Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Jón Þór Stefánsson skrifar 7. janúar 2025 23:29 Peter Yarrow er til vinstri, Mary Travers er í miðjunni, og Paul Stookey er hægra megin. Saman mynduðu þau Peter, Paul and Mary. Getty Peter Yarrow, meðlimur bandaríska þjóðlagatríósins goðsagnakennda Peter, Paul and Mary, lést á heimili sínu í Manhattan í New York borg í gær, 86 ára að aldri. Banamein hans var blöðrukrabbamein, en hann hafði glímt við það í fjögur ár. Mary Travers lést 72 ára gömul árið 2009. Og því er einungis einn meðlimur hljómsveitarinnar eftir á lífi. Það er Paul Stookey sem varð 87 ára á dögunum. Karlarnir tveir spiluðu báðir á gítar. Svo var Yarrow var tenórsöngvari sveitarinnar, Stookey var barítónröddin og Travers altsöngkona. Yarrow var lagahöfundur eins vinsælasta smells tríósins Puff the Magic Dragon. Texti lagsins byggði þó á ljóði vinar hans. Peter Paul og Mary voru gríðarlega vinsæl í upphafi sjöunda áratugs síðustu aldar. Þau áttu stóran þátt í endurvakningu vinsælda þjóðlagatónlistar í Bandaríkjunum sem átti sér stað á þessum árum. Bandið spilar saman árið 1983Getty Tvær ábreiður þeirra á lögum Bob Dylans árið 1963, Blowin’ in the Wind og Don’t Think Twice, It’s All Right stórjuku vinsældir Dylans, sem var um þær mundir að gefa út sína aðra plötu, Freewheelin' Bob Dylan, og átti langt í land með að verða Nóbelsskáld. Þetta sama ár, í ágúst, tóku þau þátt í frægri kröfugöngu í Washington-borg, þar sem Dr. Martin Luther King hélt ræðuna sem hefur verið kennd við orðin: „Ég á mér draum.“ Í kjölfar ræðunnar komu nokkrir tónlistarmenn fram, og þar á meðal voru Peter, Paul and Mary, sem sunguBlowin’ in the Wind. Tólf lög sveitarinnar komust á topp fjörutíu lista Billboard og þar af komust sex laga þeirra á topp tíu listann. Þar má nefna ábreiðu þeirra af lagi Johns Denver, Leavin’ on a Jet Plane. Þá komust fimm plötur þeirra á topp tíu lista Billboard, og þar af tvisvar í fyrsta sætið. Tríóið hætti að spila saman 1970 og þá reyndu þremenningarnir allir fyrir sér sem sólólistamenn. Þau komu aftur saman átta árum seinna og héldu hópinn þangað til Travers lést, líkt og áður segir árið 2009. Yarrow og Stookey hættu þó ekki og komu áfram fram saman. Andlát Bandaríkin Tónlist Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Lífið Fleiri fréttir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Sjá meira
Mary Travers lést 72 ára gömul árið 2009. Og því er einungis einn meðlimur hljómsveitarinnar eftir á lífi. Það er Paul Stookey sem varð 87 ára á dögunum. Karlarnir tveir spiluðu báðir á gítar. Svo var Yarrow var tenórsöngvari sveitarinnar, Stookey var barítónröddin og Travers altsöngkona. Yarrow var lagahöfundur eins vinsælasta smells tríósins Puff the Magic Dragon. Texti lagsins byggði þó á ljóði vinar hans. Peter Paul og Mary voru gríðarlega vinsæl í upphafi sjöunda áratugs síðustu aldar. Þau áttu stóran þátt í endurvakningu vinsælda þjóðlagatónlistar í Bandaríkjunum sem átti sér stað á þessum árum. Bandið spilar saman árið 1983Getty Tvær ábreiður þeirra á lögum Bob Dylans árið 1963, Blowin’ in the Wind og Don’t Think Twice, It’s All Right stórjuku vinsældir Dylans, sem var um þær mundir að gefa út sína aðra plötu, Freewheelin' Bob Dylan, og átti langt í land með að verða Nóbelsskáld. Þetta sama ár, í ágúst, tóku þau þátt í frægri kröfugöngu í Washington-borg, þar sem Dr. Martin Luther King hélt ræðuna sem hefur verið kennd við orðin: „Ég á mér draum.“ Í kjölfar ræðunnar komu nokkrir tónlistarmenn fram, og þar á meðal voru Peter, Paul and Mary, sem sunguBlowin’ in the Wind. Tólf lög sveitarinnar komust á topp fjörutíu lista Billboard og þar af komust sex laga þeirra á topp tíu listann. Þar má nefna ábreiðu þeirra af lagi Johns Denver, Leavin’ on a Jet Plane. Þá komust fimm plötur þeirra á topp tíu lista Billboard, og þar af tvisvar í fyrsta sætið. Tríóið hætti að spila saman 1970 og þá reyndu þremenningarnir allir fyrir sér sem sólólistamenn. Þau komu aftur saman átta árum seinna og héldu hópinn þangað til Travers lést, líkt og áður segir árið 2009. Yarrow og Stookey hættu þó ekki og komu áfram fram saman.
Andlát Bandaríkin Tónlist Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Lífið Fleiri fréttir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Sjá meira