Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Guð­björg Magnús­dóttir söng­kona er látin

Guðbjörg Magnúsdóttir söngkona er látin 49 ára gömul eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Guðbjörg lést föstudaginn 22. september í Osló í Noregi þar sem hún hafði verið búsett með fjölskyldu sinni undanfarin ár.

Innlent
Fréttamynd

Nokkur orð um Sinfó

Í októberhefti BBC Music Magazine er fjallað um eftirtektarverða tónleika sem framundan eru víðs vegar um heiminn. Sinfóníuhljómsveit Íslands (SÍ) fær sérstaka umfjöllun fyrir glæsilega vetrardagskrá „þrátt fyrir að starfa í fámennu samfélagi“ eins og það er orðað.

Skoðun
Fréttamynd

Náði að fjar­lægjast ástar­sorgina með tón­listinni

„Þetta lag fjallar um að komast út úr erfiðu tímabili og inn í nýjan kafla. Fyrsta platan mín var mjög mikið um ástarsorg og þetta lag er smávegis leiðin út úr því,“ segir tónlistarkonan Nína Solveig Andersen, jafnan þekkt sem Lúpína, um nýja lagið sitt Yfir skýin.

Tónlist
Fréttamynd

Kelly Clarkson kom götulistamanni á óvart

Tónlistarkonan Kelly Clarkson kom götulistamanni í Las Vegas á óvart á dögunum. Clarkson var að eigin sögn að setja pening í fötu listakonunnar sem söng lög eftir Tinu Turner af mikilli ástríðu.

Tónlist
Fréttamynd

Víkingur Heiðar fær fimm stjörnur frá The Guar­dian

Píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson fær fimm stjörnur frá gagnrýnanda The Guardian fyrir flutning sinn á Goldberg Variations eftir Johann Sebastian Bach. Hlaut Víkingur lófatak sem einungis rokkstjörnur fá segir gagnrýnandinn. 

Lífið
Fréttamynd

„Heiðrum minningu hans í dag“

„Námið við Söngskólann í Reykjavík var stór þáttur í vegferð minni,“ segir Eivör Pálsdóttir söngkona. Hún er meðal þeirra gesta sem koma fram á 50 ára afmælishátíð Söngskólans í Reykjavík sem haldin verður í dag. 

Lífið
Fréttamynd

„Ég er búinn að vera á leiðinni í fimmtán ár“

Georg Holm, bassaleikari Sigur Rósar, ákvað að slá til og gerast nýliði hjá björgunarsveitinni Ársæli. Í honum hefur lengi blundað björgunarsveitarmaður en það hefur aldrei gefist tími fyrr en nú. Þó það sé rólegt hjá Sigur Rós þessa dagana getur vel verið að hljómsveitin þvælist fyrir nýliðastarfinu.

Lífið
Fréttamynd

„Veistu ekki hver ég er?“

Rappsveitin Eldmóðir var að senda frá sér lagið Stefán Braga en lagið fjallar að sögn þeirra um óþolandi týpu á djamminu sem kann sig engan veginn. Stefán Braga var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM957 fyrr í dag.

Tónlist
Fréttamynd

Björg­vin Franz búinn að taka fram leður­buxurnar

„Það er ótrúlegur heiður að fá að fá að syngja þessi lög og heiðra minningu söngvara sem ég hef elskað síðan ég var 14 ára,“ segir Björgvin Franz Gíslason sem um helgina bregður sér í hlutverk Jim Morrisson. 

Lífið
Fréttamynd

Til­einkar tón­smíðarnar látnum vini

Hljómsveitin SoundThing gaf fyrr í dag út smáskífuna Have You Seen The Place. Lagahöfundurinn og gítarleikari sveitarinnar, Hjörleifur Björnsson tileinkar tónsmíðarnar látnum vini sínum.  

Lífið
Fréttamynd

Mugison sýndi öðrum manni óvart typpamynd

Tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, segist hafa samið lagið Gúanó Kallinn á nýjustu plötu sinni É dúdda mía í mjög skrýtnu ástandi, það er að segja stuttu eftir að hann sýndi öðrum manni óvart typpamynd af sér.

Lífið
Fréttamynd

Þrjár utanlandsferðir á tólf dögum

Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, þekktur sem Prettyboitjokkó, og Ágúst Beinteinn Árnason, eða Gústi B, eru staddur á Ibiza að fagna góðu gengi lagsins Skína sem hefur verið í fyrsta sæti íslenska listans á FM957 þrjár vikur í röð.

Lífið
Fréttamynd

„Húmorinn hefur bjargað lífi mínu oftar en einu sinni“

„Upphaflega var stefnan að spila í tvö skipti yfir eina helgi en þau plön breyttust. Við störtuðum algjöru mambó-æði sem gekk yfir landið næstu tvö ár,“ segir Sigtryggur Baldursson, betur þekktur sem Bogomil Font, einn af stofnendum Milljónamæringanna.

Lífið
Fréttamynd

Sumt sem glóir er einfaldlega gull

Svört pallíettujakkaföt Páls Óskars Hjálmtýssonar glitruðu í mislitum ljósum Salarins í Kópavogi á föstudagskvöldið. Það var svo sannarlega við hæfi, því tónlistin sem flutt var á tónleikunum var glimmerkennd.

Gagnrýni
Fréttamynd

„Fyrst við gátum lifað af Euro­vision saman getum við lifað allt af“

Tónlistarkonurnar Elísabet Eyþórsdóttir, jafnan þekkt sem Beta Ey, og ZÖE urðu góðar vinkonur á Eurovision þegar Beta fór út með hljómsveitinni Systur en ZÖE var í bakröddum. Þær hafa nú sameinað krafta sína með verkefninu Dreemfeeder Productions sem snýr að tónlist fyrir sjónvarpsefni og fleira. Blaðamaður ræddi við þær.

Tónlist
Fréttamynd

Hræðist framtíðina og hefur beðið um frið

Móðir ellefu ára drengs með ólæknandi taugahrörnunarsjúkdóm og krabbamein segir það hafa gert honum erfiðara fyrir hvað hann sé klár. Hann geti því reiknað út hvað bíði hans. Það sé hræðilegt að horfa upp á drenginn sinn, sem þrái að verða betri í fótbolta, verða sífellt lélegri sama hvað hann æfi sig. Vinir og vandamenn standa fyrir tónleikum til styrktar Mikael í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Drauma­brúð­kaup Ölmu á Spáni

Tónlistarkonan Alma Guðmundsdóttir, betur þekkt sem Alma Goodman vestanhafs, giftist breska leikaranum Ed Weeks á Spáni liðna helgi. Vinkonur Ölmu úr Nylon voru á meðal veislugesta.

Lífið