þátt í hátíð helgarinnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Dansinn hefur dunað alla helgina á Borg í Grímsnesi þar sem harmoníkuleikarar og þeirra fólk af öllu landinu hafa verið saman undir dillandi nikkuspili. Harmoníkuleikari á tíræðisaldri gefur ekkert eftir á hátíðinni þegar hljóðfærið er annars vegar. Félag harmonikuunnenda í Reykjavík er alltaf með harmonikukmót á Borg í Grímsnesi um verslunarmannahelgina og þar koma saman harmonikkuleikarar víða af landinu til að spila og skemmta sér með sínu fólki. Hátíðartónleikar voru til dæmis haldnir í gær með sænska harmoníkuleikaranum Anniku Andersson og svo var samspil á tjaldsvæðinu þar sem flott harmoníkulög voru tekin og fólk dansaði á grasflötinni. „Þetta er bara frábært og þetta er svo skemmtilegur félagsskapur og það eru allir velkomnir með. Við viljum bara fá sem flesta,” segir Gyða Guðmundsdóttir, sem er í forsvari fyrir hátíðina og harmónikuleikari með meiru. Mikil og góð stemming er á svæðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og kunna allir þessir karlar og konur á nikkur? „Já, já, við kunnum öll eitthvað en við kunnum mismikið en það er bara gaman en svo komum við bara saman og gerum það besta úr þessum hljóðfærum. Ég segi bara eins og einn góður sagði á Bylgjunni að harmonikkan er hljóðfæri hljóðfæranna,” segir Gyða skælbrosandi. Gyða Guðmundsdóttir, sem er í forsvari fyrir hátíðina á Borg og harmónikuleikari með meiru.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Reynir Jónasson, sem er komin á tíræðisaldur er enn að spila á nikkuna sína og gefur ekkert eftir í þeim efnum en hann var líka organisti í 50 ár. „Ég byrjaði að glamra upp úr fermingu og eignaðist svo harmonikku þegar leið á annan áratuginn,” segir Reynir. En hvort er skemmtilegra, orgelið eða nikkan? „Það fer bara eftir því hvernig skapi maður er í. Ég vil ekki gera upp á milli því ég elska hvort tveggja,” segir Reynir. Reynir Jónasson, sem er einn flottasti og besti harmoníkuleikari landsins er á tíræðisaldri en gefur ekkert eftir í spilamennskunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grímsnes- og Grafningshreppur Tónlist Eldri borgarar Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
Félag harmonikuunnenda í Reykjavík er alltaf með harmonikukmót á Borg í Grímsnesi um verslunarmannahelgina og þar koma saman harmonikkuleikarar víða af landinu til að spila og skemmta sér með sínu fólki. Hátíðartónleikar voru til dæmis haldnir í gær með sænska harmoníkuleikaranum Anniku Andersson og svo var samspil á tjaldsvæðinu þar sem flott harmoníkulög voru tekin og fólk dansaði á grasflötinni. „Þetta er bara frábært og þetta er svo skemmtilegur félagsskapur og það eru allir velkomnir með. Við viljum bara fá sem flesta,” segir Gyða Guðmundsdóttir, sem er í forsvari fyrir hátíðina og harmónikuleikari með meiru. Mikil og góð stemming er á svæðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og kunna allir þessir karlar og konur á nikkur? „Já, já, við kunnum öll eitthvað en við kunnum mismikið en það er bara gaman en svo komum við bara saman og gerum það besta úr þessum hljóðfærum. Ég segi bara eins og einn góður sagði á Bylgjunni að harmonikkan er hljóðfæri hljóðfæranna,” segir Gyða skælbrosandi. Gyða Guðmundsdóttir, sem er í forsvari fyrir hátíðina á Borg og harmónikuleikari með meiru.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Reynir Jónasson, sem er komin á tíræðisaldur er enn að spila á nikkuna sína og gefur ekkert eftir í þeim efnum en hann var líka organisti í 50 ár. „Ég byrjaði að glamra upp úr fermingu og eignaðist svo harmonikku þegar leið á annan áratuginn,” segir Reynir. En hvort er skemmtilegra, orgelið eða nikkan? „Það fer bara eftir því hvernig skapi maður er í. Ég vil ekki gera upp á milli því ég elska hvort tveggja,” segir Reynir. Reynir Jónasson, sem er einn flottasti og besti harmoníkuleikari landsins er á tíræðisaldri en gefur ekkert eftir í spilamennskunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grímsnes- og Grafningshreppur Tónlist Eldri borgarar Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira